„Það á bara að splundra þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. desember 2022 15:01 Það þarf mikla tiltekt hjá Chicago Bulls samkvæmt Tómasi Steindórssyni og öðrum sérfræðingum Lögmáls leiksins. Vísir/Samsett Farið var yfir stóru málin í NBA-deildinni í Lögmáli leiksins í gær. Mikil umræða skapaðist um lið Chicago Bulls. Í liðnum Nei eða já var því velt upp hvort Bulls-liðið ætti að draga saman seglin í rekstri sínum, losa leikmenn á háum launum og hefja uppbyggingarfasa. Enda hefur liðið að litlu að keppa í ár. „Já. Peningarnir þeirra eru svo illa nýttir, stóru samningarnir: Zach LaVine, [Nikola] Vucevic þeir eru á alltof háum launum miðað við gæði,“ segir Bulls-stuðningsmaðurinn Tómas Steindórsson. „Það á bara að splundra þessu og taka pickin,“ segir hann enn fremur. Auka líkur á valrétti sem annars er tapaður Þáttaastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson hefur einnig sterkar skoðanir á málinu. „Ekki bara ættu Bulls að bara að draga saman seglin, annað er eiginlega fáránlegt. Því að núna er liðið með sjöunda versta recordið í NBA, eitthvað svoleiðis,“ segir Kjartan sem útskýrir afstöðu sína út frá stöðu liðsins. Bulls og Orlando Magic gerðu með sér leikmannaskipti. Vucevic fór til Bulls, Wendell Carter Jr. til Magic og tveir valréttir. Þessir valréttur í ár sem fór til Orlando Magic er það sem er kallað top four protected,“ segir Kjartan. Klippa: Lögmál leiksins: Á Bulls að hreinsa út? Þetta þýðir að ef Bulls fær einn af fjóru fyrstu valréttunum í nýliðavalinu næsta vor þá heldur félagið þeim rétti, á kostnað Magic. Orlando-liðið heldur honum ef hann er fimmti eða neðar. Kjartan útskýrir enn fremur að því neðar sem Bulls endar í deildinni, þeim mun líklegri eru þeir til að vera á meðal þeirra fyrstu í valinu. Þeir hagnist því raunverulega á því að enda eins neðarlega og hægt er, til að auka líkur á því að fá góðan valrétt, sem annars nýtist Orlando Magic. „Það meikar ekkert annað sens. Því það er ekkert að fara að gerast í ár, það er ekkert að fara að gerast á næsta ári. Eina leiðin út úr þessum öldudal er að hreinsa út,“ Þeir eru í fínni stöðu til að tanka,“ segir Hörður Unnsteinsson. Þeir félagar veltu svo vöngum um það hvaða leikmenn ættu að yfirgefa liðið og hverjum ætti að halda í þessu samhengi. Fleiri þættir voru svo til umræðu í Nei eða já, sem eru eftirfarandi: Bulls ætti að draga saman seglin. Dallas ætti að reka Jason Kidd Jokic getur unnið MVP þriðja árið í röð Cavs ná Boston í deildarkeppninni Umræðu um þess fjóra punkta, þar á meðal veigamikla umræðu um Bulls-liðið, má sjá í spilaranum að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Sjá meira
Í liðnum Nei eða já var því velt upp hvort Bulls-liðið ætti að draga saman seglin í rekstri sínum, losa leikmenn á háum launum og hefja uppbyggingarfasa. Enda hefur liðið að litlu að keppa í ár. „Já. Peningarnir þeirra eru svo illa nýttir, stóru samningarnir: Zach LaVine, [Nikola] Vucevic þeir eru á alltof háum launum miðað við gæði,“ segir Bulls-stuðningsmaðurinn Tómas Steindórsson. „Það á bara að splundra þessu og taka pickin,“ segir hann enn fremur. Auka líkur á valrétti sem annars er tapaður Þáttaastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson hefur einnig sterkar skoðanir á málinu. „Ekki bara ættu Bulls að bara að draga saman seglin, annað er eiginlega fáránlegt. Því að núna er liðið með sjöunda versta recordið í NBA, eitthvað svoleiðis,“ segir Kjartan sem útskýrir afstöðu sína út frá stöðu liðsins. Bulls og Orlando Magic gerðu með sér leikmannaskipti. Vucevic fór til Bulls, Wendell Carter Jr. til Magic og tveir valréttir. Þessir valréttur í ár sem fór til Orlando Magic er það sem er kallað top four protected,“ segir Kjartan. Klippa: Lögmál leiksins: Á Bulls að hreinsa út? Þetta þýðir að ef Bulls fær einn af fjóru fyrstu valréttunum í nýliðavalinu næsta vor þá heldur félagið þeim rétti, á kostnað Magic. Orlando-liðið heldur honum ef hann er fimmti eða neðar. Kjartan útskýrir enn fremur að því neðar sem Bulls endar í deildinni, þeim mun líklegri eru þeir til að vera á meðal þeirra fyrstu í valinu. Þeir hagnist því raunverulega á því að enda eins neðarlega og hægt er, til að auka líkur á því að fá góðan valrétt, sem annars nýtist Orlando Magic. „Það meikar ekkert annað sens. Því það er ekkert að fara að gerast í ár, það er ekkert að fara að gerast á næsta ári. Eina leiðin út úr þessum öldudal er að hreinsa út,“ Þeir eru í fínni stöðu til að tanka,“ segir Hörður Unnsteinsson. Þeir félagar veltu svo vöngum um það hvaða leikmenn ættu að yfirgefa liðið og hverjum ætti að halda í þessu samhengi. Fleiri þættir voru svo til umræðu í Nei eða já, sem eru eftirfarandi: Bulls ætti að draga saman seglin. Dallas ætti að reka Jason Kidd Jokic getur unnið MVP þriðja árið í röð Cavs ná Boston í deildarkeppninni Umræðu um þess fjóra punkta, þar á meðal veigamikla umræðu um Bulls-liðið, má sjá í spilaranum að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Sjá meira