„Geggjað að vera í liði sem ætlar að vinna alla leiki og það er ekkert annað í boði“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. desember 2022 06:01 Bjarki Már Elísson er að gera gott mót í Ungverjalandi. Veszprem Það er áþreifanleg pressa að spila fyrir Veszprém sem vill alltaf vinna alla titla segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson. Hann er nú á sínu fyrsta tímabili í Ungverjalandi. Það er áþreifanleg pressa að spila fyrir Veszprém sem vill alltaf vinna alla titla segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson. Hann er nú á sínu fyrsta tímabili í Ungverjalandi. „Hún er mjög áþreifanleg, pressan. Það verður ekki annað sagt. Þetta hefur verið geðveikt, hefur lengi dreymt um að spila í Meistaradeildinni og ég vissi alveg að ég gæti það. Maður hefur spilað við mörg af þessum liðum sem eru í Meistaradeild Evrópu, ekkert glænýtt fyrir mér,“ sagði Bjarki Már í ítarlegu viðtali við Stöð 2 og Vísi. Bjarki Már og Ómar Ingi Magnússon. Sá síðarnefndi er af mörgum talinn með betri leikmönnum heims um þessar mundir.HSÍ „Maður hefur spilað við flesta af bestu leikmönnum heims áður með landsliðinu sem og í Evrópu með Berlín og Lemgo. Geggjað að vera í liði sem ætlar að vinna alla leiki og það er ekkert annað í boði. Það er erfitt oft andlega en bara gaman og skemmtilegt, ég nýt þess bara.“ Bjarki Már er í fyrsta sinn í langan tíma heima um jólin þar sem hann lék lengi vel í Þýskalandi en þar er spilað yfir hátíðarnar. „Það eru forréttindi en samt pínu skellur að vera útrétta allan daginn. Ég var laus við þetta stress úti en nú er ég kominn beint í það. Maður nýtur þess að vera heima, heima er best.“ Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig að komast alla leið heim þar sem veðrið setti strik í reikninginn. „Þetta var ekkert sérstakt ferðalag. Maður hefur oft lent á Íslandi í verra veðri svo maður bjóst ekki við neinum slæmum fréttum en svo kveikir maður á símanum og sér að allir vegir eru lokaðir sem og öll hótel fullbókuð í Keflavík.“ „Við enduðum á að rúnta um Keflavík í 5-6 tíma og skoða það ágæta bæjarfélag. Endum svo í hjálparmiðstöð Rauða Krossins, sem var frábær aðstaða. Pantaðar pizzur, það var WiFi og stelpan mín gat leikið sér en sem betur við komumst við heim um kvöldið,“ sagði Bjarki Már Elísson að endingu að þessu sinni. Handbolti Ungverski handboltinn HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Það er áþreifanleg pressa að spila fyrir Veszprém sem vill alltaf vinna alla titla segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson. Hann er nú á sínu fyrsta tímabili í Ungverjalandi. „Hún er mjög áþreifanleg, pressan. Það verður ekki annað sagt. Þetta hefur verið geðveikt, hefur lengi dreymt um að spila í Meistaradeildinni og ég vissi alveg að ég gæti það. Maður hefur spilað við mörg af þessum liðum sem eru í Meistaradeild Evrópu, ekkert glænýtt fyrir mér,“ sagði Bjarki Már í ítarlegu viðtali við Stöð 2 og Vísi. Bjarki Már og Ómar Ingi Magnússon. Sá síðarnefndi er af mörgum talinn með betri leikmönnum heims um þessar mundir.HSÍ „Maður hefur spilað við flesta af bestu leikmönnum heims áður með landsliðinu sem og í Evrópu með Berlín og Lemgo. Geggjað að vera í liði sem ætlar að vinna alla leiki og það er ekkert annað í boði. Það er erfitt oft andlega en bara gaman og skemmtilegt, ég nýt þess bara.“ Bjarki Már er í fyrsta sinn í langan tíma heima um jólin þar sem hann lék lengi vel í Þýskalandi en þar er spilað yfir hátíðarnar. „Það eru forréttindi en samt pínu skellur að vera útrétta allan daginn. Ég var laus við þetta stress úti en nú er ég kominn beint í það. Maður nýtur þess að vera heima, heima er best.“ Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig að komast alla leið heim þar sem veðrið setti strik í reikninginn. „Þetta var ekkert sérstakt ferðalag. Maður hefur oft lent á Íslandi í verra veðri svo maður bjóst ekki við neinum slæmum fréttum en svo kveikir maður á símanum og sér að allir vegir eru lokaðir sem og öll hótel fullbókuð í Keflavík.“ „Við enduðum á að rúnta um Keflavík í 5-6 tíma og skoða það ágæta bæjarfélag. Endum svo í hjálparmiðstöð Rauða Krossins, sem var frábær aðstaða. Pantaðar pizzur, það var WiFi og stelpan mín gat leikið sér en sem betur við komumst við heim um kvöldið,“ sagði Bjarki Már Elísson að endingu að þessu sinni.
Handbolti Ungverski handboltinn HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira