Ætlaði að skila tæpu tonni kókaíns til glæpagengis Valur Páll Eiríksson skrifar 22. desember 2022 14:00 Orlando Rollo ásamt Robinho þegar sá síðarnefndi samdi við Santos árið 2020. Hann yfirgaf félagið skömmu síðar vegna viðbragða stuðningsmanna og styrktaraðila við kaupunum. Twitter Orlando Rollo, fyrrum forseti brasilíska stórliðsins Santos, sem jafnframt vann fyrir lögregluna, er sakaður um að hafa tekið við greiðslu frá stærstu glæpasamtökum Brasilíu með það fyrir augum að skila þeim gríðarlegu magni kókaíns úr vörslu lögreglu. Rollo var handtekinn í síðasta mánuði og hafa brasilískir fjölmiðlar komist yfir sönnunargögn gegn honum, þar á meðal símaskilaboð, myndbands- og hljóðupptökur sem sýna samskipti hans við fulltrúa PCC-glæpasamtakanna - sem eru á meðal þeirra stærstu í Brasilíu. Þau samskipti sýni að hann hafi tekið við greiðslu fyrir tilætlun sína um að skila 800 kílóum af kókaíni til glæpasamtakanna úr vörslu lögreglu. Samskipti og fundir Rollo voru með lögmanninum João Armôa Neto, sem er lögmaður Vinycius Soares da Costa. Vinycius er hægri hönd André do Rap í PCC. André do Rap er á meðal þeirra hæst settu í PCC, sem eru talin vera á meðal stærstu eiturlyfjasmyglara heims. Do Rap hefur síðustu tvö ár forðast handtöku brasilísku lögreglunnar og Interpol. Kaupin á Robinho vanhugsuð Forsetatíð Rollo hjá Santos varði skammt, aðeins nokkra mánuði árið 2020, en var þrátt fyrir það ekki áfallalaus. Hann samdi við brasilísku stjörnuna Robinho, sem hóf feril sinn hjá Santos áður en hann lék með Real Madrid, Manchester City og AC Milan á meðal annarra liða. Stuðningsfólk liðsins brást ókvæða við og fjölmargir styrktaraðilar Santos drógu stuðning sinn til baka vegna kaupanna á Robinho. Hann hafði verið dæmdur í níu ára fangelsi á Ítalíu fyrir nauðgun. Hætt var við samninginn og hætti hann í kjölfarið fótboltaiðkun. Líkt og eiturlyfjabaróninn André do Rap, er Robinho á flótta frá lögregluyfirvöldum en dómsmálaráðuneyti Ítalíu gaf út alþjóðlega handtökuskipun gagnvart Robinho í febrúar á þessu ári eftir að hann tapaði áfrýjun fyrir hæstarétti landsins. Brasilía Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Rollo var handtekinn í síðasta mánuði og hafa brasilískir fjölmiðlar komist yfir sönnunargögn gegn honum, þar á meðal símaskilaboð, myndbands- og hljóðupptökur sem sýna samskipti hans við fulltrúa PCC-glæpasamtakanna - sem eru á meðal þeirra stærstu í Brasilíu. Þau samskipti sýni að hann hafi tekið við greiðslu fyrir tilætlun sína um að skila 800 kílóum af kókaíni til glæpasamtakanna úr vörslu lögreglu. Samskipti og fundir Rollo voru með lögmanninum João Armôa Neto, sem er lögmaður Vinycius Soares da Costa. Vinycius er hægri hönd André do Rap í PCC. André do Rap er á meðal þeirra hæst settu í PCC, sem eru talin vera á meðal stærstu eiturlyfjasmyglara heims. Do Rap hefur síðustu tvö ár forðast handtöku brasilísku lögreglunnar og Interpol. Kaupin á Robinho vanhugsuð Forsetatíð Rollo hjá Santos varði skammt, aðeins nokkra mánuði árið 2020, en var þrátt fyrir það ekki áfallalaus. Hann samdi við brasilísku stjörnuna Robinho, sem hóf feril sinn hjá Santos áður en hann lék með Real Madrid, Manchester City og AC Milan á meðal annarra liða. Stuðningsfólk liðsins brást ókvæða við og fjölmargir styrktaraðilar Santos drógu stuðning sinn til baka vegna kaupanna á Robinho. Hann hafði verið dæmdur í níu ára fangelsi á Ítalíu fyrir nauðgun. Hætt var við samninginn og hætti hann í kjölfarið fótboltaiðkun. Líkt og eiturlyfjabaróninn André do Rap, er Robinho á flótta frá lögregluyfirvöldum en dómsmálaráðuneyti Ítalíu gaf út alþjóðlega handtökuskipun gagnvart Robinho í febrúar á þessu ári eftir að hann tapaði áfrýjun fyrir hæstarétti landsins.
Brasilía Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira