Afturvirkni samninga gæti verið í hættu dragist þeir á langinn Heimir Már Pétursson skrifar 22. desember 2022 19:21 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og fjölmenn samninganefnd félagsins mættu með nýtt og breytt tilboð til SA hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót. Formaður Eflingar segir furðulegt ef refsa eigi eflingarfólki fyrir öfluga kjarabaráttu. Efling mætti með breytt tilboð frá kröfum sem lagðar voru fram í síðustu viku til Samtaka atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Launahækkanir verði á bilinu 57.500 til 65.558 krónur að meðtalinni 15.000 króna framfærsluuppbót. Grafík/Hjalti Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið hafa fallist á að hagvaxtarauki sem koma átti til greiðslu í vor samkvæmt nýútrunnum samningum falli niður en verði bættur upp með öðrum launaliðshækkunum. Formaður Eflingar segir að nú verði samninganefnd félagsins að leggjast yfir málin eftir að SA hafnaði nýju tilboði félagsins í morgun.Vísir/Vilhelm „Samtök atvinnulífsins féllust ekki á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Þannig að það var bara niðurstaða fundarins,“ sagði Sólveig Anna að loknum fundi. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA mætti hálfstiginn upp úr flensu til fundarins og minnti á að nú lægju fyrir samþykktir kjarasamningar við um 80 þúsund manns í landinu. Kröfur Eflingar vikju í öllum meginatriðum frá þeim línum sem þar hefðu verið lagðar. Halldór Benjamín Þorbergsson hefur legið í flensu undanfarna daga en lét sig hafa það að mæta til fundar við samninganefnd Eflingar í morgun.Vísir/Vilhelm „Frá þeirri línu geta Samtök atvinnulífsins ekki hvikað. Vegna þess að þá værum við að bregðast trúnaði fólksins í landinu. Á þeim grunni lýsti ég því yfir með mjög afdráttarlausum hætti að það tilboð sem lagt var fram gæti aldrei orðið grundvöllur að kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins,“ segir Halldór Benjamín. Formaður Eflingar segir tilboð félagsins þýða að mest yrði launahækkun upp á 66 tæplega þúsund krónur. „Þeir samningar sem náðst hafa og nú hafa verið samþykktir hjá iðnaðarmönnum og verslunarmönnum þar er einmitt hæsta hækkunin 66 þúsund. Þannig að við erum þarna að vinna með þær nálganir sem niðurstaða hefur náðst um á vinnumarkaði,“ segir Sólveig Anna. Nú þurfi samninganefnd Eflingar að setjast yfir málin og meta næstu skref. Ríkissáttasemjari og aðstoðarsáttasemjari fyrir miðju ásamt samninganefnd SA (tv) og framlínu samninganefndar Eflingar.Vísir/Vilhelm „Það er alveg sjálfsagt að sýna sveigjanleika og útsjónarsemi til að koma sérstaklega til móts við einstaka viðsemjendur. En við getum aldrei hvikað frá þessu kostnaðarmati. Á þeim grunni kaus ríkissáttasemjari að boða til nýs fundar milli jóla og nýárs, að morgni 27. desember, og ég kýs að túlka þau orð með þeim hætti að Efling hafi fallist á viðræður á þeim grundvelli sem ég tel að sé risastórt skref í rétta átt,“ segir framkvæmdastjóri SA. Þá verða aðeins fimm dagar til áramóta. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Eflingar og SA aftur til fundar á þriðjudagsmorgun, fimm dögum fyrir áramót.Vísir/Vilhelm „Með því að semja fyrir áramót hef ég sagt að við getum tryggt afturvirkni kjarasamningsins til 1. nóvember. En því lengur sem kjaraviðræður tefjast, því erfiðara verður að tryggja slíka afturvirkni,“ segir Halldór Benjamín. Formaður Eflingar óttast ekki að félagar hennar tapi afturvirkni samninga til 1. nóvember. „Nei, ég hræðist það ekki. Enda væri það náttúrlega fráleitt að fara að refsa sérstaklega verka- og láglaunafólki höfuðborgarsvæðisins sem knýr hér áfram hjól hagvaxtarins, sem heldur öllu gangandi, fyrir það að standa í öflugri kjarabaráttu,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59 Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49 Sólveig Anna segir Eflingu hafa komið til móts við SA en vill meiri hækkanir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að félagið hafi komið til móts við Samtök atvinnulífsins með nýju samningstilboði sem kynnt var í gær. Hún segir þó alveg ljóst að verka- og láglaunafólk á höfuðborgarsvæðinu þurfi meiri hækkanir en samið hafi verið um í samningum við Starfsgreinasambandið. 22. desember 2022 09:58 86 prósent sögðu já við nýjum kjarasamningi SGS við SA Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna hjá sautján af nítján félögum Starfsgreinasambandsins sögðu já við nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Í fimmtán af sautján félögum var samningurinn samþykktur með yfir áttatíu prósent atkvæða. Þáttaka var lítil í kosningunum en aðeins sautján prósent félagsmanna tóku afstöðu til samningsins. 19. desember 2022 13:51 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Efling mætti með breytt tilboð frá kröfum sem lagðar voru fram í síðustu viku til Samtaka atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Launahækkanir verði á bilinu 57.500 til 65.558 krónur að meðtalinni 15.000 króna framfærsluuppbót. Grafík/Hjalti Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið hafa fallist á að hagvaxtarauki sem koma átti til greiðslu í vor samkvæmt nýútrunnum samningum falli niður en verði bættur upp með öðrum launaliðshækkunum. Formaður Eflingar segir að nú verði samninganefnd félagsins að leggjast yfir málin eftir að SA hafnaði nýju tilboði félagsins í morgun.Vísir/Vilhelm „Samtök atvinnulífsins féllust ekki á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Þannig að það var bara niðurstaða fundarins,“ sagði Sólveig Anna að loknum fundi. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA mætti hálfstiginn upp úr flensu til fundarins og minnti á að nú lægju fyrir samþykktir kjarasamningar við um 80 þúsund manns í landinu. Kröfur Eflingar vikju í öllum meginatriðum frá þeim línum sem þar hefðu verið lagðar. Halldór Benjamín Þorbergsson hefur legið í flensu undanfarna daga en lét sig hafa það að mæta til fundar við samninganefnd Eflingar í morgun.Vísir/Vilhelm „Frá þeirri línu geta Samtök atvinnulífsins ekki hvikað. Vegna þess að þá værum við að bregðast trúnaði fólksins í landinu. Á þeim grunni lýsti ég því yfir með mjög afdráttarlausum hætti að það tilboð sem lagt var fram gæti aldrei orðið grundvöllur að kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins,“ segir Halldór Benjamín. Formaður Eflingar segir tilboð félagsins þýða að mest yrði launahækkun upp á 66 tæplega þúsund krónur. „Þeir samningar sem náðst hafa og nú hafa verið samþykktir hjá iðnaðarmönnum og verslunarmönnum þar er einmitt hæsta hækkunin 66 þúsund. Þannig að við erum þarna að vinna með þær nálganir sem niðurstaða hefur náðst um á vinnumarkaði,“ segir Sólveig Anna. Nú þurfi samninganefnd Eflingar að setjast yfir málin og meta næstu skref. Ríkissáttasemjari og aðstoðarsáttasemjari fyrir miðju ásamt samninganefnd SA (tv) og framlínu samninganefndar Eflingar.Vísir/Vilhelm „Það er alveg sjálfsagt að sýna sveigjanleika og útsjónarsemi til að koma sérstaklega til móts við einstaka viðsemjendur. En við getum aldrei hvikað frá þessu kostnaðarmati. Á þeim grunni kaus ríkissáttasemjari að boða til nýs fundar milli jóla og nýárs, að morgni 27. desember, og ég kýs að túlka þau orð með þeim hætti að Efling hafi fallist á viðræður á þeim grundvelli sem ég tel að sé risastórt skref í rétta átt,“ segir framkvæmdastjóri SA. Þá verða aðeins fimm dagar til áramóta. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Eflingar og SA aftur til fundar á þriðjudagsmorgun, fimm dögum fyrir áramót.Vísir/Vilhelm „Með því að semja fyrir áramót hef ég sagt að við getum tryggt afturvirkni kjarasamningsins til 1. nóvember. En því lengur sem kjaraviðræður tefjast, því erfiðara verður að tryggja slíka afturvirkni,“ segir Halldór Benjamín. Formaður Eflingar óttast ekki að félagar hennar tapi afturvirkni samninga til 1. nóvember. „Nei, ég hræðist það ekki. Enda væri það náttúrlega fráleitt að fara að refsa sérstaklega verka- og láglaunafólki höfuðborgarsvæðisins sem knýr hér áfram hjól hagvaxtarins, sem heldur öllu gangandi, fyrir það að standa í öflugri kjarabaráttu,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59 Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49 Sólveig Anna segir Eflingu hafa komið til móts við SA en vill meiri hækkanir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að félagið hafi komið til móts við Samtök atvinnulífsins með nýju samningstilboði sem kynnt var í gær. Hún segir þó alveg ljóst að verka- og láglaunafólk á höfuðborgarsvæðinu þurfi meiri hækkanir en samið hafi verið um í samningum við Starfsgreinasambandið. 22. desember 2022 09:58 86 prósent sögðu já við nýjum kjarasamningi SGS við SA Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna hjá sautján af nítján félögum Starfsgreinasambandsins sögðu já við nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Í fimmtán af sautján félögum var samningurinn samþykktur með yfir áttatíu prósent atkvæða. Þáttaka var lítil í kosningunum en aðeins sautján prósent félagsmanna tóku afstöðu til samningsins. 19. desember 2022 13:51 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
„Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59
Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49
Sólveig Anna segir Eflingu hafa komið til móts við SA en vill meiri hækkanir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að félagið hafi komið til móts við Samtök atvinnulífsins með nýju samningstilboði sem kynnt var í gær. Hún segir þó alveg ljóst að verka- og láglaunafólk á höfuðborgarsvæðinu þurfi meiri hækkanir en samið hafi verið um í samningum við Starfsgreinasambandið. 22. desember 2022 09:58
86 prósent sögðu já við nýjum kjarasamningi SGS við SA Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna hjá sautján af nítján félögum Starfsgreinasambandsins sögðu já við nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Í fimmtán af sautján félögum var samningurinn samþykktur með yfir áttatíu prósent atkvæða. Þáttaka var lítil í kosningunum en aðeins sautján prósent félagsmanna tóku afstöðu til samningsins. 19. desember 2022 13:51