Algjört met í miðasölu fyrir HM í handbolta og síminn stoppar ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2022 09:30 Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson eru í aðalhlutverki hjá íslenska landsliðinu og það gætu farið margar treyjur númer fjögur og átta. Vísir/Hulda Margrét Handknattleiksamband Íslands hefur aldrei kynnst annarri eins sölu, annars vegar á miðum á leiki á heimsmeistaramótið í janúar og hins vegar á nýja landsliðsbúningnum. Gaupi ræddi við framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands. Handboltaæði hefur heltekið landann í aðdraganda heimsmeistaramótsins í handbolta og muna menn ekki aðra eins stemmingu fyrir stórmót í handbolta. HSÍ búið að selja fjögur þúsund miða á leiki Íslands í Svíþjóð sem er met. „Við höfum aldrei kynnst öðru eins, eins og staðan er núna,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands. Hafa ekki séð aðrar eins tölur „Miðasalan er búin að vera gjörsamlega frábær. Við áttum fund með mótshöldurum í morgun og þeir höfðu aldrei séð aðrar eins tölur frá þjóð utan Skandinavíu. Þetta er búið að vera frábært,“ sagði Róbert Geir. „Við erum búnir að selja yfir fjögur þúsund miða allt í allt og erum því að búast við því að á leikjunum verði að meðaltali þúsund manns. Það er aðeins minna á fyrsta leik í milliriðli en að öðru leyti er þetta frábært,“ sagði Róbert. „Það eru síðan þrjár vélar frá Icelandair á leiðinni fyrir milliriðilinn og þetta er stórkostlegt,“ sagði Róbert. Reiknar þjóðin með verðlaunum? „Þetta segir mér það að þjóðin reiknar með verðlaunum,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Klippa: Handboltaæði á Íslandi með metsölu á HM-miðum og landsliðsbúningum „Þau reikna alla vega með því að okkur gangi vel. Við erum með frábært lið en það er ekkert hólpið að við komust í milliriðil enn þá. Við erum í gríðarlega erfiðum riðli með Ungverjalandi og Portúgal. Þeir tveir leikir í byrjun setja svolítið upp hvernig mótið muni ganga hjá okkur,“ sagði Róbert. „Við erum með frábært lið, við eigum von á frábæru móti og vonandi gengur okkur vel. Það er of snemmt að vera fara að tala um verðlaun alveg strax,“ sagði Róbert. Kaupa nýja landsliðsbúninginn í jólapakkann Nýju landsliðsbúningurinn selst líka vel eins og miðarnir á heimsmeistaramótið. „Við höfum aldrei séð aðra eins sölu eins og núna fyrir jólin. Það er búin að vera algjör metsala og fólk streymir hér að til að kaupa hann í jólapakkann. Svo verðum við líka með sölu á meðan mótinu stendur úti. Við eigum því von á því að stúkan verði blá í Svíþjóð,“ sagði Róbert. Íslenski hópurinn mun koma saman 2. janúar og hefur æfingar. Liðið fer síðan til Þýskalands 6. janúar og mætir lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í tveimur vináttulandsleikjum, 7. og 8. janúar. Liðið færir sig síðan yfir til Svíþjóðar 10. janúar en fyrsti leikurinn er við Portúgal 12. janúar. Topp átta gefur sæti í forkeppni ÓL 2024 Margir líta á sem svo að lágmarksárangur íslenska liðsins sé að ná sæti í forkeppni fyrir Ólympíuleikana í París 2024. „Það er topp átta sem fólk er að horfa í þar. Við höfum væntingar til liðsins, það er ekki spurning. En eins og ég sagði áðan þá þurfum við að byrja á byrjuninni. Við þurfum að byrja á þessum tveimur erfiðu leikjum sem við eigum við Portúgal og Ungverjaland í byrjun. Þeir leikir slá tóninn fyrir mótið. Sigur í þeim tveimur þá eru okkur allir vegir færir en við þurfum alltaf að byrja á byrjuninni. Okkur langar öllum í forkeppnina fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Róbert en hefur hann séð áður eins mikinn áhuga á landsliðinu í handbolta. Síminn stoppar ekki „Nei ekki síðan ég byrjaði að vinna hérna fyrir nítján árum. Þetta er búið að vera algjört met í miðasölu fyrir mótið og síminn stoppar ekki. Treyjusalan fer ævintýralega vel af stað. Við vonum bara að það verði framhald á þessu,“ sagði Róbert. Hér fyrir ofan má sjá viðtalið við Róbert sem og þegar stuðningsmaður landsliðsins í handbolta númer eitt, Dagur Steinn Elfu Ómarsson, fékk fyrstu landsliðs treyjuna afhenta frá formanni HSÍ, Guðmundi B. Ólafssyni. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Handboltaæði hefur heltekið landann í aðdraganda heimsmeistaramótsins í handbolta og muna menn ekki aðra eins stemmingu fyrir stórmót í handbolta. HSÍ búið að selja fjögur þúsund miða á leiki Íslands í Svíþjóð sem er met. „Við höfum aldrei kynnst öðru eins, eins og staðan er núna,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands. Hafa ekki séð aðrar eins tölur „Miðasalan er búin að vera gjörsamlega frábær. Við áttum fund með mótshöldurum í morgun og þeir höfðu aldrei séð aðrar eins tölur frá þjóð utan Skandinavíu. Þetta er búið að vera frábært,“ sagði Róbert Geir. „Við erum búnir að selja yfir fjögur þúsund miða allt í allt og erum því að búast við því að á leikjunum verði að meðaltali þúsund manns. Það er aðeins minna á fyrsta leik í milliriðli en að öðru leyti er þetta frábært,“ sagði Róbert. „Það eru síðan þrjár vélar frá Icelandair á leiðinni fyrir milliriðilinn og þetta er stórkostlegt,“ sagði Róbert. Reiknar þjóðin með verðlaunum? „Þetta segir mér það að þjóðin reiknar með verðlaunum,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Klippa: Handboltaæði á Íslandi með metsölu á HM-miðum og landsliðsbúningum „Þau reikna alla vega með því að okkur gangi vel. Við erum með frábært lið en það er ekkert hólpið að við komust í milliriðil enn þá. Við erum í gríðarlega erfiðum riðli með Ungverjalandi og Portúgal. Þeir tveir leikir í byrjun setja svolítið upp hvernig mótið muni ganga hjá okkur,“ sagði Róbert. „Við erum með frábært lið, við eigum von á frábæru móti og vonandi gengur okkur vel. Það er of snemmt að vera fara að tala um verðlaun alveg strax,“ sagði Róbert. Kaupa nýja landsliðsbúninginn í jólapakkann Nýju landsliðsbúningurinn selst líka vel eins og miðarnir á heimsmeistaramótið. „Við höfum aldrei séð aðra eins sölu eins og núna fyrir jólin. Það er búin að vera algjör metsala og fólk streymir hér að til að kaupa hann í jólapakkann. Svo verðum við líka með sölu á meðan mótinu stendur úti. Við eigum því von á því að stúkan verði blá í Svíþjóð,“ sagði Róbert. Íslenski hópurinn mun koma saman 2. janúar og hefur æfingar. Liðið fer síðan til Þýskalands 6. janúar og mætir lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í tveimur vináttulandsleikjum, 7. og 8. janúar. Liðið færir sig síðan yfir til Svíþjóðar 10. janúar en fyrsti leikurinn er við Portúgal 12. janúar. Topp átta gefur sæti í forkeppni ÓL 2024 Margir líta á sem svo að lágmarksárangur íslenska liðsins sé að ná sæti í forkeppni fyrir Ólympíuleikana í París 2024. „Það er topp átta sem fólk er að horfa í þar. Við höfum væntingar til liðsins, það er ekki spurning. En eins og ég sagði áðan þá þurfum við að byrja á byrjuninni. Við þurfum að byrja á þessum tveimur erfiðu leikjum sem við eigum við Portúgal og Ungverjaland í byrjun. Þeir leikir slá tóninn fyrir mótið. Sigur í þeim tveimur þá eru okkur allir vegir færir en við þurfum alltaf að byrja á byrjuninni. Okkur langar öllum í forkeppnina fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Róbert en hefur hann séð áður eins mikinn áhuga á landsliðinu í handbolta. Síminn stoppar ekki „Nei ekki síðan ég byrjaði að vinna hérna fyrir nítján árum. Þetta er búið að vera algjört met í miðasölu fyrir mótið og síminn stoppar ekki. Treyjusalan fer ævintýralega vel af stað. Við vonum bara að það verði framhald á þessu,“ sagði Róbert. Hér fyrir ofan má sjá viðtalið við Róbert sem og þegar stuðningsmaður landsliðsins í handbolta númer eitt, Dagur Steinn Elfu Ómarsson, fékk fyrstu landsliðs treyjuna afhenta frá formanni HSÍ, Guðmundi B. Ólafssyni.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða