Fara stefnur fyrirtækja sömu leið og áramótaheitin? Hildur Magnúsdóttir og Sigvaldi Egill Lárusson skrifa 28. desember 2022 07:01 Nú líður að þeim tíma þar sem margir setja sér áramótaheit sem endurspegla háleit markmið fyrir komandi ár. Hugsanlega eru í leiðinni rifjuð upp markmið síðasta árs ef þau eru ekki alveg gleymd og þá gjarnan endurnýjuð. Það má segja að áramótaheitum svipi að mörgu leiti til stefnu fyrirtækja. Flest ef ekki öll fyrirtæki setja sér stefnu og tjalda gjarnan talsverðu til með stefnumótunardegi og þátttöku stjórnenda ef ekki allra starfsmanna. Rannsóknir benda þó til þess að stefnur endi oft eins og ármótaheitin; fyrnist fljótt í hita og þunga dagsins. Hvort sem um er að ræða áramótaheit eða stefnur fyrirtækja, þá er ásetningurinn góður. Allir sem setja sér áramótaheit vilja bæta eitthvað hjá sér, fleiri stundir með fjölskyldu og vinum, meiri hreyfing eða breytt mataræði eru vinsæl heit. Á sama hátt er tilgangurinn með stefnum fyrirtækja, , hvort sem um er að ræða heildarstefnu fyrirtækis, sjálfbærnistefnu eða mannauðsstefnu, að bæta núverandi stöðu. Það getur sannarlega verið svekkjandi að horfa til baka á uppsöfnuð óefnd áramótaheit. Að sama skapi getur það verið svekkjandi fyrir starfsmenn fyrirtækja að taka eingöngu þátt í stefnumótuninni og fá svo ekki tækifæri til að koma að innleiðingu stefnunnar og upplifa að athafnir og efndir fylgi ekki orðum. Hvort sem það er áramótaheit eða stefnur fyrirtækja er mikilvægt að koma þeim í framkvæmd. Áramótaheit um aukna hreyfingu er jú bara áramótaheit og til lítils gagns ef við komum því ekki í framkvæmd og fylgjum eftir með því að auka hreyfingu í verki. Það sama á við um stefnurnar. Við vitum öll, að það að setja sér loftlagsstefnu minnkar ekki útblástur gróðurhúsalofttegunda eitt og sér, það þarf að framkvæma og fylgja stefnunni eftir með aðgerðum sem draga úr útblæstri og stuðla þannig að því að við náum markmiðum stefnunnar. Á tímum óvissu og þar sem breytingar verða sífellt hraðari, eins og nú, er markviss innleiðing stefnu jafnvel mikilvægari en stefnumótunin sjálf. Vel heppnuð innleiðing stefnu hefur jákvæð áhrif á menningu fyrirtækja þar sem starfmenn vinna saman að sameiginlegu markmiði með mælanlegan og sýnilegan árangur. Við getum ákveðið að á árinu 2023 ætlum við að fylgja stefnunni betur eftir, vinna með markvissum hætti að því að innleiða hana með aðgerðum sem styðja við ferlið og setja niður mælikvarða sem æskilegt er að fylgjast með. En af hverju ekki að byrja strax? Tólf mánuðir eru fljótir að líða og í stað þess að bíða til seinni hluta ársins 2023 með að innleiða stefnuna, afhverju ekki að nýta fyrstu mánuði ársins til að koma okkur af stað og reyna að tryggja að okkar fyrirtæki verði ekki eitt af þeim fyrirtækjum sem stinga stefnunni ofan í skúffu án þess að koma henni í framkvæmd. Flest öll erum við með dagskipulag og skráningu yfir fundi í dagatalinu í tölvupóstinum í stað þess að skrifa þau niður á pappír, margir eru með app til að halda utan um hreyfingu, jafnvel mataræði og við notum margvíslegan hugbúnað til að hjálpa okkur við að ná markmiðum okkar. En hvað þá með stefnuna? Hvað notum við til að halda okkur við efnið, fylgja eftir og innleiða þá stefnu sem við höfum sett okkur? Hvernig ætlar þitt fyrirtæki að fylgja eftir stefnunni á nýju ári? Höfundar eru starfsmenn DecideAct Solutions. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Nú líður að þeim tíma þar sem margir setja sér áramótaheit sem endurspegla háleit markmið fyrir komandi ár. Hugsanlega eru í leiðinni rifjuð upp markmið síðasta árs ef þau eru ekki alveg gleymd og þá gjarnan endurnýjuð. Það má segja að áramótaheitum svipi að mörgu leiti til stefnu fyrirtækja. Flest ef ekki öll fyrirtæki setja sér stefnu og tjalda gjarnan talsverðu til með stefnumótunardegi og þátttöku stjórnenda ef ekki allra starfsmanna. Rannsóknir benda þó til þess að stefnur endi oft eins og ármótaheitin; fyrnist fljótt í hita og þunga dagsins. Hvort sem um er að ræða áramótaheit eða stefnur fyrirtækja, þá er ásetningurinn góður. Allir sem setja sér áramótaheit vilja bæta eitthvað hjá sér, fleiri stundir með fjölskyldu og vinum, meiri hreyfing eða breytt mataræði eru vinsæl heit. Á sama hátt er tilgangurinn með stefnum fyrirtækja, , hvort sem um er að ræða heildarstefnu fyrirtækis, sjálfbærnistefnu eða mannauðsstefnu, að bæta núverandi stöðu. Það getur sannarlega verið svekkjandi að horfa til baka á uppsöfnuð óefnd áramótaheit. Að sama skapi getur það verið svekkjandi fyrir starfsmenn fyrirtækja að taka eingöngu þátt í stefnumótuninni og fá svo ekki tækifæri til að koma að innleiðingu stefnunnar og upplifa að athafnir og efndir fylgi ekki orðum. Hvort sem það er áramótaheit eða stefnur fyrirtækja er mikilvægt að koma þeim í framkvæmd. Áramótaheit um aukna hreyfingu er jú bara áramótaheit og til lítils gagns ef við komum því ekki í framkvæmd og fylgjum eftir með því að auka hreyfingu í verki. Það sama á við um stefnurnar. Við vitum öll, að það að setja sér loftlagsstefnu minnkar ekki útblástur gróðurhúsalofttegunda eitt og sér, það þarf að framkvæma og fylgja stefnunni eftir með aðgerðum sem draga úr útblæstri og stuðla þannig að því að við náum markmiðum stefnunnar. Á tímum óvissu og þar sem breytingar verða sífellt hraðari, eins og nú, er markviss innleiðing stefnu jafnvel mikilvægari en stefnumótunin sjálf. Vel heppnuð innleiðing stefnu hefur jákvæð áhrif á menningu fyrirtækja þar sem starfmenn vinna saman að sameiginlegu markmiði með mælanlegan og sýnilegan árangur. Við getum ákveðið að á árinu 2023 ætlum við að fylgja stefnunni betur eftir, vinna með markvissum hætti að því að innleiða hana með aðgerðum sem styðja við ferlið og setja niður mælikvarða sem æskilegt er að fylgjast með. En af hverju ekki að byrja strax? Tólf mánuðir eru fljótir að líða og í stað þess að bíða til seinni hluta ársins 2023 með að innleiða stefnuna, afhverju ekki að nýta fyrstu mánuði ársins til að koma okkur af stað og reyna að tryggja að okkar fyrirtæki verði ekki eitt af þeim fyrirtækjum sem stinga stefnunni ofan í skúffu án þess að koma henni í framkvæmd. Flest öll erum við með dagskipulag og skráningu yfir fundi í dagatalinu í tölvupóstinum í stað þess að skrifa þau niður á pappír, margir eru með app til að halda utan um hreyfingu, jafnvel mataræði og við notum margvíslegan hugbúnað til að hjálpa okkur við að ná markmiðum okkar. En hvað þá með stefnuna? Hvað notum við til að halda okkur við efnið, fylgja eftir og innleiða þá stefnu sem við höfum sett okkur? Hvernig ætlar þitt fyrirtæki að fylgja eftir stefnunni á nýju ári? Höfundar eru starfsmenn DecideAct Solutions.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun