Stal jólapakka og úlpu Árni Sæberg skrifar 24. desember 2022 07:23 Gærkvöldið var rólegt í miðborginni, ef marka má dagbókarfærslu lögreglu. Vísir/Vilhelm Á sjöunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað í verslunarmiðstöð í Kópavogi. Þar hafði jólapakka með nýjum fötum verið stolið. Því gæti svo farið að einhver endi í jólakettinum eftir athæfið. Í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina segir að vitað sé hver stóð að baki þjófnaðinum, enda hafi hann sést á upptöku öryggismyndavéla. Þá stal sami maður einnig úlpu af einstaklingi í sömu verslunarmiðstöð. Skömmu síðar var tilkynnt um frekari þjófnað í Kópavogi. Þar hafði maður verið stöðvaður þegar hann var að yfirgefa verslun með fatnað sem hann hafði ekki greitt fyrir. Maðurinn viðurkenndi brotið og kvaðst hafa stolið fötunum því honum væri svo kalt. Þá var maður í mjög annarlegu ástandi handtekinn í hverfi 110 á áttunda tímanum í gærkvöldi. Sá hafði verið að skemma bifreiðar. Rólegt kvöld í miðborginni Af dagbók lögreglunnar að dæma var gærkvöldið óvenjurólegt, allavega miðað við föstudagskvöld. Það skyldi engan furða enda örstutt í jól. Þó virðist sem jólastressið hafi farið illa með suma ökumenn. Alls voru fjórir ökumenn stöðvaðir fyrir að hafa ekið yfir gatnamót gegn rauðu ljósi. Þrír þeirra játuðu brot sín skýlaust en einn kvað gult ljós hafa logað. Þá var einn gripinn við ölvunarakstur í hverfi 105. Sá reyndist ekki vera með gild ökuréttindi í þokkabót. Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina segir að vitað sé hver stóð að baki þjófnaðinum, enda hafi hann sést á upptöku öryggismyndavéla. Þá stal sami maður einnig úlpu af einstaklingi í sömu verslunarmiðstöð. Skömmu síðar var tilkynnt um frekari þjófnað í Kópavogi. Þar hafði maður verið stöðvaður þegar hann var að yfirgefa verslun með fatnað sem hann hafði ekki greitt fyrir. Maðurinn viðurkenndi brotið og kvaðst hafa stolið fötunum því honum væri svo kalt. Þá var maður í mjög annarlegu ástandi handtekinn í hverfi 110 á áttunda tímanum í gærkvöldi. Sá hafði verið að skemma bifreiðar. Rólegt kvöld í miðborginni Af dagbók lögreglunnar að dæma var gærkvöldið óvenjurólegt, allavega miðað við föstudagskvöld. Það skyldi engan furða enda örstutt í jól. Þó virðist sem jólastressið hafi farið illa með suma ökumenn. Alls voru fjórir ökumenn stöðvaðir fyrir að hafa ekið yfir gatnamót gegn rauðu ljósi. Þrír þeirra játuðu brot sín skýlaust en einn kvað gult ljós hafa logað. Þá var einn gripinn við ölvunarakstur í hverfi 105. Sá reyndist ekki vera með gild ökuréttindi í þokkabót.
Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira