Fótbolti

Suárez á leið til Brasilíu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Luis Suárez er á leið til Brasilíu.
Luis Suárez er á leið til Brasilíu. Visionhaus/Getty Images

Úrúgvæski knattspyrnumaðurinn Luis Suárez er á leið til Gremio í brasilísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Suárez lék seinast með Nacional í heimalandinu.

Með Nacional varð Suárez úrúgvæskur meistari á stuttum tíma sínum hjá félaginu, en hann hóf feril sinn einnig þar. Hann er nú á leið til Gremio sem verða nýliðar í brasilísku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Suárez er þó líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool og Barcelona. Með Liverpool vann Suárez enska deildarbikarinn, en með Barcelona varð hann fjórum sinnum spænskur meistari ásamt því að vinna spænska bikarinn fjórum sinnum og Meistaradeild Evrópu einu sinni.

Suárez hefur leikið 137 leiki fyrir úrúgvæska landsliðið og er næst leikjahæsti leikmaður liðsins frá upphafi. Í leikjunum 137 hefur hann skorað 68 mörk og er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×