Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. desember 2022 12:01 Snjóruðningstæki byrjuðu að moka í nótt en búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára götur í borginni. Vísir/Villi Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins segir að byrjað hafi verið að að ryðja stofnbrautir og strætóleiðir í nótt en miðað sé við að stofnbrautir og strætóleiðir séu færar fyrir klukkan sjö að morgni og að hreinsun annarra megin umferðargatna sé lokið fyrir kl. átta. Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins.Vísir „Það voru allar vélar kallaðar út í nótt og við munum bara taka þetta eftir okkar forgangi og ferlum. Byrja á stofnanatengiliðum og vinna okkur svo í húsagöturnar,“ segir Hjalti. Hann segir að það taki nokkra daga að klára allar götur. „Við erum bara með þennan venjulega mannskap í verkefnið og tæki. Þá tekur þetta okkur svona fjóra fimm sex daga fer eftir hvað verður mikill snjór,“ segir hann. Hjalti segir að svipað ástand hafi komið upp á síðasta ári. „Í fyrravor var ástandið svipað það er nú ekki lengra síðan. Þannig að við höfum séð þetta áður og vinnum þetta bara eftir okkar ferlum og vonandi tekst okkur bara að gera þetta eins fljótt og mögulegt er ,“ segir hann. „Mig langar að óska eftir því að fólk sýni okkur örlitla þolinmæði í þessu verkefni.“ Íbúar beðnir um að moka frá sorptunnum Sorphirða Reykjavíkurborgar minnir á heimasíðu borgarinnar íbúa á að moka frá sorptunnum sínum og tryggja að gönguleiðir séu greiðar að þeim til að starfsfólk komist að til að tæma. Einnig sé mikilvægt að sjá til þess að bílar og annað hindri ekki aðgengi að sorpgerðum. Fram kemur að starfsfólk sorphirðunnar neyðist til þess að skilja tunnurnar eftir ef það kemst ekki að þeim til að losa. Sorphirðan er að störfum í dag í Vesturbæ og Miðbæ. Einnig er verið að losa endurvinnsluílát í Grafarvogi. Unnið verður lengur þessa vikuna og á Gamlársdag til þess að bregðast við erfiðri færð en búast má við einhverjum töfum. Snjómokstur Reykjavík Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins segir að byrjað hafi verið að að ryðja stofnbrautir og strætóleiðir í nótt en miðað sé við að stofnbrautir og strætóleiðir séu færar fyrir klukkan sjö að morgni og að hreinsun annarra megin umferðargatna sé lokið fyrir kl. átta. Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins.Vísir „Það voru allar vélar kallaðar út í nótt og við munum bara taka þetta eftir okkar forgangi og ferlum. Byrja á stofnanatengiliðum og vinna okkur svo í húsagöturnar,“ segir Hjalti. Hann segir að það taki nokkra daga að klára allar götur. „Við erum bara með þennan venjulega mannskap í verkefnið og tæki. Þá tekur þetta okkur svona fjóra fimm sex daga fer eftir hvað verður mikill snjór,“ segir hann. Hjalti segir að svipað ástand hafi komið upp á síðasta ári. „Í fyrravor var ástandið svipað það er nú ekki lengra síðan. Þannig að við höfum séð þetta áður og vinnum þetta bara eftir okkar ferlum og vonandi tekst okkur bara að gera þetta eins fljótt og mögulegt er ,“ segir hann. „Mig langar að óska eftir því að fólk sýni okkur örlitla þolinmæði í þessu verkefni.“ Íbúar beðnir um að moka frá sorptunnum Sorphirða Reykjavíkurborgar minnir á heimasíðu borgarinnar íbúa á að moka frá sorptunnum sínum og tryggja að gönguleiðir séu greiðar að þeim til að starfsfólk komist að til að tæma. Einnig sé mikilvægt að sjá til þess að bílar og annað hindri ekki aðgengi að sorpgerðum. Fram kemur að starfsfólk sorphirðunnar neyðist til þess að skilja tunnurnar eftir ef það kemst ekki að þeim til að losa. Sorphirðan er að störfum í dag í Vesturbæ og Miðbæ. Einnig er verið að losa endurvinnsluílát í Grafarvogi. Unnið verður lengur þessa vikuna og á Gamlársdag til þess að bregðast við erfiðri færð en búast má við einhverjum töfum.
Snjómokstur Reykjavík Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira