Íslendingar á Tenerife með magakveisu eftir hangikjötsveislu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. desember 2022 14:27 Margir íslendingar sem ferðast hafa til Tenerife kannast við íslendingabarinn svokallaða, Nostalgíu Aðsend Nokkur fjöldi Íslendinga á Tenerife veiktist illa af magapest í kjölfar hangikjötsveislu á jóladag sem haldin var á íslenska veitingastaðnum Nostalgíu. Ekki er ljóst hvort um matareitrun sé að ræða en eigandi staðarins telur að um 40% gesta hafi veikst. Íslendingabarinn Nostalgía opnaði árið 2016 og hefur notið mikilla vinsælda. Metnaðarfull jóladagskrá var á staðnum líkt og síðustu ár, meðal annars var boðið upp á skötu-og saltfiskveislu, hátíðarveislu og hangikjöt. Á jóladag virðist eitthvað hafa farið úrskeiðis en fjöldi gesta veiktust í kjölfar hangikjötsveislu á staðnum. Algjörlega miður sín Herdís Hrönn Arnardóttir er eigandi Nostalgíu. Í samtali við fréttastofu segist hún hafa verið algjörlega miður sín síðustu daga vegna málsins. Hún segist fyrst um sinn hafi haldið að sjálft hangikjötið væri orsök veikindanna, að það hafi verið skemmt eða eitthvað misfarist í kælingu. En þegar kona sem borðaði kjúkling þetta kvöld en ekki hangikjöt veiktist líka fóru að renna á Herdísi tvær grímur. Herdís Hrönn ArnardóttirAðsend „Ég veit ekki hvernig matareitranir virka beint, hef verið að reyna lesa mér til um það. En eitthvað hefur það verið. Ég er engin sérfræðingur en get ekki ímyndað mér hvernig til dæmis uppstúfurinn ætti að hafa geta verið sýktur, þetta er bara mjólk, hveiti og smjör. Við erum bara á fullu, dag og nótt að reyna finna út úr þessu,“ segir Herdís. 40% gesta veiktust Herdís segist vita til þess að af 60 manns sem voru í veislunni hafi um 40% þeirra veikst. Einhverjir hafi veikst mjög fljótlega eftir matinn og kastað upp í um klukkustund en aðrir hafi verið veikir lengur. Áætlað var að halda aðra hangikjötsveislu á öðrum degi jóla en um leið og fréttir bárust af veikindum gesta á jóladag var hætt við hana. „Við fórum strax í það um morguninn að afbóka. Við hentum tugum af kjöti, þetta var talsvert tjón.“ Herdís segir þó aldrei annað hafa komið til greina en að taka fulla ábyrgð. „Við endurgreiddum öllum og hættum strax við seinni veisluna. Maður er alveg niðurbrotinn út af þessu.“ Bjart framundan Herdís ætlar þó að herða upp hugann og reyna að láta þetta ekki of mikið á sig fá. Framundan er áramótaveisla á Nostalgíu þar sem allt er upppantað og biðlistar eftir borði. „Það hefur enginn afbókað vegna þessa. Framundan er handbolti og mikið fjör. Við verðum bara að horfa fram á veginn og læra af þessu,“ segir Herdís og slær að lokum á létta strengi. „Verðum við ekki að vona að Bjarni Ben fari að gera einhvern skandal svo þetta gleymist í umræðunni?“ Íslendingar erlendis Jólamatur Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira
Íslendingabarinn Nostalgía opnaði árið 2016 og hefur notið mikilla vinsælda. Metnaðarfull jóladagskrá var á staðnum líkt og síðustu ár, meðal annars var boðið upp á skötu-og saltfiskveislu, hátíðarveislu og hangikjöt. Á jóladag virðist eitthvað hafa farið úrskeiðis en fjöldi gesta veiktust í kjölfar hangikjötsveislu á staðnum. Algjörlega miður sín Herdís Hrönn Arnardóttir er eigandi Nostalgíu. Í samtali við fréttastofu segist hún hafa verið algjörlega miður sín síðustu daga vegna málsins. Hún segist fyrst um sinn hafi haldið að sjálft hangikjötið væri orsök veikindanna, að það hafi verið skemmt eða eitthvað misfarist í kælingu. En þegar kona sem borðaði kjúkling þetta kvöld en ekki hangikjöt veiktist líka fóru að renna á Herdísi tvær grímur. Herdís Hrönn ArnardóttirAðsend „Ég veit ekki hvernig matareitranir virka beint, hef verið að reyna lesa mér til um það. En eitthvað hefur það verið. Ég er engin sérfræðingur en get ekki ímyndað mér hvernig til dæmis uppstúfurinn ætti að hafa geta verið sýktur, þetta er bara mjólk, hveiti og smjör. Við erum bara á fullu, dag og nótt að reyna finna út úr þessu,“ segir Herdís. 40% gesta veiktust Herdís segist vita til þess að af 60 manns sem voru í veislunni hafi um 40% þeirra veikst. Einhverjir hafi veikst mjög fljótlega eftir matinn og kastað upp í um klukkustund en aðrir hafi verið veikir lengur. Áætlað var að halda aðra hangikjötsveislu á öðrum degi jóla en um leið og fréttir bárust af veikindum gesta á jóladag var hætt við hana. „Við fórum strax í það um morguninn að afbóka. Við hentum tugum af kjöti, þetta var talsvert tjón.“ Herdís segir þó aldrei annað hafa komið til greina en að taka fulla ábyrgð. „Við endurgreiddum öllum og hættum strax við seinni veisluna. Maður er alveg niðurbrotinn út af þessu.“ Bjart framundan Herdís ætlar þó að herða upp hugann og reyna að láta þetta ekki of mikið á sig fá. Framundan er áramótaveisla á Nostalgíu þar sem allt er upppantað og biðlistar eftir borði. „Það hefur enginn afbókað vegna þessa. Framundan er handbolti og mikið fjör. Við verðum bara að horfa fram á veginn og læra af þessu,“ segir Herdís og slær að lokum á létta strengi. „Verðum við ekki að vona að Bjarni Ben fari að gera einhvern skandal svo þetta gleymist í umræðunni?“
Íslendingar erlendis Jólamatur Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira