Íslendingar á Tenerife með magakveisu eftir hangikjötsveislu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. desember 2022 14:27 Margir íslendingar sem ferðast hafa til Tenerife kannast við íslendingabarinn svokallaða, Nostalgíu Aðsend Nokkur fjöldi Íslendinga á Tenerife veiktist illa af magapest í kjölfar hangikjötsveislu á jóladag sem haldin var á íslenska veitingastaðnum Nostalgíu. Ekki er ljóst hvort um matareitrun sé að ræða en eigandi staðarins telur að um 40% gesta hafi veikst. Íslendingabarinn Nostalgía opnaði árið 2016 og hefur notið mikilla vinsælda. Metnaðarfull jóladagskrá var á staðnum líkt og síðustu ár, meðal annars var boðið upp á skötu-og saltfiskveislu, hátíðarveislu og hangikjöt. Á jóladag virðist eitthvað hafa farið úrskeiðis en fjöldi gesta veiktust í kjölfar hangikjötsveislu á staðnum. Algjörlega miður sín Herdís Hrönn Arnardóttir er eigandi Nostalgíu. Í samtali við fréttastofu segist hún hafa verið algjörlega miður sín síðustu daga vegna málsins. Hún segist fyrst um sinn hafi haldið að sjálft hangikjötið væri orsök veikindanna, að það hafi verið skemmt eða eitthvað misfarist í kælingu. En þegar kona sem borðaði kjúkling þetta kvöld en ekki hangikjöt veiktist líka fóru að renna á Herdísi tvær grímur. Herdís Hrönn ArnardóttirAðsend „Ég veit ekki hvernig matareitranir virka beint, hef verið að reyna lesa mér til um það. En eitthvað hefur það verið. Ég er engin sérfræðingur en get ekki ímyndað mér hvernig til dæmis uppstúfurinn ætti að hafa geta verið sýktur, þetta er bara mjólk, hveiti og smjör. Við erum bara á fullu, dag og nótt að reyna finna út úr þessu,“ segir Herdís. 40% gesta veiktust Herdís segist vita til þess að af 60 manns sem voru í veislunni hafi um 40% þeirra veikst. Einhverjir hafi veikst mjög fljótlega eftir matinn og kastað upp í um klukkustund en aðrir hafi verið veikir lengur. Áætlað var að halda aðra hangikjötsveislu á öðrum degi jóla en um leið og fréttir bárust af veikindum gesta á jóladag var hætt við hana. „Við fórum strax í það um morguninn að afbóka. Við hentum tugum af kjöti, þetta var talsvert tjón.“ Herdís segir þó aldrei annað hafa komið til greina en að taka fulla ábyrgð. „Við endurgreiddum öllum og hættum strax við seinni veisluna. Maður er alveg niðurbrotinn út af þessu.“ Bjart framundan Herdís ætlar þó að herða upp hugann og reyna að láta þetta ekki of mikið á sig fá. Framundan er áramótaveisla á Nostalgíu þar sem allt er upppantað og biðlistar eftir borði. „Það hefur enginn afbókað vegna þessa. Framundan er handbolti og mikið fjör. Við verðum bara að horfa fram á veginn og læra af þessu,“ segir Herdís og slær að lokum á létta strengi. „Verðum við ekki að vona að Bjarni Ben fari að gera einhvern skandal svo þetta gleymist í umræðunni?“ Íslendingar erlendis Jólamatur Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Íslendingabarinn Nostalgía opnaði árið 2016 og hefur notið mikilla vinsælda. Metnaðarfull jóladagskrá var á staðnum líkt og síðustu ár, meðal annars var boðið upp á skötu-og saltfiskveislu, hátíðarveislu og hangikjöt. Á jóladag virðist eitthvað hafa farið úrskeiðis en fjöldi gesta veiktust í kjölfar hangikjötsveislu á staðnum. Algjörlega miður sín Herdís Hrönn Arnardóttir er eigandi Nostalgíu. Í samtali við fréttastofu segist hún hafa verið algjörlega miður sín síðustu daga vegna málsins. Hún segist fyrst um sinn hafi haldið að sjálft hangikjötið væri orsök veikindanna, að það hafi verið skemmt eða eitthvað misfarist í kælingu. En þegar kona sem borðaði kjúkling þetta kvöld en ekki hangikjöt veiktist líka fóru að renna á Herdísi tvær grímur. Herdís Hrönn ArnardóttirAðsend „Ég veit ekki hvernig matareitranir virka beint, hef verið að reyna lesa mér til um það. En eitthvað hefur það verið. Ég er engin sérfræðingur en get ekki ímyndað mér hvernig til dæmis uppstúfurinn ætti að hafa geta verið sýktur, þetta er bara mjólk, hveiti og smjör. Við erum bara á fullu, dag og nótt að reyna finna út úr þessu,“ segir Herdís. 40% gesta veiktust Herdís segist vita til þess að af 60 manns sem voru í veislunni hafi um 40% þeirra veikst. Einhverjir hafi veikst mjög fljótlega eftir matinn og kastað upp í um klukkustund en aðrir hafi verið veikir lengur. Áætlað var að halda aðra hangikjötsveislu á öðrum degi jóla en um leið og fréttir bárust af veikindum gesta á jóladag var hætt við hana. „Við fórum strax í það um morguninn að afbóka. Við hentum tugum af kjöti, þetta var talsvert tjón.“ Herdís segir þó aldrei annað hafa komið til greina en að taka fulla ábyrgð. „Við endurgreiddum öllum og hættum strax við seinni veisluna. Maður er alveg niðurbrotinn út af þessu.“ Bjart framundan Herdís ætlar þó að herða upp hugann og reyna að láta þetta ekki of mikið á sig fá. Framundan er áramótaveisla á Nostalgíu þar sem allt er upppantað og biðlistar eftir borði. „Það hefur enginn afbókað vegna þessa. Framundan er handbolti og mikið fjör. Við verðum bara að horfa fram á veginn og læra af þessu,“ segir Herdís og slær að lokum á létta strengi. „Verðum við ekki að vona að Bjarni Ben fari að gera einhvern skandal svo þetta gleymist í umræðunni?“
Íslendingar erlendis Jólamatur Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira