„Ég er mjög stoltur og þetta er sannur heiður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. desember 2022 21:31 Ómar ingi Magnússon er íþróttamaður ársins annað árið í röð. Vísir/Hulda Margrét Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, var í kvöld valinn íþróttamaður ársins annað árið í röð af Samtökum íþróttafréttamanna. „Ég er bara ótrúlega þakklátur. Ég ber mikla virðingu fyrir þessum bikar og þessari hefð þannig ég er mjög stoltur og þetta er sannur heiður,“ sagði Ómar Ingi eftir að hann var útnefndur íþróttamaður ársins. Ómar hefur nú fengið nafnbótina tvö ár í röð og segir að ekki sé mikill munur á árunum tveimur. „Nokkuð svipuð bara held ég. Janúar var bara flottur, skrýtinn samt sem áður, en ágætur fyrir mig. Það voru aðrir sem lentu illa í því. Árið er bara búið að vera erfitt, en þetta er erfitt og kostar vinnu og allskonar fórnir. En það er það sem þarf til.“ Eins og Ómar nefnir slapp hann vel í janúar þegar stór hluti íslenska landsliðsins í handbolta var sendur í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna á miðju EM í handbolta. Hann var þó með einfalda skýringu á því hvernig hann slapp við veiruna skæðu. „Þetta var bara sjokk til að byrja með eftir riðilinn þegar menn byrja að týnast úr liðinu. Það er erfitt þegar lykilmenn detta út, en ég var nýbúinn að fá Covid þannig það var heppilegt. En mótið var líka gott að því leyti að það opnaði augun fyrir okkur að sjá að við erum bara hörkuflottir og eigum vonandi nóg inni.“ Ómar átti ekki aðeins gott ár með landsliðinu, en hann varð þýskur meistari með Magdeburg ásamt því að liðið varð heimsmeistari félagsliða annað árið í röð. Þá var Ómar næst markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar, en hann var einnig valinn leikmaður ársins þar í landi. Hann segist þó enn eiga eftir að vinna nokkra titla. „Ég á Meistaradeildina eftir og bikarinn í Þýskalandi og svona. Þannig við skulum reyna að ná því líka.“ Óhætt er að segja að spennan hjá íslensku þjóðinni sé orðin mikil fyrir HM í handbolta sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Ómar segir að hann og aðrir í landsliðinu finni fyrir pressunni, en að þeir muni nýta sér það til góðs. „Já. En við viljum það líka. Ég held að það séu allir það mikli fagmenn í þessum hóp, og ég held að það sé líka reynsla þó við séum nokkrir ungir, að við setjum líka pressu á sjálfa okkur og við viljum standa undir þeim væntingum. Aðallega þeim sem við setjum á okkur sjálfa. Ef við spilum okkar leik og gerum þetta almennilega þá er allt hægt,“ sagði Ómar Ingi að lokum. Íþróttamaður ársins Handbolti Tengdar fréttir Ómar Ingi íþróttamaður ársins annað árið í röð Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska handboltalandsliðsins, var kjörinn Íþróttamaður ársins 2022, af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er annað árið í röð sem Ómar hlýtur þessa nafnbót. Selfyssingurinn var með sögulega yfirburði í kjörinu í ár. 29. desember 2022 20:45 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
„Ég er bara ótrúlega þakklátur. Ég ber mikla virðingu fyrir þessum bikar og þessari hefð þannig ég er mjög stoltur og þetta er sannur heiður,“ sagði Ómar Ingi eftir að hann var útnefndur íþróttamaður ársins. Ómar hefur nú fengið nafnbótina tvö ár í röð og segir að ekki sé mikill munur á árunum tveimur. „Nokkuð svipuð bara held ég. Janúar var bara flottur, skrýtinn samt sem áður, en ágætur fyrir mig. Það voru aðrir sem lentu illa í því. Árið er bara búið að vera erfitt, en þetta er erfitt og kostar vinnu og allskonar fórnir. En það er það sem þarf til.“ Eins og Ómar nefnir slapp hann vel í janúar þegar stór hluti íslenska landsliðsins í handbolta var sendur í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna á miðju EM í handbolta. Hann var þó með einfalda skýringu á því hvernig hann slapp við veiruna skæðu. „Þetta var bara sjokk til að byrja með eftir riðilinn þegar menn byrja að týnast úr liðinu. Það er erfitt þegar lykilmenn detta út, en ég var nýbúinn að fá Covid þannig það var heppilegt. En mótið var líka gott að því leyti að það opnaði augun fyrir okkur að sjá að við erum bara hörkuflottir og eigum vonandi nóg inni.“ Ómar átti ekki aðeins gott ár með landsliðinu, en hann varð þýskur meistari með Magdeburg ásamt því að liðið varð heimsmeistari félagsliða annað árið í röð. Þá var Ómar næst markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar, en hann var einnig valinn leikmaður ársins þar í landi. Hann segist þó enn eiga eftir að vinna nokkra titla. „Ég á Meistaradeildina eftir og bikarinn í Þýskalandi og svona. Þannig við skulum reyna að ná því líka.“ Óhætt er að segja að spennan hjá íslensku þjóðinni sé orðin mikil fyrir HM í handbolta sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Ómar segir að hann og aðrir í landsliðinu finni fyrir pressunni, en að þeir muni nýta sér það til góðs. „Já. En við viljum það líka. Ég held að það séu allir það mikli fagmenn í þessum hóp, og ég held að það sé líka reynsla þó við séum nokkrir ungir, að við setjum líka pressu á sjálfa okkur og við viljum standa undir þeim væntingum. Aðallega þeim sem við setjum á okkur sjálfa. Ef við spilum okkar leik og gerum þetta almennilega þá er allt hægt,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
Íþróttamaður ársins Handbolti Tengdar fréttir Ómar Ingi íþróttamaður ársins annað árið í röð Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska handboltalandsliðsins, var kjörinn Íþróttamaður ársins 2022, af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er annað árið í röð sem Ómar hlýtur þessa nafnbót. Selfyssingurinn var með sögulega yfirburði í kjörinu í ár. 29. desember 2022 20:45 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Ómar Ingi íþróttamaður ársins annað árið í röð Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska handboltalandsliðsins, var kjörinn Íþróttamaður ársins 2022, af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er annað árið í röð sem Ómar hlýtur þessa nafnbót. Selfyssingurinn var með sögulega yfirburði í kjörinu í ár. 29. desember 2022 20:45