„Ég er mjög stoltur og þetta er sannur heiður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. desember 2022 21:31 Ómar ingi Magnússon er íþróttamaður ársins annað árið í röð. Vísir/Hulda Margrét Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, var í kvöld valinn íþróttamaður ársins annað árið í röð af Samtökum íþróttafréttamanna. „Ég er bara ótrúlega þakklátur. Ég ber mikla virðingu fyrir þessum bikar og þessari hefð þannig ég er mjög stoltur og þetta er sannur heiður,“ sagði Ómar Ingi eftir að hann var útnefndur íþróttamaður ársins. Ómar hefur nú fengið nafnbótina tvö ár í röð og segir að ekki sé mikill munur á árunum tveimur. „Nokkuð svipuð bara held ég. Janúar var bara flottur, skrýtinn samt sem áður, en ágætur fyrir mig. Það voru aðrir sem lentu illa í því. Árið er bara búið að vera erfitt, en þetta er erfitt og kostar vinnu og allskonar fórnir. En það er það sem þarf til.“ Eins og Ómar nefnir slapp hann vel í janúar þegar stór hluti íslenska landsliðsins í handbolta var sendur í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna á miðju EM í handbolta. Hann var þó með einfalda skýringu á því hvernig hann slapp við veiruna skæðu. „Þetta var bara sjokk til að byrja með eftir riðilinn þegar menn byrja að týnast úr liðinu. Það er erfitt þegar lykilmenn detta út, en ég var nýbúinn að fá Covid þannig það var heppilegt. En mótið var líka gott að því leyti að það opnaði augun fyrir okkur að sjá að við erum bara hörkuflottir og eigum vonandi nóg inni.“ Ómar átti ekki aðeins gott ár með landsliðinu, en hann varð þýskur meistari með Magdeburg ásamt því að liðið varð heimsmeistari félagsliða annað árið í röð. Þá var Ómar næst markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar, en hann var einnig valinn leikmaður ársins þar í landi. Hann segist þó enn eiga eftir að vinna nokkra titla. „Ég á Meistaradeildina eftir og bikarinn í Þýskalandi og svona. Þannig við skulum reyna að ná því líka.“ Óhætt er að segja að spennan hjá íslensku þjóðinni sé orðin mikil fyrir HM í handbolta sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Ómar segir að hann og aðrir í landsliðinu finni fyrir pressunni, en að þeir muni nýta sér það til góðs. „Já. En við viljum það líka. Ég held að það séu allir það mikli fagmenn í þessum hóp, og ég held að það sé líka reynsla þó við séum nokkrir ungir, að við setjum líka pressu á sjálfa okkur og við viljum standa undir þeim væntingum. Aðallega þeim sem við setjum á okkur sjálfa. Ef við spilum okkar leik og gerum þetta almennilega þá er allt hægt,“ sagði Ómar Ingi að lokum. Íþróttamaður ársins Handbolti Tengdar fréttir Ómar Ingi íþróttamaður ársins annað árið í röð Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska handboltalandsliðsins, var kjörinn Íþróttamaður ársins 2022, af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er annað árið í röð sem Ómar hlýtur þessa nafnbót. Selfyssingurinn var með sögulega yfirburði í kjörinu í ár. 29. desember 2022 20:45 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira
„Ég er bara ótrúlega þakklátur. Ég ber mikla virðingu fyrir þessum bikar og þessari hefð þannig ég er mjög stoltur og þetta er sannur heiður,“ sagði Ómar Ingi eftir að hann var útnefndur íþróttamaður ársins. Ómar hefur nú fengið nafnbótina tvö ár í röð og segir að ekki sé mikill munur á árunum tveimur. „Nokkuð svipuð bara held ég. Janúar var bara flottur, skrýtinn samt sem áður, en ágætur fyrir mig. Það voru aðrir sem lentu illa í því. Árið er bara búið að vera erfitt, en þetta er erfitt og kostar vinnu og allskonar fórnir. En það er það sem þarf til.“ Eins og Ómar nefnir slapp hann vel í janúar þegar stór hluti íslenska landsliðsins í handbolta var sendur í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna á miðju EM í handbolta. Hann var þó með einfalda skýringu á því hvernig hann slapp við veiruna skæðu. „Þetta var bara sjokk til að byrja með eftir riðilinn þegar menn byrja að týnast úr liðinu. Það er erfitt þegar lykilmenn detta út, en ég var nýbúinn að fá Covid þannig það var heppilegt. En mótið var líka gott að því leyti að það opnaði augun fyrir okkur að sjá að við erum bara hörkuflottir og eigum vonandi nóg inni.“ Ómar átti ekki aðeins gott ár með landsliðinu, en hann varð þýskur meistari með Magdeburg ásamt því að liðið varð heimsmeistari félagsliða annað árið í röð. Þá var Ómar næst markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar, en hann var einnig valinn leikmaður ársins þar í landi. Hann segist þó enn eiga eftir að vinna nokkra titla. „Ég á Meistaradeildina eftir og bikarinn í Þýskalandi og svona. Þannig við skulum reyna að ná því líka.“ Óhætt er að segja að spennan hjá íslensku þjóðinni sé orðin mikil fyrir HM í handbolta sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Ómar segir að hann og aðrir í landsliðinu finni fyrir pressunni, en að þeir muni nýta sér það til góðs. „Já. En við viljum það líka. Ég held að það séu allir það mikli fagmenn í þessum hóp, og ég held að það sé líka reynsla þó við séum nokkrir ungir, að við setjum líka pressu á sjálfa okkur og við viljum standa undir þeim væntingum. Aðallega þeim sem við setjum á okkur sjálfa. Ef við spilum okkar leik og gerum þetta almennilega þá er allt hægt,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
Íþróttamaður ársins Handbolti Tengdar fréttir Ómar Ingi íþróttamaður ársins annað árið í röð Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska handboltalandsliðsins, var kjörinn Íþróttamaður ársins 2022, af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er annað árið í röð sem Ómar hlýtur þessa nafnbót. Selfyssingurinn var með sögulega yfirburði í kjörinu í ár. 29. desember 2022 20:45 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira
Ómar Ingi íþróttamaður ársins annað árið í röð Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska handboltalandsliðsins, var kjörinn Íþróttamaður ársins 2022, af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er annað árið í röð sem Ómar hlýtur þessa nafnbót. Selfyssingurinn var með sögulega yfirburði í kjörinu í ár. 29. desember 2022 20:45