„Ég er mjög stoltur og þetta er sannur heiður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. desember 2022 21:31 Ómar ingi Magnússon er íþróttamaður ársins annað árið í röð. Vísir/Hulda Margrét Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, var í kvöld valinn íþróttamaður ársins annað árið í röð af Samtökum íþróttafréttamanna. „Ég er bara ótrúlega þakklátur. Ég ber mikla virðingu fyrir þessum bikar og þessari hefð þannig ég er mjög stoltur og þetta er sannur heiður,“ sagði Ómar Ingi eftir að hann var útnefndur íþróttamaður ársins. Ómar hefur nú fengið nafnbótina tvö ár í röð og segir að ekki sé mikill munur á árunum tveimur. „Nokkuð svipuð bara held ég. Janúar var bara flottur, skrýtinn samt sem áður, en ágætur fyrir mig. Það voru aðrir sem lentu illa í því. Árið er bara búið að vera erfitt, en þetta er erfitt og kostar vinnu og allskonar fórnir. En það er það sem þarf til.“ Eins og Ómar nefnir slapp hann vel í janúar þegar stór hluti íslenska landsliðsins í handbolta var sendur í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna á miðju EM í handbolta. Hann var þó með einfalda skýringu á því hvernig hann slapp við veiruna skæðu. „Þetta var bara sjokk til að byrja með eftir riðilinn þegar menn byrja að týnast úr liðinu. Það er erfitt þegar lykilmenn detta út, en ég var nýbúinn að fá Covid þannig það var heppilegt. En mótið var líka gott að því leyti að það opnaði augun fyrir okkur að sjá að við erum bara hörkuflottir og eigum vonandi nóg inni.“ Ómar átti ekki aðeins gott ár með landsliðinu, en hann varð þýskur meistari með Magdeburg ásamt því að liðið varð heimsmeistari félagsliða annað árið í röð. Þá var Ómar næst markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar, en hann var einnig valinn leikmaður ársins þar í landi. Hann segist þó enn eiga eftir að vinna nokkra titla. „Ég á Meistaradeildina eftir og bikarinn í Þýskalandi og svona. Þannig við skulum reyna að ná því líka.“ Óhætt er að segja að spennan hjá íslensku þjóðinni sé orðin mikil fyrir HM í handbolta sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Ómar segir að hann og aðrir í landsliðinu finni fyrir pressunni, en að þeir muni nýta sér það til góðs. „Já. En við viljum það líka. Ég held að það séu allir það mikli fagmenn í þessum hóp, og ég held að það sé líka reynsla þó við séum nokkrir ungir, að við setjum líka pressu á sjálfa okkur og við viljum standa undir þeim væntingum. Aðallega þeim sem við setjum á okkur sjálfa. Ef við spilum okkar leik og gerum þetta almennilega þá er allt hægt,“ sagði Ómar Ingi að lokum. Íþróttamaður ársins Handbolti Tengdar fréttir Ómar Ingi íþróttamaður ársins annað árið í röð Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska handboltalandsliðsins, var kjörinn Íþróttamaður ársins 2022, af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er annað árið í röð sem Ómar hlýtur þessa nafnbót. Selfyssingurinn var með sögulega yfirburði í kjörinu í ár. 29. desember 2022 20:45 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
„Ég er bara ótrúlega þakklátur. Ég ber mikla virðingu fyrir þessum bikar og þessari hefð þannig ég er mjög stoltur og þetta er sannur heiður,“ sagði Ómar Ingi eftir að hann var útnefndur íþróttamaður ársins. Ómar hefur nú fengið nafnbótina tvö ár í röð og segir að ekki sé mikill munur á árunum tveimur. „Nokkuð svipuð bara held ég. Janúar var bara flottur, skrýtinn samt sem áður, en ágætur fyrir mig. Það voru aðrir sem lentu illa í því. Árið er bara búið að vera erfitt, en þetta er erfitt og kostar vinnu og allskonar fórnir. En það er það sem þarf til.“ Eins og Ómar nefnir slapp hann vel í janúar þegar stór hluti íslenska landsliðsins í handbolta var sendur í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna á miðju EM í handbolta. Hann var þó með einfalda skýringu á því hvernig hann slapp við veiruna skæðu. „Þetta var bara sjokk til að byrja með eftir riðilinn þegar menn byrja að týnast úr liðinu. Það er erfitt þegar lykilmenn detta út, en ég var nýbúinn að fá Covid þannig það var heppilegt. En mótið var líka gott að því leyti að það opnaði augun fyrir okkur að sjá að við erum bara hörkuflottir og eigum vonandi nóg inni.“ Ómar átti ekki aðeins gott ár með landsliðinu, en hann varð þýskur meistari með Magdeburg ásamt því að liðið varð heimsmeistari félagsliða annað árið í röð. Þá var Ómar næst markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar, en hann var einnig valinn leikmaður ársins þar í landi. Hann segist þó enn eiga eftir að vinna nokkra titla. „Ég á Meistaradeildina eftir og bikarinn í Þýskalandi og svona. Þannig við skulum reyna að ná því líka.“ Óhætt er að segja að spennan hjá íslensku þjóðinni sé orðin mikil fyrir HM í handbolta sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Ómar segir að hann og aðrir í landsliðinu finni fyrir pressunni, en að þeir muni nýta sér það til góðs. „Já. En við viljum það líka. Ég held að það séu allir það mikli fagmenn í þessum hóp, og ég held að það sé líka reynsla þó við séum nokkrir ungir, að við setjum líka pressu á sjálfa okkur og við viljum standa undir þeim væntingum. Aðallega þeim sem við setjum á okkur sjálfa. Ef við spilum okkar leik og gerum þetta almennilega þá er allt hægt,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
Íþróttamaður ársins Handbolti Tengdar fréttir Ómar Ingi íþróttamaður ársins annað árið í röð Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska handboltalandsliðsins, var kjörinn Íþróttamaður ársins 2022, af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er annað árið í röð sem Ómar hlýtur þessa nafnbót. Selfyssingurinn var með sögulega yfirburði í kjörinu í ár. 29. desember 2022 20:45 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Ómar Ingi íþróttamaður ársins annað árið í röð Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska handboltalandsliðsins, var kjörinn Íþróttamaður ársins 2022, af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er annað árið í röð sem Ómar hlýtur þessa nafnbót. Selfyssingurinn var með sögulega yfirburði í kjörinu í ár. 29. desember 2022 20:45