Hjalti um fjarveru Harðar: „Stundum verður maður að taka fjölskylduna fram yfir einhverja leiki“ Andri Már Eggertsson skrifar 29. desember 2022 22:50 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Keflavík tapaði gegn nágrönnum sínum í Njarðvík 114-103. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur með byrjun Keflavíkur og svaraði fyrir fjarveru Harðar Axels Vilhjálmssonar sem var í fríi á Tenerife. „Við vorum á hælunum í byrjun og gáfum þeim sjálfstraust og það var erfitt að eiga við Njarðvík en hrós á strákana fyrir að koma til baka og gera þetta að leik,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson eftir leik. Hjalti var ánægður með hvernig Keflavík kom til baka í síðari hálfleik eftir að hafa fengið á sig 40 stig í fyrsta leikhluta. „Í seinni hálfleik fórum við að spila sem ein eining. Við vorum bara einhvers staðar og einhvers staðar í fyrri hálfleik. Við vorum mitt á milli varnarlega. Við vorum ekki að dekka maninn okkar, vorum ekki að hjálpa og það boðar aldrei gott. Við þurfum að gera miklu betur varnarlega.“ Keflavík náði að minnka forskot Njarðvíkur niður í níu stig en alltaf þegar það gerðist þá átti Njarðvík svar. „Þeir voru með sjálfstraust og léku okkur grátt í byrjun og þeir voru tilbúnir með skotin og þá fer þetta svona.“ Annað árið í röð tapar Keflavík gegn Njarðvík og Hjalta finnst leiktíminn milli jóla og nýárs ekki henta. „Þessir leikir eru settir á og við verðum að spila þá. Mér þætti eðlilegast að þétta álagið þar sem það eru bara 22 leikir í þessari deild og gefa frí milli jóla og nýárs.“ Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var í fríi á Tenerife og var ekki með liðinu í kvöld. Hjalti hafði mikinn skilning á því og fannst ekkert athugavert við það. „Það var flott hjá honum. Hörður átti þetta inni og þetta var vitað frá upphafi og þetta var allt í góðu. Þetta eru hátíðardagar og menn eru að fara með fjölskyldunni. Ef menn ætla að spila milli jól og nýárs þá geturðu ekki beðið um fullt lið. Ég er sannfærður um að þetta gerist aftur á næsta ári og stundum verður maður að taka fjölskylduna fram yfir einhverja leiki,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson að lokum Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík á að stefna á þann stóra Eftirsótt Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, snóker, íshokkí og enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Amorim segir leikmenn sína hrædda Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
„Við vorum á hælunum í byrjun og gáfum þeim sjálfstraust og það var erfitt að eiga við Njarðvík en hrós á strákana fyrir að koma til baka og gera þetta að leik,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson eftir leik. Hjalti var ánægður með hvernig Keflavík kom til baka í síðari hálfleik eftir að hafa fengið á sig 40 stig í fyrsta leikhluta. „Í seinni hálfleik fórum við að spila sem ein eining. Við vorum bara einhvers staðar og einhvers staðar í fyrri hálfleik. Við vorum mitt á milli varnarlega. Við vorum ekki að dekka maninn okkar, vorum ekki að hjálpa og það boðar aldrei gott. Við þurfum að gera miklu betur varnarlega.“ Keflavík náði að minnka forskot Njarðvíkur niður í níu stig en alltaf þegar það gerðist þá átti Njarðvík svar. „Þeir voru með sjálfstraust og léku okkur grátt í byrjun og þeir voru tilbúnir með skotin og þá fer þetta svona.“ Annað árið í röð tapar Keflavík gegn Njarðvík og Hjalta finnst leiktíminn milli jóla og nýárs ekki henta. „Þessir leikir eru settir á og við verðum að spila þá. Mér þætti eðlilegast að þétta álagið þar sem það eru bara 22 leikir í þessari deild og gefa frí milli jóla og nýárs.“ Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var í fríi á Tenerife og var ekki með liðinu í kvöld. Hjalti hafði mikinn skilning á því og fannst ekkert athugavert við það. „Það var flott hjá honum. Hörður átti þetta inni og þetta var vitað frá upphafi og þetta var allt í góðu. Þetta eru hátíðardagar og menn eru að fara með fjölskyldunni. Ef menn ætla að spila milli jól og nýárs þá geturðu ekki beðið um fullt lið. Ég er sannfærður um að þetta gerist aftur á næsta ári og stundum verður maður að taka fjölskylduna fram yfir einhverja leiki,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson að lokum
Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík á að stefna á þann stóra Eftirsótt Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, snóker, íshokkí og enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Amorim segir leikmenn sína hrædda Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira