Hjalti um fjarveru Harðar: „Stundum verður maður að taka fjölskylduna fram yfir einhverja leiki“ Andri Már Eggertsson skrifar 29. desember 2022 22:50 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Keflavík tapaði gegn nágrönnum sínum í Njarðvík 114-103. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur með byrjun Keflavíkur og svaraði fyrir fjarveru Harðar Axels Vilhjálmssonar sem var í fríi á Tenerife. „Við vorum á hælunum í byrjun og gáfum þeim sjálfstraust og það var erfitt að eiga við Njarðvík en hrós á strákana fyrir að koma til baka og gera þetta að leik,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson eftir leik. Hjalti var ánægður með hvernig Keflavík kom til baka í síðari hálfleik eftir að hafa fengið á sig 40 stig í fyrsta leikhluta. „Í seinni hálfleik fórum við að spila sem ein eining. Við vorum bara einhvers staðar og einhvers staðar í fyrri hálfleik. Við vorum mitt á milli varnarlega. Við vorum ekki að dekka maninn okkar, vorum ekki að hjálpa og það boðar aldrei gott. Við þurfum að gera miklu betur varnarlega.“ Keflavík náði að minnka forskot Njarðvíkur niður í níu stig en alltaf þegar það gerðist þá átti Njarðvík svar. „Þeir voru með sjálfstraust og léku okkur grátt í byrjun og þeir voru tilbúnir með skotin og þá fer þetta svona.“ Annað árið í röð tapar Keflavík gegn Njarðvík og Hjalta finnst leiktíminn milli jóla og nýárs ekki henta. „Þessir leikir eru settir á og við verðum að spila þá. Mér þætti eðlilegast að þétta álagið þar sem það eru bara 22 leikir í þessari deild og gefa frí milli jóla og nýárs.“ Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var í fríi á Tenerife og var ekki með liðinu í kvöld. Hjalti hafði mikinn skilning á því og fannst ekkert athugavert við það. „Það var flott hjá honum. Hörður átti þetta inni og þetta var vitað frá upphafi og þetta var allt í góðu. Þetta eru hátíðardagar og menn eru að fara með fjölskyldunni. Ef menn ætla að spila milli jól og nýárs þá geturðu ekki beðið um fullt lið. Ég er sannfærður um að þetta gerist aftur á næsta ári og stundum verður maður að taka fjölskylduna fram yfir einhverja leiki,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson að lokum Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Sjá meira
„Við vorum á hælunum í byrjun og gáfum þeim sjálfstraust og það var erfitt að eiga við Njarðvík en hrós á strákana fyrir að koma til baka og gera þetta að leik,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson eftir leik. Hjalti var ánægður með hvernig Keflavík kom til baka í síðari hálfleik eftir að hafa fengið á sig 40 stig í fyrsta leikhluta. „Í seinni hálfleik fórum við að spila sem ein eining. Við vorum bara einhvers staðar og einhvers staðar í fyrri hálfleik. Við vorum mitt á milli varnarlega. Við vorum ekki að dekka maninn okkar, vorum ekki að hjálpa og það boðar aldrei gott. Við þurfum að gera miklu betur varnarlega.“ Keflavík náði að minnka forskot Njarðvíkur niður í níu stig en alltaf þegar það gerðist þá átti Njarðvík svar. „Þeir voru með sjálfstraust og léku okkur grátt í byrjun og þeir voru tilbúnir með skotin og þá fer þetta svona.“ Annað árið í röð tapar Keflavík gegn Njarðvík og Hjalta finnst leiktíminn milli jóla og nýárs ekki henta. „Þessir leikir eru settir á og við verðum að spila þá. Mér þætti eðlilegast að þétta álagið þar sem það eru bara 22 leikir í þessari deild og gefa frí milli jóla og nýárs.“ Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var í fríi á Tenerife og var ekki með liðinu í kvöld. Hjalti hafði mikinn skilning á því og fannst ekkert athugavert við það. „Það var flott hjá honum. Hörður átti þetta inni og þetta var vitað frá upphafi og þetta var allt í góðu. Þetta eru hátíðardagar og menn eru að fara með fjölskyldunni. Ef menn ætla að spila milli jól og nýárs þá geturðu ekki beðið um fullt lið. Ég er sannfærður um að þetta gerist aftur á næsta ári og stundum verður maður að taka fjölskylduna fram yfir einhverja leiki,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson að lokum
Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Sjá meira