Frelsið 2022 Hildur Sverrisdóttir skrifar 31. desember 2022 09:00 Ég mun seint þreytast á að að vera talsmaður hverskyns frelsismála hversu lítilvæg þau kunna að hljóma. Á umliðnu þingári var gleðilegt að ekki eingöngu voru fleiri frelsismál sett á dagskrá af ríkisstjórninni en yfirleitt heldur tóku þau undantekningalítið breytingum í frelsisátt eftir að þingið fékk þau í sínar hendur. Á síðasta degi ársins finnst mér við hæfi að stikla á þessum málum til að minna á að þau skipta máli. Frelsi á leigubílamarkaði Stærsta frelsismál ársins var án efa lög um sveigjanlegri umgjörð á leigubílamarkaði sem samþykkt var á lokadegi þingsins fyrir jól. Það var orðið augljóst hverjum sem sjá vildi að breytingar á núverandi kerfi leigubílamarkaðar voru nauðsynlega. Þau sem hafa reynt að panta leigubíl á undanförnum misserum vita að það liggur við neyðarástandi í greininni. Frumvarpið var því fagnaðarefni og ekki síst þær breytingar sem voru unnar á þinginu í frelsisátt, allt frá starfsstöðvum til gjaldmæla sem sporna við aðgangshindrunum á leigubílamarkaðnum og munu án efa bæta þjónustuna og færa í nútímalegra horf með þeirri samkeppni og tækifærum sem breytingarnar opna á. Hvað með börnin? Frelsismálin svokölluðu eiga það oft sameiginlegt að vera málsvarar ýmissa lasta og talin ýmist hættuleg eða ógn við lýðheilsu. Það er nú samt þannig í mannheimum að það er ýmislegt undir sólinni sem er kannski ekki æskilegast okkur - og jafnvel flest - en verður að finna flöt á að eigi sinn tilverurétt eins og allir mismunandi litir litrófsins. Þar má fyrst nefna brugghúsmálið sem bar upphaflega með sér að lítil bjórbrugghús mættu selja vörur sínar á framleiðslustað. Þingið steig þó stærra frelsisskref og víkkaði heimildina til allra framleiðenda áfengis, líka líkjöra og sterks áfengis. Það mál var frábært skref í átt að meira frelsi í áfengislöggjöfinni, sérstaklega þar sem netverslunarfrumvarpið sem ég lagði fram um sjálfsagt jafnræði í netsölu áfengis fyrir innlend fyrirtæki fékk ekki framgöngu á árinu en liggur nú fyrir ríkisstjórninni. Önnur mál sem verður að finna annan flöt á en að einfaldlega banna þau eru bragðefni nikótínvara. Á vorþingi lagði heilbrigðisráðherra fram frumvarp sem bannaði nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. Það fékk vægast sagt hörð viðbrögð á þinginu um að þarna væri of langt seilst í að hefta valfrelsi fullorðins fólks á löglegri neysluvöru og var í kjölfarið breytt í vinnu þingsins. Á síðustu dögum fyrir jólafrí kom svo upp annað mál frá heilbrigðisráðherra sem innleiðingarmál EES þar sem banna á mentol bragð í tóbaki. Ég gerði að umtalsefni við fyrstu umræðu málsins að rökin við slíku banni væru vægast sagt rýr og það væri hæpið að setja bláan Capri í sama flokk og t.a.m. jarðaberjasígarettur. Ég vona að þetta verði í kjölfarið tekið til endurskoðunar í meðförum nefndarinnar á málinu. Sjálfsákvörðunarréttur fólks í tæknifrjóvgunum Mál sem stendur mér nærri sem ég lagði fram um að afmá úreltar og óþarfar reglur sem tálma tækifærum fólks í erfiðum og sárum kringumstæðum fólks í tæknifrjóvgunum fékk að komast í meðferð velferðarnefndar og er þar enn í vinnslu. Málið sýndi strax mikinn frelsisvilja þingheims þar sem fulltrúar allra flokka á þingi voru með mér á málinu. Það verður vonandi til þess að það verði samþykkt svo sambúðarslit eða andlát maka eða nokkuð annað en vilji fólks takmarki ekki hverjir geti sótt sér aðstoð tæknifrjóvgana. „Er þetta nú mikilvægasta málið á þingi?“ Í málamiðlunum stjórnmálanna er frelsisröddin nauðsynlegur þáttakandi og kom að miklu gagni við að koma málum í meiri frelsisátt á umliðnu þingári. Það er nauðsynlegt þó það sé ekki til annars er að halda til haga að fólki sé treyst fyrir eigin lífi og tækifærum án þess að hið opinbera sé sífellt að hafa af því óþarfa áhyggjur. Frelsismálin eru þó þau mál sem helst er sagt um að skipti litlu eða engu máli og mæta iðulega gagnrýni í þá veru að þau séu ekki nógu mikilvæg til að eyða dýrmætum tíma Alþingis í þegar önnur og meira aðkallandi mál bíða. „Er þetta nú mikilvægasta málið á þingi?“ er iðulega að finna í kommentakerfum þegar birtast fréttir af frelsismálum í þingheimi. Hverjum sem er er auðvitað frjálst að hafa skoðun á því hvað stjórnmálamenn verja tíma sínum í að berjast fyrir. Það er þó vel þess virði að hafa í huga að Alþingi er í fyrsta lagi skipulagt á þann hátt að vel er hægt að stússast í mörgum og mismerkilegum málum á sama tíma. Í öðru lagi er það nú svo að ef við látum frelsismálin alltaf sitja á hakanum sem ómerkileg aukaatriði þá muni smám saman kvarnast af frelsinu og það veikist eða verði að engu eins og er með allt sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Ég vona að næsta ár verði enn betra frelsisár fyrir okkur öll og óska lesendum gleðilegs árs - á hvern þann hátt sem þið kjósið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Leigubílar Áfengi og tóbak Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Ég mun seint þreytast á að að vera talsmaður hverskyns frelsismála hversu lítilvæg þau kunna að hljóma. Á umliðnu þingári var gleðilegt að ekki eingöngu voru fleiri frelsismál sett á dagskrá af ríkisstjórninni en yfirleitt heldur tóku þau undantekningalítið breytingum í frelsisátt eftir að þingið fékk þau í sínar hendur. Á síðasta degi ársins finnst mér við hæfi að stikla á þessum málum til að minna á að þau skipta máli. Frelsi á leigubílamarkaði Stærsta frelsismál ársins var án efa lög um sveigjanlegri umgjörð á leigubílamarkaði sem samþykkt var á lokadegi þingsins fyrir jól. Það var orðið augljóst hverjum sem sjá vildi að breytingar á núverandi kerfi leigubílamarkaðar voru nauðsynlega. Þau sem hafa reynt að panta leigubíl á undanförnum misserum vita að það liggur við neyðarástandi í greininni. Frumvarpið var því fagnaðarefni og ekki síst þær breytingar sem voru unnar á þinginu í frelsisátt, allt frá starfsstöðvum til gjaldmæla sem sporna við aðgangshindrunum á leigubílamarkaðnum og munu án efa bæta þjónustuna og færa í nútímalegra horf með þeirri samkeppni og tækifærum sem breytingarnar opna á. Hvað með börnin? Frelsismálin svokölluðu eiga það oft sameiginlegt að vera málsvarar ýmissa lasta og talin ýmist hættuleg eða ógn við lýðheilsu. Það er nú samt þannig í mannheimum að það er ýmislegt undir sólinni sem er kannski ekki æskilegast okkur - og jafnvel flest - en verður að finna flöt á að eigi sinn tilverurétt eins og allir mismunandi litir litrófsins. Þar má fyrst nefna brugghúsmálið sem bar upphaflega með sér að lítil bjórbrugghús mættu selja vörur sínar á framleiðslustað. Þingið steig þó stærra frelsisskref og víkkaði heimildina til allra framleiðenda áfengis, líka líkjöra og sterks áfengis. Það mál var frábært skref í átt að meira frelsi í áfengislöggjöfinni, sérstaklega þar sem netverslunarfrumvarpið sem ég lagði fram um sjálfsagt jafnræði í netsölu áfengis fyrir innlend fyrirtæki fékk ekki framgöngu á árinu en liggur nú fyrir ríkisstjórninni. Önnur mál sem verður að finna annan flöt á en að einfaldlega banna þau eru bragðefni nikótínvara. Á vorþingi lagði heilbrigðisráðherra fram frumvarp sem bannaði nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. Það fékk vægast sagt hörð viðbrögð á þinginu um að þarna væri of langt seilst í að hefta valfrelsi fullorðins fólks á löglegri neysluvöru og var í kjölfarið breytt í vinnu þingsins. Á síðustu dögum fyrir jólafrí kom svo upp annað mál frá heilbrigðisráðherra sem innleiðingarmál EES þar sem banna á mentol bragð í tóbaki. Ég gerði að umtalsefni við fyrstu umræðu málsins að rökin við slíku banni væru vægast sagt rýr og það væri hæpið að setja bláan Capri í sama flokk og t.a.m. jarðaberjasígarettur. Ég vona að þetta verði í kjölfarið tekið til endurskoðunar í meðförum nefndarinnar á málinu. Sjálfsákvörðunarréttur fólks í tæknifrjóvgunum Mál sem stendur mér nærri sem ég lagði fram um að afmá úreltar og óþarfar reglur sem tálma tækifærum fólks í erfiðum og sárum kringumstæðum fólks í tæknifrjóvgunum fékk að komast í meðferð velferðarnefndar og er þar enn í vinnslu. Málið sýndi strax mikinn frelsisvilja þingheims þar sem fulltrúar allra flokka á þingi voru með mér á málinu. Það verður vonandi til þess að það verði samþykkt svo sambúðarslit eða andlát maka eða nokkuð annað en vilji fólks takmarki ekki hverjir geti sótt sér aðstoð tæknifrjóvgana. „Er þetta nú mikilvægasta málið á þingi?“ Í málamiðlunum stjórnmálanna er frelsisröddin nauðsynlegur þáttakandi og kom að miklu gagni við að koma málum í meiri frelsisátt á umliðnu þingári. Það er nauðsynlegt þó það sé ekki til annars er að halda til haga að fólki sé treyst fyrir eigin lífi og tækifærum án þess að hið opinbera sé sífellt að hafa af því óþarfa áhyggjur. Frelsismálin eru þó þau mál sem helst er sagt um að skipti litlu eða engu máli og mæta iðulega gagnrýni í þá veru að þau séu ekki nógu mikilvæg til að eyða dýrmætum tíma Alþingis í þegar önnur og meira aðkallandi mál bíða. „Er þetta nú mikilvægasta málið á þingi?“ er iðulega að finna í kommentakerfum þegar birtast fréttir af frelsismálum í þingheimi. Hverjum sem er er auðvitað frjálst að hafa skoðun á því hvað stjórnmálamenn verja tíma sínum í að berjast fyrir. Það er þó vel þess virði að hafa í huga að Alþingi er í fyrsta lagi skipulagt á þann hátt að vel er hægt að stússast í mörgum og mismerkilegum málum á sama tíma. Í öðru lagi er það nú svo að ef við látum frelsismálin alltaf sitja á hakanum sem ómerkileg aukaatriði þá muni smám saman kvarnast af frelsinu og það veikist eða verði að engu eins og er með allt sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Ég vona að næsta ár verði enn betra frelsisár fyrir okkur öll og óska lesendum gleðilegs árs - á hvern þann hátt sem þið kjósið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun