Jóhann Þór um mögulegar breytingar á leikmannahópnum: „Erum búnir að vera að leita síðan einhvern tímann í október“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 30. desember 2022 21:00 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Það var ekki boðið upp á góðan leik fyrir hjartveika í Grindavík í kvöld þar sem heimamenn og Þór Þorlákshöfn áttust við í Subway-deild karla í körfubolta. Gestirnir frá Þorlákshöfn skoruðu 34 stig í 4. leikhluta og þurrkuðu út 20 stiga forskot Grindvíkinga eins og hendi væri veifað. Grindavíkursigur þó niðurstaðan að lokum þar sem Þórsarar hefðu getað stolið sigrinum með síðasta skotinu. Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkinga sagði að hans menn hefðu verið orðnir lúnir og orkulitlir, en gaf Þórsurum fullt kredit fyrir þeirra leik síðustu 10 mínúturnar. „Þórsararnir gerðu vel í að koma til baka. En það var hörkuspenna í þessu og fólk fékk bara allt fyrir peninginn, nema kannski þessir hjartveiku. Það var bara sitt lítið af hverju að klikka. Það fór rosaleg orka hjá okkur í þriðja leikhlutann og við gerðum kannski mistök að rúlla ekki nógu vel í byrjun seinni. Það beit okkur svolítið í rassinn og síðustu fjórar mínúturnar þá eru gæjar eins og Dee, Ólafur og Gkay búnir, eða að minnsta kosti ansi orkulitlir.“ Eftir að Grindvíkingar voru nánast búnir að kafsigla gestina í 3. leikhluta mátti engu muna að sigurinn gengi þeim úr greipum en tvö stig telja alltaf jafn mikið, sama hversu mjótt er á munum þegar upp er staðið. „Þetta var erfitt og þeir gerðu vel í að pressa okkur og ýta okkur út og allt það. Við þurftum að hafa rosalega fyrir öllum körfum og öllu sem við vorum að gera hérna í síðasta leikhlutanum. En eins og ég sagði hérna fyrir leik, bara sigur og það er það sem við tökum og áfram gakk.“ Það var töluverður hiti í leiknum í kvöld. Hart tekist á og ófáar tækni- og óíþróttamannslegar villur dæmdar. Stemmingin í húsinu var líka góð, þétt setið og mikil læti. Jóhann var að vonum ánægður með Grindvíkinga sem fjölmenntu í HS-Orku höllina í kvöld. „Það er bara eins og það á að vera. Frábær mæting og hörku stemming. Bara geggjað og vonandi það sem koma skal.“ – Er þetta ekki bara hvatning til Grindvíkinga að halda þessum dampi fram að vori? „Algjörlega. Það væri bara geggjað, okkur veitir ekkert af því. Þetta er hörku deild og hver leikur „do or die“ liggur við. Ég mæli eindregið með því.“ Mikið hefur verið rætt um að Grindvíkingar séu með þunnskipaðan hóp í vetur. Gamla ÍG kempan Bergvin Ólafarson setti Subway skotið frá miðju í kvöld, Jóhann hefur ekkert íhugað að bjóða honum að mæta á æfingar? „Við erum búnir að vera að reyna að bæta við þetta síðan í október, þetta er bara geggjuð hugmynd.“ Það eru þá sem sagt einhverjar breytingar á hópnum í kortinu? „Við erum búnir að vera að leita síðan einhvern tímann í október þannig að það gerist vonandi núna að við náum að bæta við þetta, vonandi náum við að kreista það út sem fyrst.“ Það verður áhugavert að sjá hvað Grindvíkingar draga uppúr hattinum á leikmannamarkaðnum á nýju ári. Það er góð stemming í hópnum samkvæmt því sem fyrirliðinn Ólafur Ólafsson sagði við okkur í viðtali eftir leik, svo að Grindvíkingar þurfa að velja þetta síðasta púsl af kostgæfni. Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 95-93 | Magnaður fjórði leikhluti Þórsara dugði ekki Grindavík virtist með unninn leik í höndunum þegar fjórði leikhluti hófst gegn Þór Þorlákshöfn í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsarar eru hins vegar ólseigir og spiluðu hreint út sagt frábærlega í 4. leikhluta. Það dugði hins vegar ekki og Grindavík vann á endanum tveggja stiga sigur. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 30. desember 2022 20:10 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Grindavíkursigur þó niðurstaðan að lokum þar sem Þórsarar hefðu getað stolið sigrinum með síðasta skotinu. Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkinga sagði að hans menn hefðu verið orðnir lúnir og orkulitlir, en gaf Þórsurum fullt kredit fyrir þeirra leik síðustu 10 mínúturnar. „Þórsararnir gerðu vel í að koma til baka. En það var hörkuspenna í þessu og fólk fékk bara allt fyrir peninginn, nema kannski þessir hjartveiku. Það var bara sitt lítið af hverju að klikka. Það fór rosaleg orka hjá okkur í þriðja leikhlutann og við gerðum kannski mistök að rúlla ekki nógu vel í byrjun seinni. Það beit okkur svolítið í rassinn og síðustu fjórar mínúturnar þá eru gæjar eins og Dee, Ólafur og Gkay búnir, eða að minnsta kosti ansi orkulitlir.“ Eftir að Grindvíkingar voru nánast búnir að kafsigla gestina í 3. leikhluta mátti engu muna að sigurinn gengi þeim úr greipum en tvö stig telja alltaf jafn mikið, sama hversu mjótt er á munum þegar upp er staðið. „Þetta var erfitt og þeir gerðu vel í að pressa okkur og ýta okkur út og allt það. Við þurftum að hafa rosalega fyrir öllum körfum og öllu sem við vorum að gera hérna í síðasta leikhlutanum. En eins og ég sagði hérna fyrir leik, bara sigur og það er það sem við tökum og áfram gakk.“ Það var töluverður hiti í leiknum í kvöld. Hart tekist á og ófáar tækni- og óíþróttamannslegar villur dæmdar. Stemmingin í húsinu var líka góð, þétt setið og mikil læti. Jóhann var að vonum ánægður með Grindvíkinga sem fjölmenntu í HS-Orku höllina í kvöld. „Það er bara eins og það á að vera. Frábær mæting og hörku stemming. Bara geggjað og vonandi það sem koma skal.“ – Er þetta ekki bara hvatning til Grindvíkinga að halda þessum dampi fram að vori? „Algjörlega. Það væri bara geggjað, okkur veitir ekkert af því. Þetta er hörku deild og hver leikur „do or die“ liggur við. Ég mæli eindregið með því.“ Mikið hefur verið rætt um að Grindvíkingar séu með þunnskipaðan hóp í vetur. Gamla ÍG kempan Bergvin Ólafarson setti Subway skotið frá miðju í kvöld, Jóhann hefur ekkert íhugað að bjóða honum að mæta á æfingar? „Við erum búnir að vera að reyna að bæta við þetta síðan í október, þetta er bara geggjuð hugmynd.“ Það eru þá sem sagt einhverjar breytingar á hópnum í kortinu? „Við erum búnir að vera að leita síðan einhvern tímann í október þannig að það gerist vonandi núna að við náum að bæta við þetta, vonandi náum við að kreista það út sem fyrst.“ Það verður áhugavert að sjá hvað Grindvíkingar draga uppúr hattinum á leikmannamarkaðnum á nýju ári. Það er góð stemming í hópnum samkvæmt því sem fyrirliðinn Ólafur Ólafsson sagði við okkur í viðtali eftir leik, svo að Grindvíkingar þurfa að velja þetta síðasta púsl af kostgæfni.
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 95-93 | Magnaður fjórði leikhluti Þórsara dugði ekki Grindavík virtist með unninn leik í höndunum þegar fjórði leikhluti hófst gegn Þór Þorlákshöfn í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsarar eru hins vegar ólseigir og spiluðu hreint út sagt frábærlega í 4. leikhluta. Það dugði hins vegar ekki og Grindavík vann á endanum tveggja stiga sigur. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 30. desember 2022 20:10 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 95-93 | Magnaður fjórði leikhluti Þórsara dugði ekki Grindavík virtist með unninn leik í höndunum þegar fjórði leikhluti hófst gegn Þór Þorlákshöfn í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsarar eru hins vegar ólseigir og spiluðu hreint út sagt frábærlega í 4. leikhluta. Það dugði hins vegar ekki og Grindavík vann á endanum tveggja stiga sigur. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 30. desember 2022 20:10