Megi nýtt ár breyta vonum í veruleika Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 31. desember 2022 16:30 Það er svo margt sem mig langar að segja við áramót. Svo margt sem ég vildi að nýtt ár færi okkur, örþjóðinni sem hefur öll tækifæri í hendi sér til farsældar. En fyrst og fremst vildi ég að nýtt ár færi okkur betra og réttlátara samfélag. Það er mikilvægt að samtök fatlaðs fólks séu stöðugt á verði og veiti stjórnvöldum aðhald til gagns, en um leið erum við samstarfsaðili um öll mál sem varða fatlað fólk. Við höfum átt gott samstarf við stjórnvöld og sérstaklega nefni ég þar félags- og vinnumarkaðsráðherra og forsætisráðherra, sem er umhugað um mannréttindi og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, að öðrum ólöstuðum. En betur má ef duga skal og þó ýmislegt hafi áunnist þurfa stjórnvöld að vakna til vitundar um hve lítið þarf útaf að bera til að líf þeirra sjálfra og þeirra nánustu kollvarpist og valdleysi í eigin lífi verði veruleikinn. Í samfélag okkar hefur stéttskipting aukist. Vinnandi krefjast bættra lífskjara, að þau nái endum saman á launum sínum. Þau sem misst hafa færni til að vinna vegna veikinda og slysa eða fæðst fötluð krefjast aðgengis að samfélaginu, sjálfsagðra réttinda og þess að hafa framfærslu sem dugar fyrir grunnþörfum. Lágmarkið er að búa við afkomuöryggi þar sem grunnþarfir eru tryggðar til mannsæmandi lífs. Árið sem er að líða bar margt gott í skauti sér og einnig fleiri verkefni í þágu fatlaðs fólks sem ÖBÍ réttindasamtök unnu að. Við héldum málþing og málstofur sem fjölluðu um heilbrigðismál, kjaramál, húsnæðismál, aðgengismálum og málefni barna, svo eitthvað sé nefnt og tókum þátt í ýmsum samstarfsverkefnum með ríki,sveitarfélögum og öðrum. Við stóðum fyrir vitundarvakningu á ýmsum sviðum og keyrðum herferðina „Lögfestum samninginn“. Við vöktum athygli stjórnvalda á að taka yrði á móti fötluðu fólki frá Úkraínu og vöktum athygli á að í stríði er það fatlað fólk sem skilið er eftir eitt án aðstoðar, börn og fullorðnir. Fatlað fólk hefur ekki aðgengi að samfélaginu til jafns við flest, og nýtur ekki þeirra sjálfsögðu réttinda sem flest hafa án þess að leiða hugann nokkru sinni að því. Sum okkar hafa ekki aðgengi að bankareikningi, Heilsuveru né Strætó, þar sem rafræn skilríki vantar. Sum hafa ekki tækifæri til að mennta sig eða taka þátt á vinnumarkaði, þar sem iðulega er auglýst eftir fólki með hæfni sem fæst hafa auk þess sem vinnumarkaðurinn þarf að bjóða breiða flóru hlutastarfa fyrir allskonar fólk. Aðgengi hindrar önnur til að fara um, heimsækja fjölskyldu og vini, svo dæmi sé nefnt og sum eru sett á hjúkrunarstofnanir gegn vilja sínum. Hópurinn hefur það sammerkt að þurfa að reiða sig á almannatryggingakerfið sem skammtar svo naumt að mörg eiga ekki fyrir mat þegar húsnæðiskostnaður hefur verið greiddur. Könnun Vörðu sýndi fyrir rúmu ári síðan að 80% fatlaðs fólks átti erfitt með að ná endum saman um hver mánaðamót og voru þar einstæðir fatlaðir foreldrar og einstæðir karlar langverst stödd. Áttatíu prósent, og ekki hefur ástandið batnað. Það er morgunljóst að breytinga til jöfnuðar og réttlátara samfélags er þörf, látum það vera verkefni nýja ársins! Kannski þurfa þau sem reikna út lífeyrir fólks að setja sig augnablik í spor þeirra sem þau úthluta fátækt og ömurð. Myndu sömu aðilar telja þetta réttlátt ættu þau sjálf í hlut? Það að úthluta fjárhagslegu öryggi til fólks sem ekki er fullvinnandi eða með vinnugetu þarf að taka mið af því hvað kostar að lifa á Íslandi, það þarf að taka mið af hækkandi húsnæðiskostnaði, matvöruverði og öðru sem telst til grunnþarfa fólks. Það er verkefnið. Margt þarf að laga svo fatlað fólk njóti sjálfsagðra réttinda. Margt hefur verið gert til að bæta stöðuna en mun stærri skref þarf að stíga af hugrekki til að skapa réttlátara samfélag þar sem við öll höfum sjálfsögð réttindi. Þannig verður dregið úr misskiptingu og ójöfnuði. Mikilvægustu stoðir samfélagisins; menntakerfið, heilbrigðiskerfið og félagslega kerfið þarf að styrkja verulega til að mæta nútímanum og framtíðinni. Byggjum upp betra samfélag þar sem öll tilheyra og lögfestum samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks ... bara strax. Megi nýtt ár breyta vonum í veruleika og færa farsæld, jöfnuð og sjálfsögð réttindi fyrir öll! Takk fyrir það gamla. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Það er svo margt sem mig langar að segja við áramót. Svo margt sem ég vildi að nýtt ár færi okkur, örþjóðinni sem hefur öll tækifæri í hendi sér til farsældar. En fyrst og fremst vildi ég að nýtt ár færi okkur betra og réttlátara samfélag. Það er mikilvægt að samtök fatlaðs fólks séu stöðugt á verði og veiti stjórnvöldum aðhald til gagns, en um leið erum við samstarfsaðili um öll mál sem varða fatlað fólk. Við höfum átt gott samstarf við stjórnvöld og sérstaklega nefni ég þar félags- og vinnumarkaðsráðherra og forsætisráðherra, sem er umhugað um mannréttindi og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, að öðrum ólöstuðum. En betur má ef duga skal og þó ýmislegt hafi áunnist þurfa stjórnvöld að vakna til vitundar um hve lítið þarf útaf að bera til að líf þeirra sjálfra og þeirra nánustu kollvarpist og valdleysi í eigin lífi verði veruleikinn. Í samfélag okkar hefur stéttskipting aukist. Vinnandi krefjast bættra lífskjara, að þau nái endum saman á launum sínum. Þau sem misst hafa færni til að vinna vegna veikinda og slysa eða fæðst fötluð krefjast aðgengis að samfélaginu, sjálfsagðra réttinda og þess að hafa framfærslu sem dugar fyrir grunnþörfum. Lágmarkið er að búa við afkomuöryggi þar sem grunnþarfir eru tryggðar til mannsæmandi lífs. Árið sem er að líða bar margt gott í skauti sér og einnig fleiri verkefni í þágu fatlaðs fólks sem ÖBÍ réttindasamtök unnu að. Við héldum málþing og málstofur sem fjölluðu um heilbrigðismál, kjaramál, húsnæðismál, aðgengismálum og málefni barna, svo eitthvað sé nefnt og tókum þátt í ýmsum samstarfsverkefnum með ríki,sveitarfélögum og öðrum. Við stóðum fyrir vitundarvakningu á ýmsum sviðum og keyrðum herferðina „Lögfestum samninginn“. Við vöktum athygli stjórnvalda á að taka yrði á móti fötluðu fólki frá Úkraínu og vöktum athygli á að í stríði er það fatlað fólk sem skilið er eftir eitt án aðstoðar, börn og fullorðnir. Fatlað fólk hefur ekki aðgengi að samfélaginu til jafns við flest, og nýtur ekki þeirra sjálfsögðu réttinda sem flest hafa án þess að leiða hugann nokkru sinni að því. Sum okkar hafa ekki aðgengi að bankareikningi, Heilsuveru né Strætó, þar sem rafræn skilríki vantar. Sum hafa ekki tækifæri til að mennta sig eða taka þátt á vinnumarkaði, þar sem iðulega er auglýst eftir fólki með hæfni sem fæst hafa auk þess sem vinnumarkaðurinn þarf að bjóða breiða flóru hlutastarfa fyrir allskonar fólk. Aðgengi hindrar önnur til að fara um, heimsækja fjölskyldu og vini, svo dæmi sé nefnt og sum eru sett á hjúkrunarstofnanir gegn vilja sínum. Hópurinn hefur það sammerkt að þurfa að reiða sig á almannatryggingakerfið sem skammtar svo naumt að mörg eiga ekki fyrir mat þegar húsnæðiskostnaður hefur verið greiddur. Könnun Vörðu sýndi fyrir rúmu ári síðan að 80% fatlaðs fólks átti erfitt með að ná endum saman um hver mánaðamót og voru þar einstæðir fatlaðir foreldrar og einstæðir karlar langverst stödd. Áttatíu prósent, og ekki hefur ástandið batnað. Það er morgunljóst að breytinga til jöfnuðar og réttlátara samfélags er þörf, látum það vera verkefni nýja ársins! Kannski þurfa þau sem reikna út lífeyrir fólks að setja sig augnablik í spor þeirra sem þau úthluta fátækt og ömurð. Myndu sömu aðilar telja þetta réttlátt ættu þau sjálf í hlut? Það að úthluta fjárhagslegu öryggi til fólks sem ekki er fullvinnandi eða með vinnugetu þarf að taka mið af því hvað kostar að lifa á Íslandi, það þarf að taka mið af hækkandi húsnæðiskostnaði, matvöruverði og öðru sem telst til grunnþarfa fólks. Það er verkefnið. Margt þarf að laga svo fatlað fólk njóti sjálfsagðra réttinda. Margt hefur verið gert til að bæta stöðuna en mun stærri skref þarf að stíga af hugrekki til að skapa réttlátara samfélag þar sem við öll höfum sjálfsögð réttindi. Þannig verður dregið úr misskiptingu og ójöfnuði. Mikilvægustu stoðir samfélagisins; menntakerfið, heilbrigðiskerfið og félagslega kerfið þarf að styrkja verulega til að mæta nútímanum og framtíðinni. Byggjum upp betra samfélag þar sem öll tilheyra og lögfestum samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks ... bara strax. Megi nýtt ár breyta vonum í veruleika og færa farsæld, jöfnuð og sjálfsögð réttindi fyrir öll! Takk fyrir það gamla. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar