McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2023 14:05 Kevin McCarthy þykir í erfiðri stöðu en hann hefur lagt mikið púður í það að verða forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Útlit er fyrir að honum muni mistakast það aftur. AP/Carolyn Kaster Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. McCarthy hefur lengi viljað verða þingforseti og hefur aldrei farið leynt með það. Hann reyndi það síðast árið 2015 en þá mistókst honum að tryggja sér embættið og það endaði í höndum Paul Ryans. Repúblikanar tryggðu sér mjög nauman meirihluta í fulltrúadeildinni en hún skiptist 222-212 milli flokka. McCarthy má því ekki við því að fleiri en fjórir þingmenn Repúblikanaflokksins neiti að styðja hann. Eins og staðan er núna lítur út fyrir að það séu töluvert fleiri þingmenn en það sem vilja ekki að hann verði forseti þingsins. Þingmenn Repúblikanaflokksins sem þykja langt til hægri og öfgakenndir eru mótfallnir McCarthy og aðrir hófsamir Repúblikanar eru einnig sagðir óttast það að öfgakenndir þingmenn gætu notað sér veika stöðu McCarthy til að þvinga hann til að framfylgja vilja þeirra. Sjá einnig: Mætir mótspyrnu innan eigin flokks Samkvæmt frétt Politico ræddi McCarthy við þingflokkinn í gær og hét hann því að verða við kröfum þingmanna um að breytingar yrðu gerðar á reglum svo auðveldara yrði að víkja honum úr embætti. Breytingarnar yrðu á þá leið að einungis fimm þingmenn þyrftu að krefjast atkvæðagreiðslu um að víkja þingforseta úr embætti, í stað helmings þingflokksins. Í kjölfar þeirrar yfirlýsingar birtu níu íhaldssamir þingmenn flokksins yfirlýsingu um að McCarthy hefði ekki stuðning þeirra. Það er til viðbótar við fimm aðra þingmenn flokksins sem hafa lýst því yfir að þeir styðji McCarthy ekki. Sjá einnig: Slæmt gengi kemur niður á draumum McCarthy Einn þingmaður flokksins sem ræddi við blaðamenn Politico sagði þar að auki að einhverjir óákveðnir þingmenn ætluðu sér ekki að styðja hann. „Vandamálið er að fólk treystir Kevin McCarthy ekki og nokkrir ætla ekki að veita honum atkvæði,“ sagði þingmaðurinn sem ræddi við miðilinn gegn nafnleynd. Þingmaðurinn Bob Good sagði í viðtali í dag að hann myndi aldrei veita McCarthy atkvæði sitt. Aðspurður um annan mögulegan þingforseta, sagði Good að það kæmi í ljós á morgun. Rep. Bob Good says unequivocally on Fox & Friends that he won't vote for Kevin McCarthy for speaker, then says of an alternate candidate, "you'll see that name tomorrow on the second ballot" pic.twitter.com/I3ollpJw8A— Aaron Rupar (@atrupar) January 2, 2023 Bandaríski miðillinn Punchbowl News, sem sérhæfir sig í málefnum þingsins, segir að útlit sé fyrir að allavega fimm til tíu þingmenn ætli ekki að styðja McCarthy. Ekki sé þó ljóst hvort allir muni standa við það, því erfitt sé fyrir þingmenn að fara svo opinberlega gegn leiðtoga þingflokksins og að mikil óreiða gæti myndast á þinginu. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump hafði tekjur í fjölda ríkja á meðan hann var forseti Skattskýrslur Donalds Trump sýna að hann hafði tekjur í á öðrum tug landa á meðan hann var forseti Bandaríkjanna og að hann átti bankareikning í Kína. Trump greiddi enga alríkisskatta síðasta ár sitt sem forseti. 2. janúar 2023 12:20 Þungir dómar yfir öfgamönnum sem ætluðu að ræna ríkisstjóra Forsprakki hóps hægriöfgamanna sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í rúmlega nítján ára fangelsi í gær. Dómurinn er sá þyngsti í málinu en annar leiðtoga hópsins hlaut sextán ára dóm á þriðjudag. 29. desember 2022 16:03 Rannsaka raðlygna verðandi þingmanninn Alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum rannsaka nú fjármál nýkjörins þingmanns Repúblikanaflokksins og ítrekaðar lygar hans um sjálfan sig í kosningabaráttunni. Verðandi þingmaðurinn hefur átt erfitt með að skýra hvaðan fé sem hann notaði til framboðsins kom. 29. desember 2022 08:49 Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51 Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19 Beina spjótum sínum að Trump Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump. 14. nóvember 2022 09:21 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Sjá meira
McCarthy hefur lengi viljað verða þingforseti og hefur aldrei farið leynt með það. Hann reyndi það síðast árið 2015 en þá mistókst honum að tryggja sér embættið og það endaði í höndum Paul Ryans. Repúblikanar tryggðu sér mjög nauman meirihluta í fulltrúadeildinni en hún skiptist 222-212 milli flokka. McCarthy má því ekki við því að fleiri en fjórir þingmenn Repúblikanaflokksins neiti að styðja hann. Eins og staðan er núna lítur út fyrir að það séu töluvert fleiri þingmenn en það sem vilja ekki að hann verði forseti þingsins. Þingmenn Repúblikanaflokksins sem þykja langt til hægri og öfgakenndir eru mótfallnir McCarthy og aðrir hófsamir Repúblikanar eru einnig sagðir óttast það að öfgakenndir þingmenn gætu notað sér veika stöðu McCarthy til að þvinga hann til að framfylgja vilja þeirra. Sjá einnig: Mætir mótspyrnu innan eigin flokks Samkvæmt frétt Politico ræddi McCarthy við þingflokkinn í gær og hét hann því að verða við kröfum þingmanna um að breytingar yrðu gerðar á reglum svo auðveldara yrði að víkja honum úr embætti. Breytingarnar yrðu á þá leið að einungis fimm þingmenn þyrftu að krefjast atkvæðagreiðslu um að víkja þingforseta úr embætti, í stað helmings þingflokksins. Í kjölfar þeirrar yfirlýsingar birtu níu íhaldssamir þingmenn flokksins yfirlýsingu um að McCarthy hefði ekki stuðning þeirra. Það er til viðbótar við fimm aðra þingmenn flokksins sem hafa lýst því yfir að þeir styðji McCarthy ekki. Sjá einnig: Slæmt gengi kemur niður á draumum McCarthy Einn þingmaður flokksins sem ræddi við blaðamenn Politico sagði þar að auki að einhverjir óákveðnir þingmenn ætluðu sér ekki að styðja hann. „Vandamálið er að fólk treystir Kevin McCarthy ekki og nokkrir ætla ekki að veita honum atkvæði,“ sagði þingmaðurinn sem ræddi við miðilinn gegn nafnleynd. Þingmaðurinn Bob Good sagði í viðtali í dag að hann myndi aldrei veita McCarthy atkvæði sitt. Aðspurður um annan mögulegan þingforseta, sagði Good að það kæmi í ljós á morgun. Rep. Bob Good says unequivocally on Fox & Friends that he won't vote for Kevin McCarthy for speaker, then says of an alternate candidate, "you'll see that name tomorrow on the second ballot" pic.twitter.com/I3ollpJw8A— Aaron Rupar (@atrupar) January 2, 2023 Bandaríski miðillinn Punchbowl News, sem sérhæfir sig í málefnum þingsins, segir að útlit sé fyrir að allavega fimm til tíu þingmenn ætli ekki að styðja McCarthy. Ekki sé þó ljóst hvort allir muni standa við það, því erfitt sé fyrir þingmenn að fara svo opinberlega gegn leiðtoga þingflokksins og að mikil óreiða gæti myndast á þinginu.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump hafði tekjur í fjölda ríkja á meðan hann var forseti Skattskýrslur Donalds Trump sýna að hann hafði tekjur í á öðrum tug landa á meðan hann var forseti Bandaríkjanna og að hann átti bankareikning í Kína. Trump greiddi enga alríkisskatta síðasta ár sitt sem forseti. 2. janúar 2023 12:20 Þungir dómar yfir öfgamönnum sem ætluðu að ræna ríkisstjóra Forsprakki hóps hægriöfgamanna sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í rúmlega nítján ára fangelsi í gær. Dómurinn er sá þyngsti í málinu en annar leiðtoga hópsins hlaut sextán ára dóm á þriðjudag. 29. desember 2022 16:03 Rannsaka raðlygna verðandi þingmanninn Alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum rannsaka nú fjármál nýkjörins þingmanns Repúblikanaflokksins og ítrekaðar lygar hans um sjálfan sig í kosningabaráttunni. Verðandi þingmaðurinn hefur átt erfitt með að skýra hvaðan fé sem hann notaði til framboðsins kom. 29. desember 2022 08:49 Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51 Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19 Beina spjótum sínum að Trump Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump. 14. nóvember 2022 09:21 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Sjá meira
Trump hafði tekjur í fjölda ríkja á meðan hann var forseti Skattskýrslur Donalds Trump sýna að hann hafði tekjur í á öðrum tug landa á meðan hann var forseti Bandaríkjanna og að hann átti bankareikning í Kína. Trump greiddi enga alríkisskatta síðasta ár sitt sem forseti. 2. janúar 2023 12:20
Þungir dómar yfir öfgamönnum sem ætluðu að ræna ríkisstjóra Forsprakki hóps hægriöfgamanna sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í rúmlega nítján ára fangelsi í gær. Dómurinn er sá þyngsti í málinu en annar leiðtoga hópsins hlaut sextán ára dóm á þriðjudag. 29. desember 2022 16:03
Rannsaka raðlygna verðandi þingmanninn Alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum rannsaka nú fjármál nýkjörins þingmanns Repúblikanaflokksins og ítrekaðar lygar hans um sjálfan sig í kosningabaráttunni. Verðandi þingmaðurinn hefur átt erfitt með að skýra hvaðan fé sem hann notaði til framboðsins kom. 29. desember 2022 08:49
Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51
Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19
Beina spjótum sínum að Trump Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump. 14. nóvember 2022 09:21