„Nú gefst ég upp“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. janúar 2023 20:20 Eggert segist hann vona að eitthvað muni breytast til hins betra innan veggja spítalans en hann er þó ekki bjartsýnn. Samsett Eggert Eyjólfsson bráðalæknir sagði upp á bráðamóttöku Landspítalans í haust og lauk sinni síðustu vakt fyrir áramót. Eggert segir ástæðuna fyrir uppsögninni vera einfalda: starfsaðstæður eru óboðlegar og stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Hann telur öryggi sjúklinga ógnað. Eiginkona Eggerts er einnig menntuð innan heilbrigðisgeirans og starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni. Hún sagði upp störfum síðasta vor, af sömu ástæðum og Eggert. „Við sáum einmitt fréttinar af bílsslysinu í dag, þar sem níu manns voru fluttir á bráðadeildina. Við litum bara hvort á annað og hugsuðum með okkur hvernig í ósköpunum það ætti eftir að ganga að sinna þessu tilfelli á bráðamóttökunni,“ segir Eggert í samtali við Vísi nú í kvöld. „Það má segja að það sem hafi endanlega fyllt mælinn hjá mér var þegar ég las fjárlögin fyrir þetta ár og sá að það átti að lækka fjárframlög til nýbyggingar Landspítala. Það er alveg á hreinu að menn hafa nákvæmlega engan áhuga að bæta ástandið á spítalanum. Við vitum að það er hægt, en viljinn er greinilega ekki þarna.“ Eggert segist ekki hafa tölu á þeim hjúkrunarfræðingum sem hafa hrökklast úr starfi undanfarin ár vegna ástandsins. Hann hefur einnig horft á eftir fjölmörgum öðrum sérfræðilæknum. Afleiðingarnar eru þær að ekki hefur verið hægt að fullmanna vaktir á bráðamóttökunni. Allajafna ættu níu sérfræðilæknar að vera á vakt hverju sinni en Eggert man ekki eftir að það hafi nokkurn tímann tekist. Sjálfur hefur hann oftar en ekki lent í því að þurfa að sinna þriggja manna starfi. „Við þessar aðstæður geta læknar einfaldlega ekki sinnt sínu starfi eins og ætlast er til og sjúklingar geta heldur ekki fengið viðeigandi þjónustu.“ Fjölskyldan er í fyrsta sæti Aðspurður segist Eggert ekki vita hvað taki nú við hjá sér en víst er að hann ætlar að setja sjálfan sig, fjölskylduna og heimilið í fyrsta sæti, enda löngu kominn tími til. Eggert birti færslu á facebooksíðu sinni fyrr í dag sem fengið hefur sterk viðbrögð en þar segist hann vona að eitthvað muni breytast til hins betra innan veggja spítalans svo fólki verði gert kleift að starfa þar við ásættanlegar kringumstæður. „Á bráðamóttöku Landspítala starfar gríðarlega duglegt, ósérhlífið og fært fólk í öllum stöðum. Vanvirðingin sem þessu fólki er sýnd af hálfu yfirvalda og á stundum stjórnenda Landspítala er ólýsanleg og ég gat ekki meir. Ég mun sakna þess að vinna við það fag sem ég valdi mér sem ævistarf og hef þjálfað mig til að sinna undanfarin fimmtán ár. Em fjölskyldan mín fyrst og fremst, en líka líkamleg og andleg heilsa er mér mikilvægari. Ég vona innilega að stjórnvöldum og stjórnendum LSH takist að snúa dæminu við, en leyfi mér að vera svartsýnn.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Eiginkona Eggerts er einnig menntuð innan heilbrigðisgeirans og starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni. Hún sagði upp störfum síðasta vor, af sömu ástæðum og Eggert. „Við sáum einmitt fréttinar af bílsslysinu í dag, þar sem níu manns voru fluttir á bráðadeildina. Við litum bara hvort á annað og hugsuðum með okkur hvernig í ósköpunum það ætti eftir að ganga að sinna þessu tilfelli á bráðamóttökunni,“ segir Eggert í samtali við Vísi nú í kvöld. „Það má segja að það sem hafi endanlega fyllt mælinn hjá mér var þegar ég las fjárlögin fyrir þetta ár og sá að það átti að lækka fjárframlög til nýbyggingar Landspítala. Það er alveg á hreinu að menn hafa nákvæmlega engan áhuga að bæta ástandið á spítalanum. Við vitum að það er hægt, en viljinn er greinilega ekki þarna.“ Eggert segist ekki hafa tölu á þeim hjúkrunarfræðingum sem hafa hrökklast úr starfi undanfarin ár vegna ástandsins. Hann hefur einnig horft á eftir fjölmörgum öðrum sérfræðilæknum. Afleiðingarnar eru þær að ekki hefur verið hægt að fullmanna vaktir á bráðamóttökunni. Allajafna ættu níu sérfræðilæknar að vera á vakt hverju sinni en Eggert man ekki eftir að það hafi nokkurn tímann tekist. Sjálfur hefur hann oftar en ekki lent í því að þurfa að sinna þriggja manna starfi. „Við þessar aðstæður geta læknar einfaldlega ekki sinnt sínu starfi eins og ætlast er til og sjúklingar geta heldur ekki fengið viðeigandi þjónustu.“ Fjölskyldan er í fyrsta sæti Aðspurður segist Eggert ekki vita hvað taki nú við hjá sér en víst er að hann ætlar að setja sjálfan sig, fjölskylduna og heimilið í fyrsta sæti, enda löngu kominn tími til. Eggert birti færslu á facebooksíðu sinni fyrr í dag sem fengið hefur sterk viðbrögð en þar segist hann vona að eitthvað muni breytast til hins betra innan veggja spítalans svo fólki verði gert kleift að starfa þar við ásættanlegar kringumstæður. „Á bráðamóttöku Landspítala starfar gríðarlega duglegt, ósérhlífið og fært fólk í öllum stöðum. Vanvirðingin sem þessu fólki er sýnd af hálfu yfirvalda og á stundum stjórnenda Landspítala er ólýsanleg og ég gat ekki meir. Ég mun sakna þess að vinna við það fag sem ég valdi mér sem ævistarf og hef þjálfað mig til að sinna undanfarin fimmtán ár. Em fjölskyldan mín fyrst og fremst, en líka líkamleg og andleg heilsa er mér mikilvægari. Ég vona innilega að stjórnvöldum og stjórnendum LSH takist að snúa dæminu við, en leyfi mér að vera svartsýnn.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira