Innlent

Lést eftir útskrift frá bráðamóttöku

Samúel Karl Ólason skrifar
Sex alvarleg atvik á bráðamóttökunni voru tilkynnt til Landlæknis í fyrra.
Sex alvarleg atvik á bráðamóttökunni voru tilkynnt til Landlæknis í fyrra. Vísir

Tæplega sextugur maður lést stuttu eftir að hann var útskrifaður af bráðamóttöku milli jóla og nýárs. Málið hefur verið tilkynnt til bæði Landlæknis og lögreglu og rannsakað sem alvarlegt atvik.

Frá þessu er sagt á vef Ríkisútvarpsins en samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV þótti ekki ástæða til að halda manninum á spítala eftir að hann fór í rannsóknir. Nú er verið að skoða hvort að rétt hafi verið að útskrifa manninn, miðað við þær upplýsingar sem fyrir lágu.

Maðurinn er sagður hafa látist nokkrum klukkustundum eftir útskrift.

Einnig er verið að skoða hvort eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað og hvort starfsfólki hafi yfirsést eitthvað.

Rúv segir að í svari við fyrirspurn til Landlæknis komi fram að sex alvarleg atvik á bráðamóttökunni hafi verið tilkynnt í fyrra. Erfitt sé að segja hvort atvikum hafi fjölgað þó sex virðist fleiri en áður hafi verið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×