Úr slæmu ástandi í enn verra Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2023 19:00 Eggert Eyjólfsson, sérfræðingur í bráðalækningum. Vísir/Egill Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær. Alvarleg staða á bráðamóttöku er nú enn og aftur í deiglunni; aðstæður voru til að mynda óvenjulega erfiðar yfir hátíðarnar vegna alvarlegra veirusýkinga. Í gær bættist enn á álagið þegar flogið var með níu á spítalann eftir harðan árekstur sunnan við Öræfajökul. Flestir eru nú útskrifaðir. Yfirlæknir á bráðamóttökunni segir að starfsfólk hafi fengið talsverðan tíma til að undirbúa sig fyrir holskeflu sjúklinga úr slysinu í gær. Vel hafi gengið að taka á móti fólkinu. En annað gæti hafa verið uppi á teningnum ef fyrirvarinn hefði verið styttri, eins og svo oft er. Fjölskyldan gengur fyrir En vandinn teygir sig auðvitað lengra aftur. Eggerti Eyjólfssyni, sérfræðingi í bráðalækningum, sem fékk sig fullsaddan og lét af störfum nú um áramótin, telst til að minnst fimm til viðbótar hafi gert hið sama. „Þetta er það sem ég hef þjálfað mig í og starfað við í fimmtán ár, þannig að það er mjög þungbært að taka þessa ákvörðun. En þetta var farið að hafa áhrif á mann. Og á fjölskyldulífið. Þannig að fjölskyldan gengur fyrir,“ segir Eggert. Eggert hefur verið viðloðandi bráðamóttökuna síðan 2009 en hóf formlega störf sem sérfræðilæknir í ársbyrjun 2021. „Ástandið er miklu verra en það var þegar ég kom. Það var samt slæmt þegar ég kom,“ segir Eggert. „Þetta er bara mjög erfitt. Og ég stóð hérna vakt í sumar þar sem eg var að sinna starfi þriggja. Og á ákveðnum tímapunkti hefði ég þurft fjóra sérfræðilækna í bráðalækningum á gólfinu á sama tíma.“ Þannig að þetta er algjört neyðarástand? „Þetta er bara stríðsástand. Þetta eru hamfarir sem eiga sér stað, stundum, innan þessara veggja.“ Ekki sé alltaf hægt að tryggja öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. „Ég vona að fólk veigri sér ekki við að koma. En ég skil ef það gerir það.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Alvarleg staða á bráðamóttöku er nú enn og aftur í deiglunni; aðstæður voru til að mynda óvenjulega erfiðar yfir hátíðarnar vegna alvarlegra veirusýkinga. Í gær bættist enn á álagið þegar flogið var með níu á spítalann eftir harðan árekstur sunnan við Öræfajökul. Flestir eru nú útskrifaðir. Yfirlæknir á bráðamóttökunni segir að starfsfólk hafi fengið talsverðan tíma til að undirbúa sig fyrir holskeflu sjúklinga úr slysinu í gær. Vel hafi gengið að taka á móti fólkinu. En annað gæti hafa verið uppi á teningnum ef fyrirvarinn hefði verið styttri, eins og svo oft er. Fjölskyldan gengur fyrir En vandinn teygir sig auðvitað lengra aftur. Eggerti Eyjólfssyni, sérfræðingi í bráðalækningum, sem fékk sig fullsaddan og lét af störfum nú um áramótin, telst til að minnst fimm til viðbótar hafi gert hið sama. „Þetta er það sem ég hef þjálfað mig í og starfað við í fimmtán ár, þannig að það er mjög þungbært að taka þessa ákvörðun. En þetta var farið að hafa áhrif á mann. Og á fjölskyldulífið. Þannig að fjölskyldan gengur fyrir,“ segir Eggert. Eggert hefur verið viðloðandi bráðamóttökuna síðan 2009 en hóf formlega störf sem sérfræðilæknir í ársbyrjun 2021. „Ástandið er miklu verra en það var þegar ég kom. Það var samt slæmt þegar ég kom,“ segir Eggert. „Þetta er bara mjög erfitt. Og ég stóð hérna vakt í sumar þar sem eg var að sinna starfi þriggja. Og á ákveðnum tímapunkti hefði ég þurft fjóra sérfræðilækna í bráðalækningum á gólfinu á sama tíma.“ Þannig að þetta er algjört neyðarástand? „Þetta er bara stríðsástand. Þetta eru hamfarir sem eiga sér stað, stundum, innan þessara veggja.“ Ekki sé alltaf hægt að tryggja öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. „Ég vona að fólk veigri sér ekki við að koma. En ég skil ef það gerir það.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira