Furðar sig á ströngum Covid-reglum: „Ekkert annað en þvæla og vitleysa“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. janúar 2023 07:02 Íslenska karlalandsliðið í handbolta fékk heldur betur að kenna á kórónuveirunni á seinasta stórmóti. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Ívar Benediktsson, ritstjóri vefmiðilsins Handbolti.is, var gestur í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem hitað var upp fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta. Ívar ræddi meðal annars um þær ströngu Covid-reglur sem verða í gildi á mótinu og finnst þær í skásta lagi furðulegar. „Maður áttar sig ekki alveg á þessari dellu því þetta er náttúrulega ekkert annað en þvæla og vitleysa eins og ástandið er,“ sagði Ívar í hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar. Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, minnti hlustendur þá á þá staðreynd að nú væri nýbúið að halda einn stærsta íþróttaviðburð veraldar, HM í fótbolta, sem fram fór í Katar. „Og þar er ekki minnst á neina veiru,“ sagði Ívar. „Þetta er nú enn þá í gangi hérna hjá okkur. Það er enn þá fólk að veikjast og smitast af Covid hérna á Íslandi og út um allt. En þetta er svo gjörsamlega út úr kortinu og ég held að það sé alveg ljóst að þessu hefur einn maður ráðið og það er forsetinn [Hassan Moustafa, forseti Alþjóðahandknattleikssambandsins].“ „Innan stjórnarinnar eru Skandinavíubúar og Evrópubúar, en annað hvort hafa þeir ekki staðið í lappirnar, eða þá að það hefur ekkert verið hlustað á þá.“ Evrópumótið algjört fíaskó Eins og alþjóð man þá hafði kórónuveiran mikil áhrif á íslenska hópinn á EM í fyrra þar sem hver leikmaðurinn á fætur öðrum var sendur í einangrun. „Þetta var algjört fíaskó og allt of strangt tekið á þessu. Þetta var bara vitleysa. Ég sjálfur sat í súpunni í heila viku. Eldhress og ekkert að mér. Jú, ég fékk í hálsinn eina nótt og framan af degi, en þetta var ekkert og ég þurfti að húka inni á hóteli og horfði bara á þetta í sjónvarpinu. Hefði alveg eins getað verið heima.“ „Það sama var með alla þessa leikmenn. Flestir þeirra voru eldhressir, en auðvitað einhverjir nokkrir sem veiktust. En þetta var altt of strangt og allt umhverfið var tóm vitleysa,“ sagði Ívar meðal annars um Evrópumótið í fyrra. Moustafa ekki í sambandi við raunveruleikann Þá vandar Ívar forseta IHF, Hassan Moustafa, ekki kveðjurnar. „Þetta er algjörlega út úr kortinu. Þessu stjórnar bara einn maður, nákvæmlega sama og var fyrir HM í Egyptalandi þegar hann ætlaði að vera með helling af áhorfendum. En hann bakkaði reyndar út úr því rétt fyrir mót.“ „En núna virðist hann ætla að halda í þetta. Ég sá hann síðast í vor og þá var verið að draga í riðla. Þá var hann nánast eini maðurinn á þessari samkomu sem var í Katowice í Póllandi sem var með grímu. Hann virðist óttast veiruna og ég efa það ekki, en hann er ekki í nokkru sambandi við raunveruleikann.“ Hægt er að hlusta á seinasta þátt af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir neðan, en eldræða Ívars um Covid-reglurnar hefst eftir um 46 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Bransasögur frá þrjátíu ára ferli í kringum íslenska landsliðið HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
„Maður áttar sig ekki alveg á þessari dellu því þetta er náttúrulega ekkert annað en þvæla og vitleysa eins og ástandið er,“ sagði Ívar í hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar. Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, minnti hlustendur þá á þá staðreynd að nú væri nýbúið að halda einn stærsta íþróttaviðburð veraldar, HM í fótbolta, sem fram fór í Katar. „Og þar er ekki minnst á neina veiru,“ sagði Ívar. „Þetta er nú enn þá í gangi hérna hjá okkur. Það er enn þá fólk að veikjast og smitast af Covid hérna á Íslandi og út um allt. En þetta er svo gjörsamlega út úr kortinu og ég held að það sé alveg ljóst að þessu hefur einn maður ráðið og það er forsetinn [Hassan Moustafa, forseti Alþjóðahandknattleikssambandsins].“ „Innan stjórnarinnar eru Skandinavíubúar og Evrópubúar, en annað hvort hafa þeir ekki staðið í lappirnar, eða þá að það hefur ekkert verið hlustað á þá.“ Evrópumótið algjört fíaskó Eins og alþjóð man þá hafði kórónuveiran mikil áhrif á íslenska hópinn á EM í fyrra þar sem hver leikmaðurinn á fætur öðrum var sendur í einangrun. „Þetta var algjört fíaskó og allt of strangt tekið á þessu. Þetta var bara vitleysa. Ég sjálfur sat í súpunni í heila viku. Eldhress og ekkert að mér. Jú, ég fékk í hálsinn eina nótt og framan af degi, en þetta var ekkert og ég þurfti að húka inni á hóteli og horfði bara á þetta í sjónvarpinu. Hefði alveg eins getað verið heima.“ „Það sama var með alla þessa leikmenn. Flestir þeirra voru eldhressir, en auðvitað einhverjir nokkrir sem veiktust. En þetta var altt of strangt og allt umhverfið var tóm vitleysa,“ sagði Ívar meðal annars um Evrópumótið í fyrra. Moustafa ekki í sambandi við raunveruleikann Þá vandar Ívar forseta IHF, Hassan Moustafa, ekki kveðjurnar. „Þetta er algjörlega út úr kortinu. Þessu stjórnar bara einn maður, nákvæmlega sama og var fyrir HM í Egyptalandi þegar hann ætlaði að vera með helling af áhorfendum. En hann bakkaði reyndar út úr því rétt fyrir mót.“ „En núna virðist hann ætla að halda í þetta. Ég sá hann síðast í vor og þá var verið að draga í riðla. Þá var hann nánast eini maðurinn á þessari samkomu sem var í Katowice í Póllandi sem var með grímu. Hann virðist óttast veiruna og ég efa það ekki, en hann er ekki í nokkru sambandi við raunveruleikann.“ Hægt er að hlusta á seinasta þátt af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir neðan, en eldræða Ívars um Covid-reglurnar hefst eftir um 46 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Bransasögur frá þrjátíu ára ferli í kringum íslenska landsliðið
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira