Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2023 10:54 M2/M3 Bradley bryndreki á æfingu bandaríska hersins í Þýskalandi. Getty/Nicolas Armer Yfirvöld Í Bandaríkjunum og Þýskalandi tilkynntu í gærkvöldi að ríkin myndu senda tugi bryndreka til Úkraínu og þjálfa áhafnir á þá á komandi vikum. Það var í kjölfar þess að Frakkar opinberuðu að þeir ætluðu að senda brynvarin farartæki. Þar að auki tilkynntu Þjóðverjar í gær að auk þess að senda Marder-bryndreka til Úkraínu stæði einnig til að útvega mönnum annað Patriot-loftvarnarkerfi. Það er eitt háþróaðasta loftvarnarkerfi heims en Bandaríkjamenn ákváðu í síðasta mánuði að senda eitt slíkt til Úkraínu í ljósi umfangsmikilla dróna- og stýriflaugaárása Rússa á borgaraleg innviði í Úkraínu. Úkraínumenn segjast þakklátir en segja sendingar skriðdreka bestu leiðina til að binda enda á stríðið sem fyrst. To win faster we need tanks.— Defense of Ukraine (@DefenceU) January 5, 2023 Í yfirlýsingu sem Hvíta húsið birti í gær segir að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, séu staðfastir í þeirri trú þeirra að nauðsynlegt sé að halda áfram nauðsynlegum stuðningi við úkraínsku þjóðina eins lengi og til þarf. Úkraínumenn eru sagðir hafa orðið fyrir miklu mannfalli að undanförnu, eins og Rússar, en harðir bardagar hafa geisað víða á víglínunum í Úkraínu. Þá munu þeir hafa þörf á frekari hergögnum til að fylla upp í raðir sínar og til að undirbúa gagnárásir gegn Rússum í vetur og í vor. Sjá einnig: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Eins og áður segir ætla Þjóðverjar að senda Marder bryndreka til Úkraínu en Bandaríkjamenn ætla að senda bryndreka sem kallast Bradley. Báðir bryndrekarnir eru meðal annars til í mismunandi útgáfum sem eru hannaðar til að flytja hermenn eða berjast og geta þeir verið notaðir til að granda rússneskum skrið- og bryndrekum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafði fyrr í gær tilkynnt að til stæði að senda AMX-10 brynvarin farartæki til Úkraínu. Þau farartæki falla á milli flokka en gætu talist „léttir skriðdrekar“ þar sem þau eru ekki á beltum heldur hjólum og eru ekki varin þykkri brynvörn. Farartækin bera hins vegar fallbyssu eins og skriðdrekar. Hergagnasendingarnar munu líklegast reynast Úkraínumönnum vel og gefa hersveitum Úkraínu meiri skotkraft í og meiri hreyfanleika. Wall Street Journal hefur eftir bandaríska herforingjanum Pat Ryder að bryndrekarnir muni reynast Úkraínumönnum vel. „Þetta er ekki skriðdreki heldur skriðdrekadrápari,“ sagði herforinginn um Bradley bryndrekana á blaðamannafundi í gær. Hann vildi þó ekki segja hvaða útgáfur bryndrekanna Úkraínumenn myndu fá né gefa frekari upplýsingar um hvurslags tímaramma Bandaríkjamenn væru að vinna með varðandi sendingarnar til Úkraínu og þjálfun úkraínskra hermanna. Vilja skriðdreka frá Vesturlöndum Frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu hafa Úkraínumenn beðið um skriðdreka frá Vesturlöndum. Ríki sem voru áður á yfirráðasvæði Sovétríkjanna hafa sent mikið magn skriðdreka frá þeim tímum til Úkraínu en enn sem komið er hafa Úkraínumenn ekki fengið skriðdreka sem framleiddir eru á Vesturlöndum. Í frétt WSJ segir að yfirvöld í Póllandi hafi til skoðunar beiðni frá Úkraínu um Leopard-skriðdreka, sem framleiddir eru í Þýskalandi. Heimildarmenn miðilsins segja Pólverja, sem hafa þegar gefið Úkraínu rúmlega 240 skriðdreka frá tímum Sovétríkjanna sem búið var að breyta og betrumbæta, vera að íhuga að gefa Úkraínu allt sem þeir geta. Pólverjar hafa verið meðal háværustu stuðningsmanna Úkraínu varðandi það að senda skriðdreka til landsins. Þeir eru mun betur brynvarðir en bryndrekarnir sem talað er um hér að ofan og myndu gefa Úkraínumönnum meiri skotkraft. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Þýskaland Frakkland Tengdar fréttir Yfirlýsingar um vopnahlé ekkert nema blekkingar og áróður Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir yfirlýsingar Rússlandsforseta um vopnahlé yfir rússnesku jólahátíðina ekkert annað en blekkingarleik til að freista þess að tefja gagnsókn Úkraínuhers í austurhluta Donbas. 6. janúar 2023 08:56 Pútín vill jólavopnahlé Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra sínum, að koma á einhliða vopnahléi í hádegi á morgun til miðnættis á laugardagskvöld (7. janúar), eða í 36 klukkustundir. Það er eftir að æðsti klerkur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lagði slíkt vopnahlé til. 5. janúar 2023 15:47 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. 5. janúar 2023 14:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Þar að auki tilkynntu Þjóðverjar í gær að auk þess að senda Marder-bryndreka til Úkraínu stæði einnig til að útvega mönnum annað Patriot-loftvarnarkerfi. Það er eitt háþróaðasta loftvarnarkerfi heims en Bandaríkjamenn ákváðu í síðasta mánuði að senda eitt slíkt til Úkraínu í ljósi umfangsmikilla dróna- og stýriflaugaárása Rússa á borgaraleg innviði í Úkraínu. Úkraínumenn segjast þakklátir en segja sendingar skriðdreka bestu leiðina til að binda enda á stríðið sem fyrst. To win faster we need tanks.— Defense of Ukraine (@DefenceU) January 5, 2023 Í yfirlýsingu sem Hvíta húsið birti í gær segir að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, séu staðfastir í þeirri trú þeirra að nauðsynlegt sé að halda áfram nauðsynlegum stuðningi við úkraínsku þjóðina eins lengi og til þarf. Úkraínumenn eru sagðir hafa orðið fyrir miklu mannfalli að undanförnu, eins og Rússar, en harðir bardagar hafa geisað víða á víglínunum í Úkraínu. Þá munu þeir hafa þörf á frekari hergögnum til að fylla upp í raðir sínar og til að undirbúa gagnárásir gegn Rússum í vetur og í vor. Sjá einnig: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Eins og áður segir ætla Þjóðverjar að senda Marder bryndreka til Úkraínu en Bandaríkjamenn ætla að senda bryndreka sem kallast Bradley. Báðir bryndrekarnir eru meðal annars til í mismunandi útgáfum sem eru hannaðar til að flytja hermenn eða berjast og geta þeir verið notaðir til að granda rússneskum skrið- og bryndrekum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafði fyrr í gær tilkynnt að til stæði að senda AMX-10 brynvarin farartæki til Úkraínu. Þau farartæki falla á milli flokka en gætu talist „léttir skriðdrekar“ þar sem þau eru ekki á beltum heldur hjólum og eru ekki varin þykkri brynvörn. Farartækin bera hins vegar fallbyssu eins og skriðdrekar. Hergagnasendingarnar munu líklegast reynast Úkraínumönnum vel og gefa hersveitum Úkraínu meiri skotkraft í og meiri hreyfanleika. Wall Street Journal hefur eftir bandaríska herforingjanum Pat Ryder að bryndrekarnir muni reynast Úkraínumönnum vel. „Þetta er ekki skriðdreki heldur skriðdrekadrápari,“ sagði herforinginn um Bradley bryndrekana á blaðamannafundi í gær. Hann vildi þó ekki segja hvaða útgáfur bryndrekanna Úkraínumenn myndu fá né gefa frekari upplýsingar um hvurslags tímaramma Bandaríkjamenn væru að vinna með varðandi sendingarnar til Úkraínu og þjálfun úkraínskra hermanna. Vilja skriðdreka frá Vesturlöndum Frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu hafa Úkraínumenn beðið um skriðdreka frá Vesturlöndum. Ríki sem voru áður á yfirráðasvæði Sovétríkjanna hafa sent mikið magn skriðdreka frá þeim tímum til Úkraínu en enn sem komið er hafa Úkraínumenn ekki fengið skriðdreka sem framleiddir eru á Vesturlöndum. Í frétt WSJ segir að yfirvöld í Póllandi hafi til skoðunar beiðni frá Úkraínu um Leopard-skriðdreka, sem framleiddir eru í Þýskalandi. Heimildarmenn miðilsins segja Pólverja, sem hafa þegar gefið Úkraínu rúmlega 240 skriðdreka frá tímum Sovétríkjanna sem búið var að breyta og betrumbæta, vera að íhuga að gefa Úkraínu allt sem þeir geta. Pólverjar hafa verið meðal háværustu stuðningsmanna Úkraínu varðandi það að senda skriðdreka til landsins. Þeir eru mun betur brynvarðir en bryndrekarnir sem talað er um hér að ofan og myndu gefa Úkraínumönnum meiri skotkraft.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Þýskaland Frakkland Tengdar fréttir Yfirlýsingar um vopnahlé ekkert nema blekkingar og áróður Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir yfirlýsingar Rússlandsforseta um vopnahlé yfir rússnesku jólahátíðina ekkert annað en blekkingarleik til að freista þess að tefja gagnsókn Úkraínuhers í austurhluta Donbas. 6. janúar 2023 08:56 Pútín vill jólavopnahlé Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra sínum, að koma á einhliða vopnahléi í hádegi á morgun til miðnættis á laugardagskvöld (7. janúar), eða í 36 klukkustundir. Það er eftir að æðsti klerkur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lagði slíkt vopnahlé til. 5. janúar 2023 15:47 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. 5. janúar 2023 14:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Yfirlýsingar um vopnahlé ekkert nema blekkingar og áróður Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir yfirlýsingar Rússlandsforseta um vopnahlé yfir rússnesku jólahátíðina ekkert annað en blekkingarleik til að freista þess að tefja gagnsókn Úkraínuhers í austurhluta Donbas. 6. janúar 2023 08:56
Pútín vill jólavopnahlé Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra sínum, að koma á einhliða vopnahléi í hádegi á morgun til miðnættis á laugardagskvöld (7. janúar), eða í 36 klukkustundir. Það er eftir að æðsti klerkur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lagði slíkt vopnahlé til. 5. janúar 2023 15:47
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. 5. janúar 2023 14:00