Dönsku stjörnurnar taka undir með Björgvini Páli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2023 13:00 Niklas Landin og Rasmus Lauge brugðust við ákalli Björgvins Páls Gústavssonar. epa/FOCKE STRANGMANN Stór nöfn í handboltaheiminum taka undir gagnrýni Björgvins Páls Gústavssonar á umdeildar Covid-reglur IHF sem verða í gildi á HM í handbolta sem hefst í næstu viku. Alþjóðahandknattleikssambandið hefur sætt töluverðri gagnrýni vegna ákvörðunar þess að skylda leikmenn til Covid-skimana á meðan HM stendur. Björgvin hefur látið vel í sér heyra vegna reglnanna umdeildu og sendi meðal annars bréf á IHF vegna þeirra. Björgvin birti tístið á Twitter þar sem hann óskaði eftir stuðningi, ekki síst frá leikmönnum á HM. Og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Þegar þetta er skrifað hafa 167 þúsund manns séð tíst Björgvins, 1430 manns líkað við það og 311 endurtíst því. Þar á meðal eru nokkrir samherjar hans í íslenska landsliðinu, Miha Zvizej, fyrrverandi leikmaður slóvenska landsliðsins, og síðast en ekki tvær skærustu stjörnur danska landsliðsins. Þetta eru þeir Niklas Landin, fyrirliði og markvörður danska liðsins, og leikstjórnandi þess, Rasmus Lauge. I want to thank everyone for the support regarding my last tweet about the covid 19 restrictions in the next Handball WC! I just now sent IHF this letter here below. All retweets, especially if you are a player taking part in tournament, are well appreciated! Stay tuned pic.twitter.com/4djBw1VR6W— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 4, 2023 Þrátt fyrir mikla gagnrýni situr IHF fast við sinn keip. Í yfirlýsingu sem sambandið sendi frá sér segir að það leggi mikla áherslu á að varðveita heilsu leikmanna. „Við höfum sett upp prófunaráætlun sem á að beita á heimsmeistaramótinu til að tryggja að allir leikmenn séu heilir og geti spilað leiki. Handbolti er kraftmikill og hraður leikur með mikilli líkamssnertingu og því krefst þess að allir leikmenn séu við góða heilsu,“ segir í yfirlýsingunni. „Þar sem einkennalausir smitberar veirunnar geta einnig smitað aðra leikmenn og hagsmunaaðila, eru fyrirhuguð próf áhrifaríkasta ráðstöfunin til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar og halda öllum hagsmunaaðilum öruggum og heilbrigðum.“ Björgvin og félagar hans í íslenska liðinu héldu til Þýskalands í dag. Þeir mæta heimamönnum í tveimur vináttulandsleikjum um helgina. Landin, Lauge og félagar í danska landsliðinu rústuðu Sádí-Arabíu í vináttulandsleik í gær, 43-16. Danir eru í riðli með Belgum, Bareinum og Túnisbúum á HM. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vinir Bjarka Más í öðrum landsliðum jafnósáttir við reglurnar Það kom flatt upp á íslensku landsliðsmennina þegar þeir fréttu af ströngum kórónuveirureglum Alþjóða handboltasambandsins (IHF) á heimsmeistaramótinu sem hefst í næstu viku. 6. janúar 2023 09:01 Furðar sig á ströngum Covid-reglum: „Ekkert annað en þvæla og vitleysa“ Ívar Benediktsson, ritstjóri vefmiðilsins Handbolti.is, var gestur í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem hitað var upp fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta. Ívar ræddi meðal annars um þær ströngu Covid-reglur sem verða í gildi á mótinu og finnst þær í skásta lagi furðulegar. 6. janúar 2023 07:02 Þjálfari Dana segir Íslendinga vera með frábært lið Þjálfari danska handboltalandsliðsins, Nikolaj Jacobsen, segir íslenska landsliðið vera frábært og hefur mikla trú á því á HM sem hefst eftir viku. 5. janúar 2023 13:31 Spillingarbælið IHF: Vafasamar millifærslur, dómarasvindl og gefins sæti á stórmótum Ósætti handboltahreyfingarinnar við Covid-takmarkanir á komandi heimsmeistaramóti í handbolta bætist á langan lista þess sem má telja gagnrýnivert við stjórnarhætti Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF. Þar hefur Egyptinn Hassan Moustafa setið óáreittur á valdastóli frá árinu 2000. 5. janúar 2023 08:00 Formaður HSÍ: „Höfum reynt að bregðast við“ Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ segir erfitt úr þessu að breyta reglum IHF um viðbrögð sambandsins komi upp kórónuveirusmit á HM handbolta. Hann segir að búið sé að reyna að bregðast við. 4. janúar 2023 20:31 Leikmaður danska landsliðsins í einangrun Simon Pytlick, leikmaður danska karlalandsliðsins í handbolta, hefur verið einangraður frá leikmannahópi liðsins vegna Covid-smits. Danir segja þetta varúðarráðstöfun vegna strangra reglna í kringum komandi heimsmeistaramót. 3. janúar 2023 11:00 Gáttaður á Covid-reglum: „Eruð þið að reyna að eyðileggja íþróttina okkar?“ Björgvin Páll Gústavsson, leikmaður Vals og landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, er afar ósáttur við þær reglur sem verða í gildi á komandi heimsmeistaramóti í handbolta er varða Covid-19. 3. janúar 2023 09:43 Strákarnir okkar í fimm daga sóttkví ef þeir smitast Kórónuveirustress mun áfram herja á liðin sem keppa um heimsmeistaratitilinn í handbolta seinna í þessum mánuði. 3. janúar 2023 08:00 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira
Alþjóðahandknattleikssambandið hefur sætt töluverðri gagnrýni vegna ákvörðunar þess að skylda leikmenn til Covid-skimana á meðan HM stendur. Björgvin hefur látið vel í sér heyra vegna reglnanna umdeildu og sendi meðal annars bréf á IHF vegna þeirra. Björgvin birti tístið á Twitter þar sem hann óskaði eftir stuðningi, ekki síst frá leikmönnum á HM. Og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Þegar þetta er skrifað hafa 167 þúsund manns séð tíst Björgvins, 1430 manns líkað við það og 311 endurtíst því. Þar á meðal eru nokkrir samherjar hans í íslenska landsliðinu, Miha Zvizej, fyrrverandi leikmaður slóvenska landsliðsins, og síðast en ekki tvær skærustu stjörnur danska landsliðsins. Þetta eru þeir Niklas Landin, fyrirliði og markvörður danska liðsins, og leikstjórnandi þess, Rasmus Lauge. I want to thank everyone for the support regarding my last tweet about the covid 19 restrictions in the next Handball WC! I just now sent IHF this letter here below. All retweets, especially if you are a player taking part in tournament, are well appreciated! Stay tuned pic.twitter.com/4djBw1VR6W— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 4, 2023 Þrátt fyrir mikla gagnrýni situr IHF fast við sinn keip. Í yfirlýsingu sem sambandið sendi frá sér segir að það leggi mikla áherslu á að varðveita heilsu leikmanna. „Við höfum sett upp prófunaráætlun sem á að beita á heimsmeistaramótinu til að tryggja að allir leikmenn séu heilir og geti spilað leiki. Handbolti er kraftmikill og hraður leikur með mikilli líkamssnertingu og því krefst þess að allir leikmenn séu við góða heilsu,“ segir í yfirlýsingunni. „Þar sem einkennalausir smitberar veirunnar geta einnig smitað aðra leikmenn og hagsmunaaðila, eru fyrirhuguð próf áhrifaríkasta ráðstöfunin til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar og halda öllum hagsmunaaðilum öruggum og heilbrigðum.“ Björgvin og félagar hans í íslenska liðinu héldu til Þýskalands í dag. Þeir mæta heimamönnum í tveimur vináttulandsleikjum um helgina. Landin, Lauge og félagar í danska landsliðinu rústuðu Sádí-Arabíu í vináttulandsleik í gær, 43-16. Danir eru í riðli með Belgum, Bareinum og Túnisbúum á HM.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vinir Bjarka Más í öðrum landsliðum jafnósáttir við reglurnar Það kom flatt upp á íslensku landsliðsmennina þegar þeir fréttu af ströngum kórónuveirureglum Alþjóða handboltasambandsins (IHF) á heimsmeistaramótinu sem hefst í næstu viku. 6. janúar 2023 09:01 Furðar sig á ströngum Covid-reglum: „Ekkert annað en þvæla og vitleysa“ Ívar Benediktsson, ritstjóri vefmiðilsins Handbolti.is, var gestur í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem hitað var upp fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta. Ívar ræddi meðal annars um þær ströngu Covid-reglur sem verða í gildi á mótinu og finnst þær í skásta lagi furðulegar. 6. janúar 2023 07:02 Þjálfari Dana segir Íslendinga vera með frábært lið Þjálfari danska handboltalandsliðsins, Nikolaj Jacobsen, segir íslenska landsliðið vera frábært og hefur mikla trú á því á HM sem hefst eftir viku. 5. janúar 2023 13:31 Spillingarbælið IHF: Vafasamar millifærslur, dómarasvindl og gefins sæti á stórmótum Ósætti handboltahreyfingarinnar við Covid-takmarkanir á komandi heimsmeistaramóti í handbolta bætist á langan lista þess sem má telja gagnrýnivert við stjórnarhætti Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF. Þar hefur Egyptinn Hassan Moustafa setið óáreittur á valdastóli frá árinu 2000. 5. janúar 2023 08:00 Formaður HSÍ: „Höfum reynt að bregðast við“ Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ segir erfitt úr þessu að breyta reglum IHF um viðbrögð sambandsins komi upp kórónuveirusmit á HM handbolta. Hann segir að búið sé að reyna að bregðast við. 4. janúar 2023 20:31 Leikmaður danska landsliðsins í einangrun Simon Pytlick, leikmaður danska karlalandsliðsins í handbolta, hefur verið einangraður frá leikmannahópi liðsins vegna Covid-smits. Danir segja þetta varúðarráðstöfun vegna strangra reglna í kringum komandi heimsmeistaramót. 3. janúar 2023 11:00 Gáttaður á Covid-reglum: „Eruð þið að reyna að eyðileggja íþróttina okkar?“ Björgvin Páll Gústavsson, leikmaður Vals og landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, er afar ósáttur við þær reglur sem verða í gildi á komandi heimsmeistaramóti í handbolta er varða Covid-19. 3. janúar 2023 09:43 Strákarnir okkar í fimm daga sóttkví ef þeir smitast Kórónuveirustress mun áfram herja á liðin sem keppa um heimsmeistaratitilinn í handbolta seinna í þessum mánuði. 3. janúar 2023 08:00 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira
Vinir Bjarka Más í öðrum landsliðum jafnósáttir við reglurnar Það kom flatt upp á íslensku landsliðsmennina þegar þeir fréttu af ströngum kórónuveirureglum Alþjóða handboltasambandsins (IHF) á heimsmeistaramótinu sem hefst í næstu viku. 6. janúar 2023 09:01
Furðar sig á ströngum Covid-reglum: „Ekkert annað en þvæla og vitleysa“ Ívar Benediktsson, ritstjóri vefmiðilsins Handbolti.is, var gestur í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem hitað var upp fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta. Ívar ræddi meðal annars um þær ströngu Covid-reglur sem verða í gildi á mótinu og finnst þær í skásta lagi furðulegar. 6. janúar 2023 07:02
Þjálfari Dana segir Íslendinga vera með frábært lið Þjálfari danska handboltalandsliðsins, Nikolaj Jacobsen, segir íslenska landsliðið vera frábært og hefur mikla trú á því á HM sem hefst eftir viku. 5. janúar 2023 13:31
Spillingarbælið IHF: Vafasamar millifærslur, dómarasvindl og gefins sæti á stórmótum Ósætti handboltahreyfingarinnar við Covid-takmarkanir á komandi heimsmeistaramóti í handbolta bætist á langan lista þess sem má telja gagnrýnivert við stjórnarhætti Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF. Þar hefur Egyptinn Hassan Moustafa setið óáreittur á valdastóli frá árinu 2000. 5. janúar 2023 08:00
Formaður HSÍ: „Höfum reynt að bregðast við“ Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ segir erfitt úr þessu að breyta reglum IHF um viðbrögð sambandsins komi upp kórónuveirusmit á HM handbolta. Hann segir að búið sé að reyna að bregðast við. 4. janúar 2023 20:31
Leikmaður danska landsliðsins í einangrun Simon Pytlick, leikmaður danska karlalandsliðsins í handbolta, hefur verið einangraður frá leikmannahópi liðsins vegna Covid-smits. Danir segja þetta varúðarráðstöfun vegna strangra reglna í kringum komandi heimsmeistaramót. 3. janúar 2023 11:00
Gáttaður á Covid-reglum: „Eruð þið að reyna að eyðileggja íþróttina okkar?“ Björgvin Páll Gústavsson, leikmaður Vals og landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, er afar ósáttur við þær reglur sem verða í gildi á komandi heimsmeistaramóti í handbolta er varða Covid-19. 3. janúar 2023 09:43
Strákarnir okkar í fimm daga sóttkví ef þeir smitast Kórónuveirustress mun áfram herja á liðin sem keppa um heimsmeistaratitilinn í handbolta seinna í þessum mánuði. 3. janúar 2023 08:00