Ótrúleg saga Árna Þórðar: „Ég sé að honum hrakar og þetta endar með ósköpum“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. janúar 2023 14:11 Feðgarnir Árni Þórður og Sigurður Þ. Ragnarsson. Myndin er tekin þegar Árni Þórður útskrifaðist sem tollari en Sigurður starfaði einmitt á árum áður sem slíkur. Facebook Árni Þórður Sigurðsson hefur náð ótrúlegum bata eftir að hafa veikst af svokallaðri fjöllíffærabilun. Honum var haldið sofandi í fimm mánuði og var talinn í lífshættu í heilt ár. Árni er sonur Sigurðar Þ. Ragnarssonar, sem er betur þekktur sem Siggi stormur. Þeir segja sögu Árna og reynslu sína af löngu bataferlinu í helgarviðtali Fréttablaðsins. Siggi hélt vinum, vandamönnum og raunar þjóðinni allri vel upplýstum um baráttu sonar síns á Facebooksíðu sinni. „Ég er mikil tilfinningavera og þetta tók svakalega á mig. Hann er í heildina í lífshættu í meira en tíu mánuði og þegar maður byrjar hvern einasta dag, mánuð eftir mánuð, á því að vera hræddur um barnið sitt þá tærist maður einhvern veginn upp,“ segir Siggi í samtali við Fréttablaðið. Í október á síðasta ári útskrifaðist Árni loks af spítala. Eftir að Árna hafði verði haldið sofandi í um fjóra og hálfan mánuð vaknaði hann loks og horfði þá til betri vegar. Var í framhaldinu ákveðið að Árni færi í endurhæfingu á Grensás sem Sigga fannst of snemmt þar sem hann átti enn í erfiðleikum með að nærast. Hann ákvað þó að treysta læknum. „Þarna verður mikið bakslag og ég er afar bitur út í Grensás. Afsakaðu orðalagið, en þeir vorum næstum búnir að drepa hann,“ er haft eftir Sigga. „Ég sé að honum hrakar og þetta endar með ósköpum.“ Árna hrakaði sem sagt mikið og greindist með svæsna lungnabólgu í kjölfarið. Var hann þá færður aftur á Landspítala þar sem læknar og hjúkrunarteymi voru ekki bjartsýn á bata Árna. „Einn daginn hringir í okkur læknir og segir okkur að Árna hafi hrakað mikið, staðan hafi versnað hratt og að það gangi illa að halda uppi súrefnismettun. Við erum eiginlega beðin um að koma bara strax, þarna var bara verið að biðja okkur um að koma og kveðja hann,“ er haft eftir Sigga. Á gjörgæslu var kallað til Tómasar Guðbjartssonar, Lækna-Tómasar, sem lagði það örþrifaráð til að snúa Árna á grúfu. Við tók erfið bið en loks sýndi Árni svörun og björgunin tókst. Við tók endurhæfingarferli á Spáni en Siggi var ákveðinn í að senda son sinn ekki aftur á Grensás. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sonur Sigga storms berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu Árna Þórði, syni Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Hólmfríðar Þórisdóttur, hefur verið haldið sofandi nú í viku í öndunarvél vegna alvarlegrar líffærabilunar. Veikindi Árna Þórðar hafa ekkert með Covid að gera. 27. desember 2021 11:28 Árni Þórður útskrifaður af spítala Árni Þórður Sigurðsson, sonur Sigga storms, er útskrifaður af spítala eftir að hafa legið inni í tæpa tíu mánuði vegna alvarlegrar líffærabilunar. 1. október 2022 08:12 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Árni er sonur Sigurðar Þ. Ragnarssonar, sem er betur þekktur sem Siggi stormur. Þeir segja sögu Árna og reynslu sína af löngu bataferlinu í helgarviðtali Fréttablaðsins. Siggi hélt vinum, vandamönnum og raunar þjóðinni allri vel upplýstum um baráttu sonar síns á Facebooksíðu sinni. „Ég er mikil tilfinningavera og þetta tók svakalega á mig. Hann er í heildina í lífshættu í meira en tíu mánuði og þegar maður byrjar hvern einasta dag, mánuð eftir mánuð, á því að vera hræddur um barnið sitt þá tærist maður einhvern veginn upp,“ segir Siggi í samtali við Fréttablaðið. Í október á síðasta ári útskrifaðist Árni loks af spítala. Eftir að Árna hafði verði haldið sofandi í um fjóra og hálfan mánuð vaknaði hann loks og horfði þá til betri vegar. Var í framhaldinu ákveðið að Árni færi í endurhæfingu á Grensás sem Sigga fannst of snemmt þar sem hann átti enn í erfiðleikum með að nærast. Hann ákvað þó að treysta læknum. „Þarna verður mikið bakslag og ég er afar bitur út í Grensás. Afsakaðu orðalagið, en þeir vorum næstum búnir að drepa hann,“ er haft eftir Sigga. „Ég sé að honum hrakar og þetta endar með ósköpum.“ Árna hrakaði sem sagt mikið og greindist með svæsna lungnabólgu í kjölfarið. Var hann þá færður aftur á Landspítala þar sem læknar og hjúkrunarteymi voru ekki bjartsýn á bata Árna. „Einn daginn hringir í okkur læknir og segir okkur að Árna hafi hrakað mikið, staðan hafi versnað hratt og að það gangi illa að halda uppi súrefnismettun. Við erum eiginlega beðin um að koma bara strax, þarna var bara verið að biðja okkur um að koma og kveðja hann,“ er haft eftir Sigga. Á gjörgæslu var kallað til Tómasar Guðbjartssonar, Lækna-Tómasar, sem lagði það örþrifaráð til að snúa Árna á grúfu. Við tók erfið bið en loks sýndi Árni svörun og björgunin tókst. Við tók endurhæfingarferli á Spáni en Siggi var ákveðinn í að senda son sinn ekki aftur á Grensás.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sonur Sigga storms berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu Árna Þórði, syni Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Hólmfríðar Þórisdóttur, hefur verið haldið sofandi nú í viku í öndunarvél vegna alvarlegrar líffærabilunar. Veikindi Árna Þórðar hafa ekkert með Covid að gera. 27. desember 2021 11:28 Árni Þórður útskrifaður af spítala Árni Þórður Sigurðsson, sonur Sigga storms, er útskrifaður af spítala eftir að hafa legið inni í tæpa tíu mánuði vegna alvarlegrar líffærabilunar. 1. október 2022 08:12 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Sonur Sigga storms berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu Árna Þórði, syni Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Hólmfríðar Þórisdóttur, hefur verið haldið sofandi nú í viku í öndunarvél vegna alvarlegrar líffærabilunar. Veikindi Árna Þórðar hafa ekkert með Covid að gera. 27. desember 2021 11:28
Árni Þórður útskrifaður af spítala Árni Þórður Sigurðsson, sonur Sigga storms, er útskrifaður af spítala eftir að hafa legið inni í tæpa tíu mánuði vegna alvarlegrar líffærabilunar. 1. október 2022 08:12