„Þetta er akkúrat það sem við þurftum, smá löðrung“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. janúar 2023 09:00 Ómar Ingi Magnússon og Ýmir Örn Gíslason í baráttunni við Juri Knorr í gær. Martin Rose/Getty Images Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði vel að klára leik sinn við Þýskaland í gær á sigri. Styrkur felst í því að vinna leiki sem spilast illa. Þetta segir sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Maður var farinn að hafa pínulitlar áhyggjur þarna um miðbik leiksins, hvað þetta var hálf dapurt. En við byrjuðum leikinn vel og enduðum leikinn vel og það var nóg,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson, fyrrum leikmaður Fram og Aftureldingar og sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. „Þetta er kannski það sem maður var farinn að öfunda lið eins og Spán og Danmörku fyrir, að þó þau séu að spila illa þá vinna þau leikina og við gerum það bara á gæðum í lokin. Það var nóg og það er mjög jákvætt,“ bætir hann við. Varamennirnir hetjurnar Leikmenn sem spilað að jafnaði minna í liðinu reyndust íslenska liðinu vel. Óðinn Þór Ríkharðsson er á leið á sitt fyrsta stórmót og var afar öflugur í hægra horninu. Björgvin Páll Gústavsson var öflugur í markinu þegar á leið og Janus Daði Smárason átti frábæra innkomu á miðjuna. Jóhann Gunnar Einarsson.Vísir/Stöð 2 „Ómar var ólíkur sjálfum sér og fleiri. Við getum þakkað innkomu manna sem hafa verið að spila minna, eins og Janus og Óðni, og svo var Bjöggi frábær í markinu. Mér fannst svo Elliði koma með orku inn í þetta þó við höfum verið í vandræðum varnarlega allan leikinn,“ segir Jóhann Gunnar. „Það voru þessir leikmenn sem komu inn á sem við getum þakkað fyrir þennan sigur,“ „Það sem maður hefur mestar áhyggjur af eru kannski línuspil og miðjublokkin lengst af en Gummi hefur sagst vera að vinna í því og þetta er skref í þá átt,“ segir Jóhann Gunnar. Ekki í boði að slaka á Jóhann segir að liðið hafi þurft á ákveðnu veruleikatékki að halda. Þjóðverjanir hafi rifið þá lítillega niður á jörðina eftir að þeir hafi verið lofsungnir upp til himna af íslensku þjóðinni í aðdraganda móts. „Þetta er kannski akkúrat það sem við þurftum, ekki kannski högg í andlitið en smá löðrung. Við þurfum alltaf að gefa allt í þetta þó við séum með frábæra heimsklassa leikmenn, þá erum við ekki orðnir það góðir að við getum við ekki gert þetta eins létt og við getum,“ segir Jóhann Gunnar. Klippa: Jóhann Gunnar um sigur Íslands Það segi þá sitt að Íslendingar séu farnir að gera kröfu á stórsigur á Þýskalandi á útivelli. „Við erum á útivelli og við getum kröfu um að vinna þennan leik. Kannski er bara eðlilegt að fyrsti leikur hjá þessu liði þegar þeir eru orðnir varir um umfjöllunina, að það er vænst mikils af þeim. Þess vegna held ég að það hafi verið eðlilegt að menn hafi verið smá stressaðir,“ segir Jóhann. Ísland og Þýskaland mætast að nýju í dag klukkan 14:30 og verður leikurinn í beinni lýsingu á Vísi. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Sjá meira
„Maður var farinn að hafa pínulitlar áhyggjur þarna um miðbik leiksins, hvað þetta var hálf dapurt. En við byrjuðum leikinn vel og enduðum leikinn vel og það var nóg,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson, fyrrum leikmaður Fram og Aftureldingar og sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. „Þetta er kannski það sem maður var farinn að öfunda lið eins og Spán og Danmörku fyrir, að þó þau séu að spila illa þá vinna þau leikina og við gerum það bara á gæðum í lokin. Það var nóg og það er mjög jákvætt,“ bætir hann við. Varamennirnir hetjurnar Leikmenn sem spilað að jafnaði minna í liðinu reyndust íslenska liðinu vel. Óðinn Þór Ríkharðsson er á leið á sitt fyrsta stórmót og var afar öflugur í hægra horninu. Björgvin Páll Gústavsson var öflugur í markinu þegar á leið og Janus Daði Smárason átti frábæra innkomu á miðjuna. Jóhann Gunnar Einarsson.Vísir/Stöð 2 „Ómar var ólíkur sjálfum sér og fleiri. Við getum þakkað innkomu manna sem hafa verið að spila minna, eins og Janus og Óðni, og svo var Bjöggi frábær í markinu. Mér fannst svo Elliði koma með orku inn í þetta þó við höfum verið í vandræðum varnarlega allan leikinn,“ segir Jóhann Gunnar. „Það voru þessir leikmenn sem komu inn á sem við getum þakkað fyrir þennan sigur,“ „Það sem maður hefur mestar áhyggjur af eru kannski línuspil og miðjublokkin lengst af en Gummi hefur sagst vera að vinna í því og þetta er skref í þá átt,“ segir Jóhann Gunnar. Ekki í boði að slaka á Jóhann segir að liðið hafi þurft á ákveðnu veruleikatékki að halda. Þjóðverjanir hafi rifið þá lítillega niður á jörðina eftir að þeir hafi verið lofsungnir upp til himna af íslensku þjóðinni í aðdraganda móts. „Þetta er kannski akkúrat það sem við þurftum, ekki kannski högg í andlitið en smá löðrung. Við þurfum alltaf að gefa allt í þetta þó við séum með frábæra heimsklassa leikmenn, þá erum við ekki orðnir það góðir að við getum við ekki gert þetta eins létt og við getum,“ segir Jóhann Gunnar. Klippa: Jóhann Gunnar um sigur Íslands Það segi þá sitt að Íslendingar séu farnir að gera kröfu á stórsigur á Þýskalandi á útivelli. „Við erum á útivelli og við getum kröfu um að vinna þennan leik. Kannski er bara eðlilegt að fyrsti leikur hjá þessu liði þegar þeir eru orðnir varir um umfjöllunina, að það er vænst mikils af þeim. Þess vegna held ég að það hafi verið eðlilegt að menn hafi verið smá stressaðir,“ segir Jóhann. Ísland og Þýskaland mætast að nýju í dag klukkan 14:30 og verður leikurinn í beinni lýsingu á Vísi.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Sjá meira