Sérfræðingur í lestarmálum segir aðstæður hér á landi sérlega góðar fyrir lest Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. janúar 2023 09:00 YaChine er byggingaverkfræðingur sem hefur fimmtán ára reynslu af lestarkerfum. Hann hefur komið að skipulagi lesta í Frakklandi og víðar. egill aðalsteinsson Franskur byggingarverkfræðingur sem hefur sérhæft sig í lestarsamgöngum segir aðstæður hér á landi sérlega góðar fyrir lestarkerfi. Framkvæmdin sé vissulega dýr en samgöngur eigi ekki endilega að vera fjárhagslega arðbærar. Umræða um lestarsamgöngur sprettur reglulega upp, nú síðast í desember þegar um þrjátíu þúsund manns lentu í vandræðum fjórum dögum fyrir jól þegar Reykjanesbrautinni var lokað vegna veðurs og slæmra akstursskilyrða. Yacine er franskur byggingarverkfræðingur sem flutti hingað til lands fyrir ári síðan og hefur fimmtán ára reynslu af samgöngum og lestarframkvæmdum. Þegar hann var spurður út í gæði samgöngukerfisins á Íslandi kom fát á hann. „Ég skal reyna að vera hreinskilinn...“ Okkar maður átti raunar erfitt með að segja margt gott um almenningssamgöngur hér á landi en telur mjög raunhæft að koma lestarkerfi á fót enda séu skilyrði hér með eindæmum góð. „Það sem stendur lestarkerfum helst fyrir þrifum er mikill hiti, þ.e. hitabylgjur og lauf af trjám, einkum á haustin. Hvorugt er fyrir hendi á Íslandi.“ Snjóþyngsli ættu ekki að valda vandræðum Þá ættu snjóþyngsli ekki að hafa áhrif á lestarsamgöngur enda gangi þær upp án vandræða í Kanada, Noregi og Rússlandi svo dæmi séu tekin. Lest sem ferðast hringinn í kringum landið sé þó óraunhæf hugmynd. „Það er mjög erfitt að grafa í íslenskum jarðvegi en það er nauðsynlegt vegna staðhátta hér. Best væri að huga fyrst að tvöföldum teinum frá Keflavík til Reykjavíkur sem færi í gegnum Hafnarfjörð og Kópavog.“ Hugmyndir um neðanjarðarlest hér á landi séu þó of kostnaðarsamar. „Ofanjarðarlest sem fær orku úr raflínum væri besta lausnin.“ Er pláss fyrir lest í borginni? Í sjónvarpsfréttinni má sjá hvernig allt umstang í kringum rafknúnar lestar lítur út. Aðspurður hvort svona flykki komist hreinlega í borgina svarar hann því til að lest þurfi ekki að taka mikið pláss. „Teinastæði fyrir hraðlestar er ekki nema 10 metra breitt. Það getur verið mjórra og er oft mjórra þegar um hraðlestar er að ræða.“ Slík lest gæti ferðast á 120 kílómetra hraða í borginni. Félagið Kadeco leiðir samstarf um skipulag og þróun lands við Keflavíkurflugvöll. Framkvæmdastjóri félagsins tekur undir með Yacine og segir algjörlega raunhæft að koma á fluglest. „Að mínu mati er þetta spurning um hvað við gerum þangað til. Á meðan við bíðum efti lestinni og við höfum nokkrar hugmyndir varðandi það. Hvernig bæta má almenningssamgöngurnar á milli þessara tveggja svæða,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. Pálmi Freyr er framkvæmdastjóri Kadeco.egill aðalsteinsson Samtengja rútur við borgarlínukerfi Hann segir að það sem liggur mest á sé tvöföldun Reykjanesbrautar, þannig kæmust almenningssamgöngur í hálfgerðan forgang. „Það væri sömuleiðis hægt að gera styttri leiðir til dæmis frá flugstöð inn á Reykjanesbraut, það væri hægt að greiða leiðina fyrir utan flugstöðina, norðan við flugstöðina og svo væri mögulega hægt að samtengja rúturnar við borgarlínukerfið á höfuðborgarsvæðinu á meðan við erum að bíða.“ Þetta þurfi allt að gera með það í huga að slík framkvæmd muni ekki hindra möguleika lesta til framtíðar. Eiga ekki endilega að vera arðbærar En svo er það kostnaðurinn, margir hafa efasemdir um ágæti framkvæmdarinnar vegna hans. Yacine segir framkvæmdina vissulega kostnaðarsama. „Kostnaðurinn mun standa í mörgum hér, og nú verða margir hissa en almenningssamgöngur eiga ekki endilega að vera arðbærar. Almenningssamgöngur eru víða reknar eins og einkafyrirtæki og það er einmitt nauðsynlegt að koma fólki milli staða. Þess vegna þarf ríkið að koma að borðinu svo dæmið gangi upp. Stundum eru almenningssamgöngur arðbærar. Í Frakklandi er hraðlestakerfið arðbært þótt kostnaður sé mikill.“ Samgöngur Vegagerð Keflavíkurflugvöllur Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Umhverfismál Tengdar fréttir Leggur til að samnýta borgarlínu og fluglest til Keflavíkur Hægt væri að samnýta neðanjarðargöng fyrir fluglest frá Reykjavík til Keflavíkur og borgarlínu. Þetta segir ritstjóri skýrslu um lestarmál, sem kom út fyrir nokkrum árum, sem telur verkefnið leysa samgönguvanda borgarinnar í eitt skipti fyrir öll. 3. janúar 2023 13:01 Kröftunum betur borgið með því að bæta vegina en byggja lest Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, telur að kröftunum sé betur varið í það að bæta íslenskt vegakerfi í stað þess að að byggja upp lestarkerfi. Hann segir lestir vera frábæran samgöngumáta en mjög dýran að koma upp og reka. 6. janúar 2023 10:43 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Umræða um lestarsamgöngur sprettur reglulega upp, nú síðast í desember þegar um þrjátíu þúsund manns lentu í vandræðum fjórum dögum fyrir jól þegar Reykjanesbrautinni var lokað vegna veðurs og slæmra akstursskilyrða. Yacine er franskur byggingarverkfræðingur sem flutti hingað til lands fyrir ári síðan og hefur fimmtán ára reynslu af samgöngum og lestarframkvæmdum. Þegar hann var spurður út í gæði samgöngukerfisins á Íslandi kom fát á hann. „Ég skal reyna að vera hreinskilinn...“ Okkar maður átti raunar erfitt með að segja margt gott um almenningssamgöngur hér á landi en telur mjög raunhæft að koma lestarkerfi á fót enda séu skilyrði hér með eindæmum góð. „Það sem stendur lestarkerfum helst fyrir þrifum er mikill hiti, þ.e. hitabylgjur og lauf af trjám, einkum á haustin. Hvorugt er fyrir hendi á Íslandi.“ Snjóþyngsli ættu ekki að valda vandræðum Þá ættu snjóþyngsli ekki að hafa áhrif á lestarsamgöngur enda gangi þær upp án vandræða í Kanada, Noregi og Rússlandi svo dæmi séu tekin. Lest sem ferðast hringinn í kringum landið sé þó óraunhæf hugmynd. „Það er mjög erfitt að grafa í íslenskum jarðvegi en það er nauðsynlegt vegna staðhátta hér. Best væri að huga fyrst að tvöföldum teinum frá Keflavík til Reykjavíkur sem færi í gegnum Hafnarfjörð og Kópavog.“ Hugmyndir um neðanjarðarlest hér á landi séu þó of kostnaðarsamar. „Ofanjarðarlest sem fær orku úr raflínum væri besta lausnin.“ Er pláss fyrir lest í borginni? Í sjónvarpsfréttinni má sjá hvernig allt umstang í kringum rafknúnar lestar lítur út. Aðspurður hvort svona flykki komist hreinlega í borgina svarar hann því til að lest þurfi ekki að taka mikið pláss. „Teinastæði fyrir hraðlestar er ekki nema 10 metra breitt. Það getur verið mjórra og er oft mjórra þegar um hraðlestar er að ræða.“ Slík lest gæti ferðast á 120 kílómetra hraða í borginni. Félagið Kadeco leiðir samstarf um skipulag og þróun lands við Keflavíkurflugvöll. Framkvæmdastjóri félagsins tekur undir með Yacine og segir algjörlega raunhæft að koma á fluglest. „Að mínu mati er þetta spurning um hvað við gerum þangað til. Á meðan við bíðum efti lestinni og við höfum nokkrar hugmyndir varðandi það. Hvernig bæta má almenningssamgöngurnar á milli þessara tveggja svæða,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. Pálmi Freyr er framkvæmdastjóri Kadeco.egill aðalsteinsson Samtengja rútur við borgarlínukerfi Hann segir að það sem liggur mest á sé tvöföldun Reykjanesbrautar, þannig kæmust almenningssamgöngur í hálfgerðan forgang. „Það væri sömuleiðis hægt að gera styttri leiðir til dæmis frá flugstöð inn á Reykjanesbraut, það væri hægt að greiða leiðina fyrir utan flugstöðina, norðan við flugstöðina og svo væri mögulega hægt að samtengja rúturnar við borgarlínukerfið á höfuðborgarsvæðinu á meðan við erum að bíða.“ Þetta þurfi allt að gera með það í huga að slík framkvæmd muni ekki hindra möguleika lesta til framtíðar. Eiga ekki endilega að vera arðbærar En svo er það kostnaðurinn, margir hafa efasemdir um ágæti framkvæmdarinnar vegna hans. Yacine segir framkvæmdina vissulega kostnaðarsama. „Kostnaðurinn mun standa í mörgum hér, og nú verða margir hissa en almenningssamgöngur eiga ekki endilega að vera arðbærar. Almenningssamgöngur eru víða reknar eins og einkafyrirtæki og það er einmitt nauðsynlegt að koma fólki milli staða. Þess vegna þarf ríkið að koma að borðinu svo dæmið gangi upp. Stundum eru almenningssamgöngur arðbærar. Í Frakklandi er hraðlestakerfið arðbært þótt kostnaður sé mikill.“
Samgöngur Vegagerð Keflavíkurflugvöllur Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Umhverfismál Tengdar fréttir Leggur til að samnýta borgarlínu og fluglest til Keflavíkur Hægt væri að samnýta neðanjarðargöng fyrir fluglest frá Reykjavík til Keflavíkur og borgarlínu. Þetta segir ritstjóri skýrslu um lestarmál, sem kom út fyrir nokkrum árum, sem telur verkefnið leysa samgönguvanda borgarinnar í eitt skipti fyrir öll. 3. janúar 2023 13:01 Kröftunum betur borgið með því að bæta vegina en byggja lest Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, telur að kröftunum sé betur varið í það að bæta íslenskt vegakerfi í stað þess að að byggja upp lestarkerfi. Hann segir lestir vera frábæran samgöngumáta en mjög dýran að koma upp og reka. 6. janúar 2023 10:43 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Leggur til að samnýta borgarlínu og fluglest til Keflavíkur Hægt væri að samnýta neðanjarðargöng fyrir fluglest frá Reykjavík til Keflavíkur og borgarlínu. Þetta segir ritstjóri skýrslu um lestarmál, sem kom út fyrir nokkrum árum, sem telur verkefnið leysa samgönguvanda borgarinnar í eitt skipti fyrir öll. 3. janúar 2023 13:01
Kröftunum betur borgið með því að bæta vegina en byggja lest Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, telur að kröftunum sé betur varið í það að bæta íslenskt vegakerfi í stað þess að að byggja upp lestarkerfi. Hann segir lestir vera frábæran samgöngumáta en mjög dýran að koma upp og reka. 6. janúar 2023 10:43