Blaðið og penninn fá uppreist æru í áströlskum háskólum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2023 09:11 Gervigreind fylgja bæði hættur og tækifæri. Getty/NurPhoto/Jonathan Raa Ástralskir háskólar hafa neyðst til að breyta því hvernig þeir haga prófum og öðru námsmati, þar sem nemendur hafa verið staðnir að því að nota gervigreind við ritgerðaskrif. Stendur nú skýrt í reglum að notkun gervigreindar jafngildi svindli. Sérfræðingur í gervigreind segir háskólana hins vegar í „vopnakapphlaupi“ sem þeir geti ekki unnið. ChatGPT er meðal þeirra gervigreindarforrita sem vakið hafa sérstaka athygli á síðustu misserum og hefur þegar verið bannað á öllum tækjum nemenda í skólum í New York vegna áhyggja af „neikvæðum áhrifum á nám“ og möguleikanum á ritstuldi. Í Lundúnum gerði einn fræðimaður tilraun þar sem hann mataði ChatGPT á prófspurningu frá 2022 en hann sagði í kjölfarið að svarið hefði verið skiljanlegt, náð utan um efnið og komið aðalatriðum á framfæri, eitthvað sem nemendur ættu oft erfitt með. Forritið virðist þannig geta skilað skjótu og trúverðugu svari, eða jafnvel heilli ritgerð, sem myndi standast allar prófanir sem ætlað er að koma upp um ritstuld. Enda um „frumleg“ skrif að ræða. Samstarfsvettvangur átta stærstu rannsóknarháskóla Ástralíu ræðir nú leiðir til að mæta vandanum. Meðal úrræða sem gripið verður til á þessu ári er aukin yfirseta í prófum og prófa þar sem gripið verður til gamalla ráða; blaðs og penna. Forsvarsmenn skólanna gera sér hins vegar grein fyrir því að gervigreind er það sem koma skal og mun meðal annars nýtast við kennslu. Þess vegna sé mikilvægt að kenna nemendum að nota hana á lögmætan hátt. Ástralía Gervigreind Tækni Skóla - og menntamál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Stendur nú skýrt í reglum að notkun gervigreindar jafngildi svindli. Sérfræðingur í gervigreind segir háskólana hins vegar í „vopnakapphlaupi“ sem þeir geti ekki unnið. ChatGPT er meðal þeirra gervigreindarforrita sem vakið hafa sérstaka athygli á síðustu misserum og hefur þegar verið bannað á öllum tækjum nemenda í skólum í New York vegna áhyggja af „neikvæðum áhrifum á nám“ og möguleikanum á ritstuldi. Í Lundúnum gerði einn fræðimaður tilraun þar sem hann mataði ChatGPT á prófspurningu frá 2022 en hann sagði í kjölfarið að svarið hefði verið skiljanlegt, náð utan um efnið og komið aðalatriðum á framfæri, eitthvað sem nemendur ættu oft erfitt með. Forritið virðist þannig geta skilað skjótu og trúverðugu svari, eða jafnvel heilli ritgerð, sem myndi standast allar prófanir sem ætlað er að koma upp um ritstuld. Enda um „frumleg“ skrif að ræða. Samstarfsvettvangur átta stærstu rannsóknarháskóla Ástralíu ræðir nú leiðir til að mæta vandanum. Meðal úrræða sem gripið verður til á þessu ári er aukin yfirseta í prófum og prófa þar sem gripið verður til gamalla ráða; blaðs og penna. Forsvarsmenn skólanna gera sér hins vegar grein fyrir því að gervigreind er það sem koma skal og mun meðal annars nýtast við kennslu. Þess vegna sé mikilvægt að kenna nemendum að nota hana á lögmætan hátt.
Ástralía Gervigreind Tækni Skóla - og menntamál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira