„Þá kviknar þessi viðbjóðslega tilfinning sem við gengum í gegnum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2023 13:01 Allir eru heilir hvað kórónuveiruna varðar en næsta próf eftir riðlakeppnina hangir yfir liðinu sem er illa brennt eftir fjölmörg smit á EM fyrir ári síðan. Getty Images Leikmönnum og starfsliði í kringum íslenska karlalandsliðið í handbolta er létt samkvæmt Kjartani Vídó Ólafssyni, upplýsingafulltrúa og markaðsstjóra Handknattleikssambands Íslands eftir að allir greindust neikvæðir fyrir kórónuveirusmiti í dag. Það bar hins vegar á stressi vegna prófanna. Öllum leikmönnum og starfsmönnum í kringum lið á komandi heimsmeistaramóti karla í handbolta er skylt að fara í PCR-próf fyrir mót í samræmi við reglur Alþjóðahandknattleikssambandsins. „Auðvitað er það léttir fyrir allan hópinn að allir séu neikvæðir. Vonandi náum við að viðhalda þeim góðu fréttum áfram, út allt mótið,“ segir Kjartan en næsta próf er eftir riðlakeppnina, þar sem öllum er skylt að fara í hraðpróf áður en keppni í milliriðli hefst. Aðspurður hvort það að hafa prófin hangandi yfir sér hafi tekið á menn segir Kjartan það vissulega vera svo. Mönnum sé minnugt um það þegar hver landsliðsmaðurinn á fætur öðrum varð veirunni að bráð á Evrópumótinu fyrir ári síðan. „Auðvitað eru menn að hugsa um þetta, ég get allavega sagt fyrir mig persónulega að þó maður finni ekki neitt og sé hraustur og allt það,“ segir Kjartan og bætir við: „Við það að fara í þessi próf að það kviknar þessi viðbjóðslega tilfinning sem við gengum í gegnum í janúar síðastliðnum að hafa áhyggjur af því hvort það séu smit og hverjir munu þá falla ef það er þannig,“ „En við stóðumst þetta próf og allir neikvæðir sem er bara jákvætt,“ segir Kjartan. Íslenska liðið æfði í Þýskalandi í morgun og flýgur þaðan til Kaupmannahafnar í kvöld. Þaðan verður lest tekin til Kristianstad í Svíþjóð hvar liðið nær einni æfingu í keppnishöllinni á morgun fyrir fyrsta leik gegn Portúgal á fimmtudagskvöld. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Öllum leikmönnum og starfsmönnum í kringum lið á komandi heimsmeistaramóti karla í handbolta er skylt að fara í PCR-próf fyrir mót í samræmi við reglur Alþjóðahandknattleikssambandsins. „Auðvitað er það léttir fyrir allan hópinn að allir séu neikvæðir. Vonandi náum við að viðhalda þeim góðu fréttum áfram, út allt mótið,“ segir Kjartan en næsta próf er eftir riðlakeppnina, þar sem öllum er skylt að fara í hraðpróf áður en keppni í milliriðli hefst. Aðspurður hvort það að hafa prófin hangandi yfir sér hafi tekið á menn segir Kjartan það vissulega vera svo. Mönnum sé minnugt um það þegar hver landsliðsmaðurinn á fætur öðrum varð veirunni að bráð á Evrópumótinu fyrir ári síðan. „Auðvitað eru menn að hugsa um þetta, ég get allavega sagt fyrir mig persónulega að þó maður finni ekki neitt og sé hraustur og allt það,“ segir Kjartan og bætir við: „Við það að fara í þessi próf að það kviknar þessi viðbjóðslega tilfinning sem við gengum í gegnum í janúar síðastliðnum að hafa áhyggjur af því hvort það séu smit og hverjir munu þá falla ef það er þannig,“ „En við stóðumst þetta próf og allir neikvæðir sem er bara jákvætt,“ segir Kjartan. Íslenska liðið æfði í Þýskalandi í morgun og flýgur þaðan til Kaupmannahafnar í kvöld. Þaðan verður lest tekin til Kristianstad í Svíþjóð hvar liðið nær einni æfingu í keppnishöllinni á morgun fyrir fyrsta leik gegn Portúgal á fimmtudagskvöld.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira