Boris, Brussel og bandarískir bændur Hanna Katrín Friðriksson skrifar 10. janúar 2023 12:31 Það sem Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins breska vann sér helst til frægðar áður en hann varð andlit Brexit, þrautagöngu bresku þjóðarinnar, var að skrifa skemmtisögur frá Brussel „höfuðborg Evrópusambandsins“ í breska fjölmiðla. Markmiðið var að sýna fram á fáránleika Evrópusamvinnunnar og helgaði tilgangurinn sannarlega meðalið. Fréttaritarinn lét þannig sannleikann ekki þvælast of mikið fyrir. Og skemmtilegar voru „fréttirnar“ oft. Til dæmis sú að Evrópusambandið vildi setja reglur um eina tiltekna smokkastærð sem átti að passa öllum. Líka sú að Evrópusambandið vildi banna beygða banana. Listinn er mun lengri. Þessar uppdiktuðu Evrópusambandsfréttir Boris Johnson komu upp í hugann núna þegar fjölmiðlar segja af því fréttir að loksins hafi bandarískir bændur fengið leyfi til að gera sjálfir við traktorana sína. Forsagan er sú að stórir framleiðendur traktora og annarra landbúnaðarvéla hafa komist upp með að hindra viðskiptavini sína í að gera við eigin vélar eða leita til sjálfstæðra verkstæða. Þetta hafa framleiðendur gert með því að selja ekki varahluti og láta það síðan hafa áhrif á ábyrgðarskilamála vélanna ef gert er við þær með varahlutum annarra framleiðenda. Þessi sigur bandarískra bænda mun vera hluti af baráttu stærri hreyfingar bandarískra neytenda sem krefjast þess að geta ráðið för með val á viðgerðum á eigin vöru. Þetta er risastórt hagsmunamál bandarískra neytenda sem um árabil hafa setið skör neðar en evrópskir neytendur þar sem Evrópusambandið hefur séð til þess að í gildi eru reglur sem skikka framleiðendur til að hafa varahluti á boðstólum fyrir neytendur og sjálfstæða rekstraraðila. Nokkuð sem skilar sér í lægra verði til neytenda fyrir utan þau sjálfsögðu réttindi að ráða för með eigin tæki. Það var ekki sigur bandarísku bændanna sem minnti mig á Boris Johnson. Og augljóslega ekki heldur sú vel þekkta staðreynd að Evrópusambandið passar upp á neytendur sína. Nei, það var þetta með að bandarískir framleiðendur gætu haldið neytendum, viðskiptavinum sínum, svona í heljargreipum sérhagsmunanna. Það hefði getað verið skáldskapur fréttaritarans í Brussel á sínum tíma. Svo er það áleitin spurning hvort breskir neytendur væru ekki í betri stöðu í dag hefði fréttaritarinn í Brussel haldið sig við staðreyndir. Höfundur er þ ingflokksformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Brexit Viðreisn Evrópusambandið Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Það sem Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins breska vann sér helst til frægðar áður en hann varð andlit Brexit, þrautagöngu bresku þjóðarinnar, var að skrifa skemmtisögur frá Brussel „höfuðborg Evrópusambandsins“ í breska fjölmiðla. Markmiðið var að sýna fram á fáránleika Evrópusamvinnunnar og helgaði tilgangurinn sannarlega meðalið. Fréttaritarinn lét þannig sannleikann ekki þvælast of mikið fyrir. Og skemmtilegar voru „fréttirnar“ oft. Til dæmis sú að Evrópusambandið vildi setja reglur um eina tiltekna smokkastærð sem átti að passa öllum. Líka sú að Evrópusambandið vildi banna beygða banana. Listinn er mun lengri. Þessar uppdiktuðu Evrópusambandsfréttir Boris Johnson komu upp í hugann núna þegar fjölmiðlar segja af því fréttir að loksins hafi bandarískir bændur fengið leyfi til að gera sjálfir við traktorana sína. Forsagan er sú að stórir framleiðendur traktora og annarra landbúnaðarvéla hafa komist upp með að hindra viðskiptavini sína í að gera við eigin vélar eða leita til sjálfstæðra verkstæða. Þetta hafa framleiðendur gert með því að selja ekki varahluti og láta það síðan hafa áhrif á ábyrgðarskilamála vélanna ef gert er við þær með varahlutum annarra framleiðenda. Þessi sigur bandarískra bænda mun vera hluti af baráttu stærri hreyfingar bandarískra neytenda sem krefjast þess að geta ráðið för með val á viðgerðum á eigin vöru. Þetta er risastórt hagsmunamál bandarískra neytenda sem um árabil hafa setið skör neðar en evrópskir neytendur þar sem Evrópusambandið hefur séð til þess að í gildi eru reglur sem skikka framleiðendur til að hafa varahluti á boðstólum fyrir neytendur og sjálfstæða rekstraraðila. Nokkuð sem skilar sér í lægra verði til neytenda fyrir utan þau sjálfsögðu réttindi að ráða för með eigin tæki. Það var ekki sigur bandarísku bændanna sem minnti mig á Boris Johnson. Og augljóslega ekki heldur sú vel þekkta staðreynd að Evrópusambandið passar upp á neytendur sína. Nei, það var þetta með að bandarískir framleiðendur gætu haldið neytendum, viðskiptavinum sínum, svona í heljargreipum sérhagsmunanna. Það hefði getað verið skáldskapur fréttaritarans í Brussel á sínum tíma. Svo er það áleitin spurning hvort breskir neytendur væru ekki í betri stöðu í dag hefði fréttaritarinn í Brussel haldið sig við staðreyndir. Höfundur er þ ingflokksformaður Viðreisnar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun