„Er hundrað prósent heill“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. janúar 2023 14:37 Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska landsliðsins og segist vera í hörkustandi fyrir fyrsta leik gegn Portúgal á HM. Vísir/vilhelm „Við fengum þau svör sem við bjuggumst í rauninni við. Við vorum búnir að ræða hlutina heima og vissum alveg hvað tæki lengsta tímann til að smella saman. Það hefur yfirleitt verið þannig að fínpússa vörnina tekur mestan tíma,“ segir Aron Pálmarsson fyrir fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í Kristanstad Arena fyrr í dag. Íslenska liðið vann eins marks sigur á Þjóðverjum á laugardaginn og tapaði síðan fyrir sama liði á sunnudaginn í tveimur æfingarleikjum fyrir mót. „Við fengum ákveðin svör en annars voru þetta bara tveir mjög góðir leikir og það er frábært að fá svona hörkuleiki og alvöru leiki fyrir svona mót.“ Aron spilaði fyrri leikinn en var utan hóps í seinni leiknum. Hann segist samt sem áður vera í hörkustandi. „Það var annað hvort að spila mér þrjátíu mínútum í báðum leikjum eða heilan annan leikinn. Það var tekin sú ákvörðun að spila mér einn heilan leik en ég er hundrað prósent heill en það er fínt fyrir mig að eyða kannski ekki of mikilli orku fyrir mót, heldur frekar mæta ferskari.“ Portúgal er fyrsti andstæðingur Íslands en liðið hefur mætt þeim nokkuð oft á síðustu stórmótum og oft á tíðum einmitt í fyrsta leik. „Við höfum mætt þeim oft en þetta er í rauninni svolítið breytt lið. Útilínan hjá þeim er í raun alveg ný með þremur splunkunýjum leikmönnum. Liðið er að spila aðeins öðruvísi eða hafa verið að gera það í sínum undirbúningsleikjum. Fyrsti leikur er alltaf spennandi og það er það eina sem við erum að pæla í, við erum ekkert að hugsa út í annan eða þriðja leik. Við ætlum okkur augljóslega að ná í tvö stig upp á framhaldið að gera.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Aron. Klippa: Viðtal við fyrirliðann: Aron heill fyrir HM HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Sjá meira
Íslenska liðið vann eins marks sigur á Þjóðverjum á laugardaginn og tapaði síðan fyrir sama liði á sunnudaginn í tveimur æfingarleikjum fyrir mót. „Við fengum ákveðin svör en annars voru þetta bara tveir mjög góðir leikir og það er frábært að fá svona hörkuleiki og alvöru leiki fyrir svona mót.“ Aron spilaði fyrri leikinn en var utan hóps í seinni leiknum. Hann segist samt sem áður vera í hörkustandi. „Það var annað hvort að spila mér þrjátíu mínútum í báðum leikjum eða heilan annan leikinn. Það var tekin sú ákvörðun að spila mér einn heilan leik en ég er hundrað prósent heill en það er fínt fyrir mig að eyða kannski ekki of mikilli orku fyrir mót, heldur frekar mæta ferskari.“ Portúgal er fyrsti andstæðingur Íslands en liðið hefur mætt þeim nokkuð oft á síðustu stórmótum og oft á tíðum einmitt í fyrsta leik. „Við höfum mætt þeim oft en þetta er í rauninni svolítið breytt lið. Útilínan hjá þeim er í raun alveg ný með þremur splunkunýjum leikmönnum. Liðið er að spila aðeins öðruvísi eða hafa verið að gera það í sínum undirbúningsleikjum. Fyrsti leikur er alltaf spennandi og það er það eina sem við erum að pæla í, við erum ekkert að hugsa út í annan eða þriðja leik. Við ætlum okkur augljóslega að ná í tvö stig upp á framhaldið að gera.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Aron. Klippa: Viðtal við fyrirliðann: Aron heill fyrir HM
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Sjá meira