Biðin eftir lausn á biðlistavanda Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 12. janúar 2023 07:00 Eftir síðustu kosningar urðu þær breytingar að Vinstri græn yfirgáfu heilbrigðisráðuneytið og afhentu Framsóknarflokknum lyklana. Margir bjuggust við breytingum við þessi lyklaskipti. Allt síðasta kjörtímabil einkenndist af mikilli tregðu við að nýta krafta sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Skipti þá engu hvort þessir sérfræðingar eru sálfræðingar, sjúkraþjálfarar, talmeinafræðingar nú eða sérgreinalæknar. Eitt helsta einkenni heilbrigðiskerfisins þá voru biðlistar vegna innbyggðrar tregðu við að leyfa öllum fagaðilum að vinna saman að því markmiði að veita almenningi góða og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Nú hefur formaður Sjálfstæðisflokksins stigið fram og sjúkdómsgreint heilbrigðiskerfið. Niðurstaða hans er sú að heilbrigðiskerfið kunni ekki að lesa fjárlögin. En fyrir þau okkar sem sitja í fjárlaganefnd þá eru staðreyndir málsins ágætlega skýrar. Það er vissulega rétt að allt fjármagn heimsins skapar ekki gott heilbrigðiskerfi ef ekki er unnið eftir skýrum markmiðum. Það er hins vegar hlutverk stjórnvalda að skapa þá umgjörð og að tryggja að kerfið vinni saman. Ef sú umgjörð væri fyrir hendi í dag myndu lausnir spegla vanda og áherslur væru í samræmi við þarfir okkar. Svo er ekki. Því stoppar ríkisstjórnin tímabundið við og við í göt, án þess að leysa vandamálið til framtíðar. Og staðreyndin er sú að það vantar líka fjármagn. Norrænt heilbrigðiskerfi Þjóðin er einhuga um að vilja viðhalda því norræna módeli sem við byggjum á: að aðgengi að heilbrigðisþjónustu skuli vera óháð efnahag. Viðreisn vill verja norræna módelið. Í fimm ár hefur hins vegar í reynd verið grafið undan þessari hugmyndafræði. Þar virðist engu skipta hvort Willum eða Svandís sitja í stól heilbrigðisráðherra. Sérgreinalæknar hafa verið samningslausir í fjögur ár og sér ekki fyrir endann á því. Afleiðingarnar á því að ekki er samið er að sjúklingar þurfa að greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu, sérstaklega þeir sjúklingar sem oftast þurfa á sækja slíka þjónustu. Þau sem ráða ekki við að borga meira þurfa einfaldlega að neita sér um þjónustuna. Þegar biðlistar eru langir velja þau sem geta að fara til útlanda í aðgerðir eða mæta á læknavaktina, þó dýrara sé. Aðgerðirnar sem framkvæmdar eru erlendis eru margfalt dýrari en ef þær væru gerðar hér heima, þannig að hér lekur fjármagn úr ríkissjóði án þess að hægt sé að réttlæta það með nokkru móti. Ekki hefur heldur verið samið við sjúkraþjálfara sem hefur í för með sér að biðlistar lengjast og komugjald hækkar. Það hefur verið pólitísk afstaða ríkisstjórnarflokkanna þriggja að fjárfesta ekki í niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu. Þar ríkir því tvöfalt kerfi heilbrigðisþjónustu. Sálfræðiþjónusta verður áfram heilbrigðisþjónusta fyrir þau sem hafa ráð á henni. Vannýtt tækifæri Heilbrigðisstarfsmenn eru eftirsóttustu starfskraftar heims. Áskorunin er að laða fólk hingað til starfa og að halda því. Við þurfum að standast samkeppni að utan. Það þarf að vera eftirsóknarvert að vinna í heilbrigðiskerfinu. Með því getum við betur unnið á biðlistum og dregið úr álagi á starfsfólki. Viðreisn lagði fram breytingartillögu við síðustu fjárlög um 6 milljarða viðbótarframlag til heilbrigðiskerfisins, ekki síst með það að markmiði að bæta kjör kvennastétta. Hún var felld. Mönnun á heilbrigðisstofnunum er sögð stærsta áskorun heilbrigðiskerfisins. Sem stendur eru hins vegar engin teikn um að ráðast eigi í úrbætur um vinnuaðstæður eða vinnuálag. Né heldur eru teikn um hvata til að halda í hjúkrunarfræðinga eða laða sérfræðilækna heim úr námi. Það þarf að styrkja heilbrigðiskerfið til lengri tíma litið. Þingsályktunartillaga Viðreisnar um bætt kjör kvennastétta var samþykkt 2018 en henni hefur ekki verið framfylgt. Um nokkurra ára skeið hefur Viðreisn talað fyrir þessum áherslum og að sett verði heilbrigðisáætlun sem sé með tímasettum markmiðum og fjármögnuð í samræmi við skilgreind markmið. Staðreyndin er nefnilega sú að það eru tækifæri í heilbrigðiskerfinu. Íslenska þjóðin býr yfir mannauði og krafti og meirihluti þjóðarinnar hefur metnað fyrir því að gera vel í heilbrigðismálum. En þá þarf að gera meira en að leggja sama plástur á öll mein. Það þarf meira en að tala bara um aukin fjárlög eða hærri skatta. Það þarf meira en frasa um að fólk kunni ekki að lesa fjárlög. Það eru tækifæri í að skoða skipulag innan heilbrigðiskerfisins. Það eru tækifæri í nýsköpun, tækifæri til að bæta um vinnuaðstæður og vinnuálag. Það þarf að horfa til lengri tíma en næsta fréttatíma. Tímasett og fjármagnað plan Ríkissjóður er hins vegar illa rekinn. Samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum ríkisstjórnarinnar er stefnt að því að ríkissjóður verði rekinn með halla í 9 ár samfleytt. Heimili landsins þekkja það ágætlega að það kostar að skulda. Vaxtagjöld íslenska ríkisins eru þriðji stærsti útgjaldaliður ríkisins. Mun heilbrigðara væri að þetta hlutfall væri lægra og að meira fjármagn færi inn í grunnþjónustu á borð við heilbrigðismál. Viðreisn var eini flokkurinn á þingi sem greiddi atkvæði gegn aukinni lánsfjárheimild fyrir ríkið upp á tugi milljarðavið afgreiðslu fjárlaga.. Hallinn fyrir næsta ár verður 119 milljarðar. Það er staðreynd sem hlaut merkilega litla umræðu. Það verður nefnilega að gera þá kröfu að stjórnvöld séu markviss í rekstri á öllum sviðum og að forgangsröðun sé skýr. Þegar svo er ekki bitnar það á endanum á getu ríkisins til að fjárfesta í þjónustu fyrir fólkið í landinu og í innviðum. Þess vegna leggur Viðreisn til að farið verði í það að forma aðgerðir og að unnið verði að tímasettri og fjármagnaðri heilbrigðisáætlun til 2030. Þegar unnið verður eftir skýrum markmiðum í þágu almennings og starfsfólks í heilbrigðiskerfinu mun heilbrigðiskerfið verða sterkara í þágu allra. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Alþingi Heilbrigðismál Viðreisn Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftir síðustu kosningar urðu þær breytingar að Vinstri græn yfirgáfu heilbrigðisráðuneytið og afhentu Framsóknarflokknum lyklana. Margir bjuggust við breytingum við þessi lyklaskipti. Allt síðasta kjörtímabil einkenndist af mikilli tregðu við að nýta krafta sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Skipti þá engu hvort þessir sérfræðingar eru sálfræðingar, sjúkraþjálfarar, talmeinafræðingar nú eða sérgreinalæknar. Eitt helsta einkenni heilbrigðiskerfisins þá voru biðlistar vegna innbyggðrar tregðu við að leyfa öllum fagaðilum að vinna saman að því markmiði að veita almenningi góða og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Nú hefur formaður Sjálfstæðisflokksins stigið fram og sjúkdómsgreint heilbrigðiskerfið. Niðurstaða hans er sú að heilbrigðiskerfið kunni ekki að lesa fjárlögin. En fyrir þau okkar sem sitja í fjárlaganefnd þá eru staðreyndir málsins ágætlega skýrar. Það er vissulega rétt að allt fjármagn heimsins skapar ekki gott heilbrigðiskerfi ef ekki er unnið eftir skýrum markmiðum. Það er hins vegar hlutverk stjórnvalda að skapa þá umgjörð og að tryggja að kerfið vinni saman. Ef sú umgjörð væri fyrir hendi í dag myndu lausnir spegla vanda og áherslur væru í samræmi við þarfir okkar. Svo er ekki. Því stoppar ríkisstjórnin tímabundið við og við í göt, án þess að leysa vandamálið til framtíðar. Og staðreyndin er sú að það vantar líka fjármagn. Norrænt heilbrigðiskerfi Þjóðin er einhuga um að vilja viðhalda því norræna módeli sem við byggjum á: að aðgengi að heilbrigðisþjónustu skuli vera óháð efnahag. Viðreisn vill verja norræna módelið. Í fimm ár hefur hins vegar í reynd verið grafið undan þessari hugmyndafræði. Þar virðist engu skipta hvort Willum eða Svandís sitja í stól heilbrigðisráðherra. Sérgreinalæknar hafa verið samningslausir í fjögur ár og sér ekki fyrir endann á því. Afleiðingarnar á því að ekki er samið er að sjúklingar þurfa að greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu, sérstaklega þeir sjúklingar sem oftast þurfa á sækja slíka þjónustu. Þau sem ráða ekki við að borga meira þurfa einfaldlega að neita sér um þjónustuna. Þegar biðlistar eru langir velja þau sem geta að fara til útlanda í aðgerðir eða mæta á læknavaktina, þó dýrara sé. Aðgerðirnar sem framkvæmdar eru erlendis eru margfalt dýrari en ef þær væru gerðar hér heima, þannig að hér lekur fjármagn úr ríkissjóði án þess að hægt sé að réttlæta það með nokkru móti. Ekki hefur heldur verið samið við sjúkraþjálfara sem hefur í för með sér að biðlistar lengjast og komugjald hækkar. Það hefur verið pólitísk afstaða ríkisstjórnarflokkanna þriggja að fjárfesta ekki í niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu. Þar ríkir því tvöfalt kerfi heilbrigðisþjónustu. Sálfræðiþjónusta verður áfram heilbrigðisþjónusta fyrir þau sem hafa ráð á henni. Vannýtt tækifæri Heilbrigðisstarfsmenn eru eftirsóttustu starfskraftar heims. Áskorunin er að laða fólk hingað til starfa og að halda því. Við þurfum að standast samkeppni að utan. Það þarf að vera eftirsóknarvert að vinna í heilbrigðiskerfinu. Með því getum við betur unnið á biðlistum og dregið úr álagi á starfsfólki. Viðreisn lagði fram breytingartillögu við síðustu fjárlög um 6 milljarða viðbótarframlag til heilbrigðiskerfisins, ekki síst með það að markmiði að bæta kjör kvennastétta. Hún var felld. Mönnun á heilbrigðisstofnunum er sögð stærsta áskorun heilbrigðiskerfisins. Sem stendur eru hins vegar engin teikn um að ráðast eigi í úrbætur um vinnuaðstæður eða vinnuálag. Né heldur eru teikn um hvata til að halda í hjúkrunarfræðinga eða laða sérfræðilækna heim úr námi. Það þarf að styrkja heilbrigðiskerfið til lengri tíma litið. Þingsályktunartillaga Viðreisnar um bætt kjör kvennastétta var samþykkt 2018 en henni hefur ekki verið framfylgt. Um nokkurra ára skeið hefur Viðreisn talað fyrir þessum áherslum og að sett verði heilbrigðisáætlun sem sé með tímasettum markmiðum og fjármögnuð í samræmi við skilgreind markmið. Staðreyndin er nefnilega sú að það eru tækifæri í heilbrigðiskerfinu. Íslenska þjóðin býr yfir mannauði og krafti og meirihluti þjóðarinnar hefur metnað fyrir því að gera vel í heilbrigðismálum. En þá þarf að gera meira en að leggja sama plástur á öll mein. Það þarf meira en að tala bara um aukin fjárlög eða hærri skatta. Það þarf meira en frasa um að fólk kunni ekki að lesa fjárlög. Það eru tækifæri í að skoða skipulag innan heilbrigðiskerfisins. Það eru tækifæri í nýsköpun, tækifæri til að bæta um vinnuaðstæður og vinnuálag. Það þarf að horfa til lengri tíma en næsta fréttatíma. Tímasett og fjármagnað plan Ríkissjóður er hins vegar illa rekinn. Samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum ríkisstjórnarinnar er stefnt að því að ríkissjóður verði rekinn með halla í 9 ár samfleytt. Heimili landsins þekkja það ágætlega að það kostar að skulda. Vaxtagjöld íslenska ríkisins eru þriðji stærsti útgjaldaliður ríkisins. Mun heilbrigðara væri að þetta hlutfall væri lægra og að meira fjármagn færi inn í grunnþjónustu á borð við heilbrigðismál. Viðreisn var eini flokkurinn á þingi sem greiddi atkvæði gegn aukinni lánsfjárheimild fyrir ríkið upp á tugi milljarðavið afgreiðslu fjárlaga.. Hallinn fyrir næsta ár verður 119 milljarðar. Það er staðreynd sem hlaut merkilega litla umræðu. Það verður nefnilega að gera þá kröfu að stjórnvöld séu markviss í rekstri á öllum sviðum og að forgangsröðun sé skýr. Þegar svo er ekki bitnar það á endanum á getu ríkisins til að fjárfesta í þjónustu fyrir fólkið í landinu og í innviðum. Þess vegna leggur Viðreisn til að farið verði í það að forma aðgerðir og að unnið verði að tímasettri og fjármagnaðri heilbrigðisáætlun til 2030. Þegar unnið verður eftir skýrum markmiðum í þágu almennings og starfsfólks í heilbrigðiskerfinu mun heilbrigðiskerfið verða sterkara í þágu allra. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun