Samsærið gegn Eflingu Birgir Dýrfjörð skrifar 13. janúar 2023 17:30 Vilhjálmur Birgisson,formaður starfsgreinasambandsins SGS, fór mikinn í fjölmiðlum þegar hann lýsti samningum sínum við samtök atvinnulífsins. Hann sagði þá vera svo fádæma árangursríka, að annað eins hefði ekki sést. Flestir glöddust yfir þessum einstaka árangri hans. Það brá þó skugga á gleðina þegar formaður VR sagðist hafa samþykkt samskonar samning með óbragð í munninum. Hann rauk svo út, og neitaði að gleðjast í sultu og rjóma og ilmandi vöfflum. þegar Efling lýsti svo frati á samninginn, og benti á að hann skilaði aðeins um 7% launahækkunum í 10% verðbólgu, og ört hækkandi verðlagi og rýrnandi kaupmætti. Á sama tíma, og óhófleg aukning hafi verið á hagnaði fyrirtækja í landinu. Með þessu frat-svari Eflingar hvarf glæsileikinn, sem Vilhjálmur hafði lýst. Mont-ræðurnar hans urðu að örgustu öfugmælum. Barnalegt sjálfshólið át sig sjálft. Keisarinn nakinn Skiljanlega brást Vilhjálmur illa við höfnun Eflingar. Það er ekkert grín að láta „Galna stelpu“ afhjúpa mann eins og keisarann í ævintýrinu, sem klókir menn höfðu platað til að trúa því, að hann væri klár og mikilsverður maður, en ekki bara hlægilegur nakinn spjátrungur. Upp komast svik um síðir Vilhjálmur svaraði svo Eflingu. Í þeim svörum lýsti hann því ítrekað yfir, í viðtölum og greinaskrifum, að hann myndi aldrei blanda sér í samningaferli Eflingar við samtök vinnuveitenda. Sjálfsagt hefur hann trúað að hann þyrfti þess ekki. Að hann gæti treyst orðum framkvæmdastjóra SA. sem hafði ítrekað lýsti því yfir, að SA myndi aldrei bregðast trúnaði við SGS, með því, að gera öðruvísi kjarasamning við Eflingu en SGS. Hvað þýðir þetta orðalag, að SA ætli ekki að bregðast trúnaði við SGS? Það þýðir einfaldlega, að SA og SGS hafi gert trúnaðarsamning um það, að Efling muni ekki fá skárri samning en SGS. Það þýðir, að forusta SGS og SA gerðu samsæri gegn launalægstu stéttinni í landinu. Samsæri gegn því að verkafólk, sem oft og tíðum á ekki krónur fyrir mat sínum, geti nýtt sérsamningsrétt sinn. Þannig ætla þau að stela lambi fátæka mannsins. Hvaða orð tungunnar ná að lýsa svona innræti forustufólks Starfsgreinasambandsins? Til fróðleiks Samkvæmt upplýsingum frá Forsætisráðuneytinu, þá er meðal húsaleiga á landsbyggðinni 152 þúsund krónur á mán. Meðal húsaleiga á Höfuðborgarsvæðinu er 220 þús. kr. á mán. Mism. 68 þús.kr. á mán. (Heimild Stefán Ólafss. Miðjan 11.01. ´23) Höfundur er rafvirkjameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Birgir Dýrfjörð Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson,formaður starfsgreinasambandsins SGS, fór mikinn í fjölmiðlum þegar hann lýsti samningum sínum við samtök atvinnulífsins. Hann sagði þá vera svo fádæma árangursríka, að annað eins hefði ekki sést. Flestir glöddust yfir þessum einstaka árangri hans. Það brá þó skugga á gleðina þegar formaður VR sagðist hafa samþykkt samskonar samning með óbragð í munninum. Hann rauk svo út, og neitaði að gleðjast í sultu og rjóma og ilmandi vöfflum. þegar Efling lýsti svo frati á samninginn, og benti á að hann skilaði aðeins um 7% launahækkunum í 10% verðbólgu, og ört hækkandi verðlagi og rýrnandi kaupmætti. Á sama tíma, og óhófleg aukning hafi verið á hagnaði fyrirtækja í landinu. Með þessu frat-svari Eflingar hvarf glæsileikinn, sem Vilhjálmur hafði lýst. Mont-ræðurnar hans urðu að örgustu öfugmælum. Barnalegt sjálfshólið át sig sjálft. Keisarinn nakinn Skiljanlega brást Vilhjálmur illa við höfnun Eflingar. Það er ekkert grín að láta „Galna stelpu“ afhjúpa mann eins og keisarann í ævintýrinu, sem klókir menn höfðu platað til að trúa því, að hann væri klár og mikilsverður maður, en ekki bara hlægilegur nakinn spjátrungur. Upp komast svik um síðir Vilhjálmur svaraði svo Eflingu. Í þeim svörum lýsti hann því ítrekað yfir, í viðtölum og greinaskrifum, að hann myndi aldrei blanda sér í samningaferli Eflingar við samtök vinnuveitenda. Sjálfsagt hefur hann trúað að hann þyrfti þess ekki. Að hann gæti treyst orðum framkvæmdastjóra SA. sem hafði ítrekað lýsti því yfir, að SA myndi aldrei bregðast trúnaði við SGS, með því, að gera öðruvísi kjarasamning við Eflingu en SGS. Hvað þýðir þetta orðalag, að SA ætli ekki að bregðast trúnaði við SGS? Það þýðir einfaldlega, að SA og SGS hafi gert trúnaðarsamning um það, að Efling muni ekki fá skárri samning en SGS. Það þýðir, að forusta SGS og SA gerðu samsæri gegn launalægstu stéttinni í landinu. Samsæri gegn því að verkafólk, sem oft og tíðum á ekki krónur fyrir mat sínum, geti nýtt sérsamningsrétt sinn. Þannig ætla þau að stela lambi fátæka mannsins. Hvaða orð tungunnar ná að lýsa svona innræti forustufólks Starfsgreinasambandsins? Til fróðleiks Samkvæmt upplýsingum frá Forsætisráðuneytinu, þá er meðal húsaleiga á landsbyggðinni 152 þúsund krónur á mán. Meðal húsaleiga á Höfuðborgarsvæðinu er 220 þús. kr. á mán. Mism. 68 þús.kr. á mán. (Heimild Stefán Ólafss. Miðjan 11.01. ´23) Höfundur er rafvirkjameistari.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun