Skýrsla Stefáns: Martraðarmínútur í Kristianstad Stefán Árni Pálsson skrifar 14. janúar 2023 22:30 Sigvaldi Guðjónsson sækir að marki Ungverja. Vísir/Vilhelm Kvöldið fór sannarlega vel af stað í Kristianstad Arena í kvöld þegar Íslendingar mættu Ungverjum í 4700 manna höll í Svíþjóð. Það var ekki að sjá að leikurinn færi fram í öðru landi þar sem Íslendingarnir gjörsamlega hertóku höllina og rúmlega 2500 Íslendingar settu svip sinn á alla umgjörð í kringum leikinn. Svo kom að þjóðsöngvunum og fyrst var það sá íslenski. Þá gerði maður sér grein fyrir því hversu ótrúlegur stuðningurinn yrði í stúkunni í kvöld. Íslensku stuðningsmennirnir sungu hátt og vel með og Ungverjarnir strax lentir undir í baráttunni. Heimavöllur pic.twitter.com/0MCYzxvFKZ— Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) January 14, 2023 Svo byrjaði leikurinn og Bjarki Már Elísson byrjaði leikinn með látum þegar hann skoraði þrjú fyrstu mörk okkar í leiknum og staðan 3-1. Salurinn ætlaði þarna að springa. Á þessum tíma var undirritaður búinn að vera með stanslausa gæsahúð í góðan hálftíma. Ungverjarnir erfiðir á köflum og þá sérstaklega tröllið Bence Banhidi á línunni. Ef hann fékk ekki boltann þá dróg hann varnarmenn landsliðsins í sig og plássið opnaðist fyrir skyttur liðsins. Í stöðunni 8-8 vaknaði Björgvin Páll Gústavsson og fór að verja vel. Þarna kom æðislegur kafli hjá íslenska liðinu og við komin 13-8 yfir. Fimm í röð og Bjarki og Sigvaldi að fara inn úr öllum færum í horninu og skora. Orkan í salnum var slík að það var ekki hægt að spila illa fyrir íslenska landsliðið. Þeir héldu út og munaði fimm mörkum í hálfleik 17-12. Enginn slæmur kafli og menn héldu haus. Svipuð staða til að byrja með í seinni en mark númer 19 hjá Íslandi segir margt. Elliði Snær Viðarsson fær boltann á miðjunni og hikar ekki í eina sekúndu. Skýtur boltanum með öfugum snúningi og hann fellur svona skemmtilega niður og í markið. Þetta segir svo margt, það er alvöru sjálfstraust í liðinu. Þetta eru ofurmenni. Sumar fintur hjá Gísla Þorgeiri og Ómari Inga Magnússyni í þessum leik eiga heima á listasafni, það er hrein unun að fylgjast með þeim brjóta sér leið í gegnum varnir. Munurinn sex mörk 25-19 þegar 17 mínútur voru eftir. Allt upp á tíu fram að þessu en þá bara gerðist eitthvað, eitthvað slæmt. Ungverjarnir þéttu vörnina og Roland Mikler fór að verja í markinu, eitthvað sem hann hafði ekki gert allan leikinn. Jú, við erum að tala um slæman kaflann. Hann er mættur. Hann fór það illa að Ungverjar komast yfir 29-28 þegar fjórar mínútur voru eftir. Á þessum kafla gekk bara ekkert upp. Menn að kasta boltanum út af, skotin ekki góð og bara leikurinn fór frá okkur. Eftir einstakan dag í Kristianstad þurfa menn að bíta í það súra epli að Ungverjar vinna okkur enn eina ferðina. Og það er vont, ógeðslega vont. 30-28 lokatölur. Ungverjar unnu síðustu 18 mínútur leiksins 11-3, ég endurtek 11-3. Þarna voru leikmenn þreyttir og ákvarðatökur, skot og fleira eftir því. Og nokkrir ónotaðir á bekknum. Mögulega mistök að setja ekki ferskar fætur inn á. Tvö stig í riðlinum og einn leikur eftir. En staðan er þannig að við förum með tvö stig í milliriðilinn og þá er bara eitt í stöðunni. Við þurfum að vinna Svía þar. Ef við ætlum okkur langt. Það verður erfitt að sofna eftir þetta kvöld, en ég er jákvæður maður og sá íslenska landsliðið spila ótrúlegan góðan handbolta stóran hluta af leiknum. Það er von. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Sjá meira
Það var ekki að sjá að leikurinn færi fram í öðru landi þar sem Íslendingarnir gjörsamlega hertóku höllina og rúmlega 2500 Íslendingar settu svip sinn á alla umgjörð í kringum leikinn. Svo kom að þjóðsöngvunum og fyrst var það sá íslenski. Þá gerði maður sér grein fyrir því hversu ótrúlegur stuðningurinn yrði í stúkunni í kvöld. Íslensku stuðningsmennirnir sungu hátt og vel með og Ungverjarnir strax lentir undir í baráttunni. Heimavöllur pic.twitter.com/0MCYzxvFKZ— Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) January 14, 2023 Svo byrjaði leikurinn og Bjarki Már Elísson byrjaði leikinn með látum þegar hann skoraði þrjú fyrstu mörk okkar í leiknum og staðan 3-1. Salurinn ætlaði þarna að springa. Á þessum tíma var undirritaður búinn að vera með stanslausa gæsahúð í góðan hálftíma. Ungverjarnir erfiðir á köflum og þá sérstaklega tröllið Bence Banhidi á línunni. Ef hann fékk ekki boltann þá dróg hann varnarmenn landsliðsins í sig og plássið opnaðist fyrir skyttur liðsins. Í stöðunni 8-8 vaknaði Björgvin Páll Gústavsson og fór að verja vel. Þarna kom æðislegur kafli hjá íslenska liðinu og við komin 13-8 yfir. Fimm í röð og Bjarki og Sigvaldi að fara inn úr öllum færum í horninu og skora. Orkan í salnum var slík að það var ekki hægt að spila illa fyrir íslenska landsliðið. Þeir héldu út og munaði fimm mörkum í hálfleik 17-12. Enginn slæmur kafli og menn héldu haus. Svipuð staða til að byrja með í seinni en mark númer 19 hjá Íslandi segir margt. Elliði Snær Viðarsson fær boltann á miðjunni og hikar ekki í eina sekúndu. Skýtur boltanum með öfugum snúningi og hann fellur svona skemmtilega niður og í markið. Þetta segir svo margt, það er alvöru sjálfstraust í liðinu. Þetta eru ofurmenni. Sumar fintur hjá Gísla Þorgeiri og Ómari Inga Magnússyni í þessum leik eiga heima á listasafni, það er hrein unun að fylgjast með þeim brjóta sér leið í gegnum varnir. Munurinn sex mörk 25-19 þegar 17 mínútur voru eftir. Allt upp á tíu fram að þessu en þá bara gerðist eitthvað, eitthvað slæmt. Ungverjarnir þéttu vörnina og Roland Mikler fór að verja í markinu, eitthvað sem hann hafði ekki gert allan leikinn. Jú, við erum að tala um slæman kaflann. Hann er mættur. Hann fór það illa að Ungverjar komast yfir 29-28 þegar fjórar mínútur voru eftir. Á þessum kafla gekk bara ekkert upp. Menn að kasta boltanum út af, skotin ekki góð og bara leikurinn fór frá okkur. Eftir einstakan dag í Kristianstad þurfa menn að bíta í það súra epli að Ungverjar vinna okkur enn eina ferðina. Og það er vont, ógeðslega vont. 30-28 lokatölur. Ungverjar unnu síðustu 18 mínútur leiksins 11-3, ég endurtek 11-3. Þarna voru leikmenn þreyttir og ákvarðatökur, skot og fleira eftir því. Og nokkrir ónotaðir á bekknum. Mögulega mistök að setja ekki ferskar fætur inn á. Tvö stig í riðlinum og einn leikur eftir. En staðan er þannig að við förum með tvö stig í milliriðilinn og þá er bara eitt í stöðunni. Við þurfum að vinna Svía þar. Ef við ætlum okkur langt. Það verður erfitt að sofna eftir þetta kvöld, en ég er jákvæður maður og sá íslenska landsliðið spila ótrúlegan góðan handbolta stóran hluta af leiknum. Það er von.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Sjá meira