Skýrsla Henrys: Allir um borð í Krýsuvíkurlestina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2023 23:01 Strákarnir fagna sigrinum með látum í kvöld. vísir/vilhelm Ekki féll allt með strákunum okkar í kvöld en það hefði getað orðið verra. Ungverjaland vann ekki sem var mikilvægt. Staðan er aftur á móti sú að þeir verða væntanlega að vinna Svía til þess að komast í átta liða úrslit en það er ekki einu sinni víst að það dugi. Portúgal fær þá í lokaleik þar sem Svíar verða hugsanlega að hvíla menn þar sem þeir verða komnir áfram. Mörg ef eins og venjulega á þessum mótum. Þó svo maður sé pirraður úr í Ungverjana fyrir að skora ekki eitt mark til viðbótar í kvöld að þá verður þeim ekki kennt um eitt né neitt. Það var íslenska liðið sem kom sér í þessa stöðu með því að tapa á ævintýralegan hátt fyrir Ungverjunum. Það er leikurinn sem gæti kostað sætið í átta liða úrslitunum. Það er því gamla, góða Krýsuvíkurleiðin í átta liða úrslitin. Við erum með svarta beltið í þeim akstri og bara upp með hökuna. Það er svo sem ekki mikið um þennan blessaða leik gegn Suður-Kóreu að segja. Strákarnir og þjálfarateymið fá hrós fyrir að mæta vel innstilltir. Menn voru strax á tánum og ætluðu sér greinilega að drepa allar vonir Kóreumanna strax. Heilt yfir mjög fagmannleg frammistaða hjá liðinu sem sýndi mátt sinn. Það verður reyndar að viðurkennast að andstæðingurinn var ævintýralega slakur og í allt of stórum búningum. Óðinn Þór nýtti sínar mínútur virkilega vel og raðaði inn mörkum. Það þarf enginn að óttast það að gefa Sigvalda hvíld. Óðinn er magnaður og það var vitað fyrir mótið. Viktor Gísli spilaði loksins alvöru mínútur og var í miklu stuði. Ég hefði reyndar treyst mér í að verja svona tólf bolta í þessum leik. Frábært að fá Viktor í gang og enn ánægjulegra að meiðslin séu ekkert að trufla hann. Liðið mætir endurnært í milliriðilinn í Gautaborg eftir að þreyttir menn fengu loksins hvíld. Það er bara að setja kassann út þar, vinna alla leikina og vona það besta. Þetta er ekkert búið. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Staðan er aftur á móti sú að þeir verða væntanlega að vinna Svía til þess að komast í átta liða úrslit en það er ekki einu sinni víst að það dugi. Portúgal fær þá í lokaleik þar sem Svíar verða hugsanlega að hvíla menn þar sem þeir verða komnir áfram. Mörg ef eins og venjulega á þessum mótum. Þó svo maður sé pirraður úr í Ungverjana fyrir að skora ekki eitt mark til viðbótar í kvöld að þá verður þeim ekki kennt um eitt né neitt. Það var íslenska liðið sem kom sér í þessa stöðu með því að tapa á ævintýralegan hátt fyrir Ungverjunum. Það er leikurinn sem gæti kostað sætið í átta liða úrslitunum. Það er því gamla, góða Krýsuvíkurleiðin í átta liða úrslitin. Við erum með svarta beltið í þeim akstri og bara upp með hökuna. Það er svo sem ekki mikið um þennan blessaða leik gegn Suður-Kóreu að segja. Strákarnir og þjálfarateymið fá hrós fyrir að mæta vel innstilltir. Menn voru strax á tánum og ætluðu sér greinilega að drepa allar vonir Kóreumanna strax. Heilt yfir mjög fagmannleg frammistaða hjá liðinu sem sýndi mátt sinn. Það verður reyndar að viðurkennast að andstæðingurinn var ævintýralega slakur og í allt of stórum búningum. Óðinn Þór nýtti sínar mínútur virkilega vel og raðaði inn mörkum. Það þarf enginn að óttast það að gefa Sigvalda hvíld. Óðinn er magnaður og það var vitað fyrir mótið. Viktor Gísli spilaði loksins alvöru mínútur og var í miklu stuði. Ég hefði reyndar treyst mér í að verja svona tólf bolta í þessum leik. Frábært að fá Viktor í gang og enn ánægjulegra að meiðslin séu ekkert að trufla hann. Liðið mætir endurnært í milliriðilinn í Gautaborg eftir að þreyttir menn fengu loksins hvíld. Það er bara að setja kassann út þar, vinna alla leikina og vona það besta. Þetta er ekkert búið.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira