„Örlítið verri en George skiptin og þar af leiðandi þau verstu á þessari öld“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. janúar 2023 07:00 Rudy Gobert fékk ekki mikla ást í þættinum. Sean Gardner/Getty Images Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í síðasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni að undanförnu. Farið var yfir baráttu Toronto Raptors og Atlanta Hawks, hvað Sacramento Kings ætti að gera á leikmannamarkaðnum, hvort það sé verðbólga í NBA og hversu ömurleg Rudy Gobert skiptin voru. „Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar þáttarins taka undir eða eru á móti. Þeir þurfa svo að rökstyðja svör sín. Fyrsta fullyrðing: Það er stærra slys fyrir Atlanta Hawks en Toronto Raptors að missa af sæti í umspilinu í Austurdeildinni. „Töluvert stærra slys. Atlanta sækja Dejounte Murray og ætluðu sér að vera alvöru þetta tímabil,“ sagði Tómas Steindórsson án þess að hugsa sig um. Önnur fullyrðing: Sacramento Kings ætti að ýta öllum spilapeningunum á mitt borðið. „270 prósent já. Þeir ættu að kasta öllum spilapeningunum sínum á borðið,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Það þarf ekkert endilega stórstjörnu til að gera þetta lið betra. Eru með stórstjörnur í De‘Aaron Fox og Domantas Sabonis,“ bætti Hörður við. Þriðja fullyrðing: Það er 20 prósent verðbólga í tölfræði. „Fimm leikmenn sem eru að skora meira en 30 stig í leik, það hefur ekki gerst ég veit ekki hvað lengi. 30 gaurar yfir 20 stigum,“ sagði Kjartan Atli áður en Sigurður Orri Kristjánsson fékk orðið. „Það er 20 prósent verðbólga á einstaklingstölfræði. Það er ekki verðbólga á liðstölfræði,“ sagði Sigurður Orri. „Það er ekkert verið að spila langar sóknir, mikið af þristum og háum „pick og roll-um.“ Það er 20 prósent plús verðbólga á einstaklingstölfræði,“ bætti hann við. Fjórða fullyrðing: Rudy Gobert eru verstu skiptin á þessari öld. „Eina sem mér dettur í hug fljótlega eru Paul George skiptin til LA Clippers. Shai Gilgeous-Alexander á móti, fjórir valréttir og eitthvað. Paul George er skömminni skárri leikmaður en Gobert sem getur á tímum ekki verið inn á. Bara spilaður út af vellinum í fjórða leikhluta og fleira. Örlítið verri en George-skiptin og þar af leiðandi þau verstu á þessari öld,“ sagði Tómas. Klippa: Nei eða Já: Örlítið verri en George-skiptin og þar af leiðandi þau verstu á þessari öld Körfubolti Lögmál leiksins Tengdar fréttir Aðeins rifist í Lögmáli leiksins í kvöld: „Tapiði leikjum strákar“ NBA-þátturinn Lögmál leiksins er á dagskránni á Stöð 2 Sport 2 í kvöld eins og alla mánudaga en það hitnaði aðeins í kolunum hjá sérfræðingunum í þætti vikunnar. 16. janúar 2023 15:45 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
„Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar þáttarins taka undir eða eru á móti. Þeir þurfa svo að rökstyðja svör sín. Fyrsta fullyrðing: Það er stærra slys fyrir Atlanta Hawks en Toronto Raptors að missa af sæti í umspilinu í Austurdeildinni. „Töluvert stærra slys. Atlanta sækja Dejounte Murray og ætluðu sér að vera alvöru þetta tímabil,“ sagði Tómas Steindórsson án þess að hugsa sig um. Önnur fullyrðing: Sacramento Kings ætti að ýta öllum spilapeningunum á mitt borðið. „270 prósent já. Þeir ættu að kasta öllum spilapeningunum sínum á borðið,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Það þarf ekkert endilega stórstjörnu til að gera þetta lið betra. Eru með stórstjörnur í De‘Aaron Fox og Domantas Sabonis,“ bætti Hörður við. Þriðja fullyrðing: Það er 20 prósent verðbólga í tölfræði. „Fimm leikmenn sem eru að skora meira en 30 stig í leik, það hefur ekki gerst ég veit ekki hvað lengi. 30 gaurar yfir 20 stigum,“ sagði Kjartan Atli áður en Sigurður Orri Kristjánsson fékk orðið. „Það er 20 prósent verðbólga á einstaklingstölfræði. Það er ekki verðbólga á liðstölfræði,“ sagði Sigurður Orri. „Það er ekkert verið að spila langar sóknir, mikið af þristum og háum „pick og roll-um.“ Það er 20 prósent plús verðbólga á einstaklingstölfræði,“ bætti hann við. Fjórða fullyrðing: Rudy Gobert eru verstu skiptin á þessari öld. „Eina sem mér dettur í hug fljótlega eru Paul George skiptin til LA Clippers. Shai Gilgeous-Alexander á móti, fjórir valréttir og eitthvað. Paul George er skömminni skárri leikmaður en Gobert sem getur á tímum ekki verið inn á. Bara spilaður út af vellinum í fjórða leikhluta og fleira. Örlítið verri en George-skiptin og þar af leiðandi þau verstu á þessari öld,“ sagði Tómas. Klippa: Nei eða Já: Örlítið verri en George-skiptin og þar af leiðandi þau verstu á þessari öld
Körfubolti Lögmál leiksins Tengdar fréttir Aðeins rifist í Lögmáli leiksins í kvöld: „Tapiði leikjum strákar“ NBA-þátturinn Lögmál leiksins er á dagskránni á Stöð 2 Sport 2 í kvöld eins og alla mánudaga en það hitnaði aðeins í kolunum hjá sérfræðingunum í þætti vikunnar. 16. janúar 2023 15:45 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Aðeins rifist í Lögmáli leiksins í kvöld: „Tapiði leikjum strákar“ NBA-þátturinn Lögmál leiksins er á dagskránni á Stöð 2 Sport 2 í kvöld eins og alla mánudaga en það hitnaði aðeins í kolunum hjá sérfræðingunum í þætti vikunnar. 16. janúar 2023 15:45