Tapaði kosningum og lét skjóta á hús Demókrata Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2023 11:00 Solomon Pena var handtekinn af lögregluþjónum í gær. Hann er sakaður um að hafa skipulagt skotárásir á heimili minnst fjögurra Demókrata í New Mexico. AP/Roberto E. Rosales Fyrrverandi frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisþings New Mexico í Bandaríkjunum var handtekinn í gær. Hann er grunaður um að hafa greitt mönnum fyrir að skjóta á hús fjögurra Demókrata í ríkinu og tekið þátt í minnst einni skotárás. Solomon Pena, tapaði með með miklum mun gegn Demókratanum Miguel P. Garcia í kosningunum í nóvember. Hann viðurkenndi þó aldrei ósigur og hefur haldið því fram að svindlað hafi verið á honum. Í kjölfar þess er hann sagður hafa greitt fjórum mönnum fyrir að skjóta á hús tveggja embættismanna og tveggja ríkisþingmanna sem allir tilheyra Demókrataflokknum. Pena er sagður hafa farið heim til þessa fólks í kjölfar kosninganna í nóvember og kvartað yfir tapi sínu. Hann hélt því meðal annars fram að svindlað hefði verið á honum og reifst hann við embættis- og þingmennina. Albuquerque Journal segir Pena hafa tekið þátt í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og hefur talað um það á samfélagsmiðlum að Demókratar í New Mexico ættu heima í Guantanamo fangabúðunum á Kúbu. Pena var handtekinn í gær. Garcia höfðaði mál gegn Pena þegar hann bauð sig fram og vildi að honum yrði meinað að bjóða sig fram til þings þar sem hann hefði verið dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir þjófnað árið 2008. Málaferlin leiddu til þess að dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að lög New Mexico um að fangar mættu ekki bjóða sig fram til opinberra embætta færu gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og því fékk Pena að bjóða sig fram. En hann tapaði þó, eins og áður hefur komið fram. Pena fékk 2.033 atkvæði en Garcia fékk 5.679. Tók þátt í minnst einni árás Washington Post hefur eftir lögreglunni í Albuquerque að Pena hafi sent skilaboð til byssumannanna og gefið þeim upp heimilisföng umræddra manna. Þeir hafi svo farið og skotið á húsin og í einu tilfelli hafi það verið gert einungis nokkrum klukkustundum eftir að hann sendi skilaboð. Lögreglan grunar Pena um að hafa tekið þátt í síðustu skotárásinni en engan sakaði í skotárásunum. Fyrsta árásin var gerð þann 4. desember. Þá var átta skotum skotið í hús embættismanns. Þann 11. desember var á öðrum tug skota skotið í hús annars embættismanns. Þann 3. janúar var svo skotum skotið að húsi þingkonunnar Lindu Lopez en þrjú skotanna fóru í gegnum rúðu á svefnherbergi tíu ára dóttur hennar. Í kjölfar þess skoðaði annar þingmaður hús sitt og sá að búið var að skjóta á það. Hann telur að það hafi verið gert þann 8. desember. Albuquerque Journal segir að í kjölfar árásarinnar þann 3. janúar hafi ungur maður verið handtekinn eftir að átta hundruð fentanyl pillur og tvær byssur fundust í bíl sem hann var á. Bíllinn var skráður á Pena og rannsóknir leiddu í ljós að byssurnar höfðu verið notaðar til áðurnefndrar skotárásar. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Solomon Pena, tapaði með með miklum mun gegn Demókratanum Miguel P. Garcia í kosningunum í nóvember. Hann viðurkenndi þó aldrei ósigur og hefur haldið því fram að svindlað hafi verið á honum. Í kjölfar þess er hann sagður hafa greitt fjórum mönnum fyrir að skjóta á hús tveggja embættismanna og tveggja ríkisþingmanna sem allir tilheyra Demókrataflokknum. Pena er sagður hafa farið heim til þessa fólks í kjölfar kosninganna í nóvember og kvartað yfir tapi sínu. Hann hélt því meðal annars fram að svindlað hefði verið á honum og reifst hann við embættis- og þingmennina. Albuquerque Journal segir Pena hafa tekið þátt í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og hefur talað um það á samfélagsmiðlum að Demókratar í New Mexico ættu heima í Guantanamo fangabúðunum á Kúbu. Pena var handtekinn í gær. Garcia höfðaði mál gegn Pena þegar hann bauð sig fram og vildi að honum yrði meinað að bjóða sig fram til þings þar sem hann hefði verið dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir þjófnað árið 2008. Málaferlin leiddu til þess að dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að lög New Mexico um að fangar mættu ekki bjóða sig fram til opinberra embætta færu gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og því fékk Pena að bjóða sig fram. En hann tapaði þó, eins og áður hefur komið fram. Pena fékk 2.033 atkvæði en Garcia fékk 5.679. Tók þátt í minnst einni árás Washington Post hefur eftir lögreglunni í Albuquerque að Pena hafi sent skilaboð til byssumannanna og gefið þeim upp heimilisföng umræddra manna. Þeir hafi svo farið og skotið á húsin og í einu tilfelli hafi það verið gert einungis nokkrum klukkustundum eftir að hann sendi skilaboð. Lögreglan grunar Pena um að hafa tekið þátt í síðustu skotárásinni en engan sakaði í skotárásunum. Fyrsta árásin var gerð þann 4. desember. Þá var átta skotum skotið í hús embættismanns. Þann 11. desember var á öðrum tug skota skotið í hús annars embættismanns. Þann 3. janúar var svo skotum skotið að húsi þingkonunnar Lindu Lopez en þrjú skotanna fóru í gegnum rúðu á svefnherbergi tíu ára dóttur hennar. Í kjölfar þess skoðaði annar þingmaður hús sitt og sá að búið var að skjóta á það. Hann telur að það hafi verið gert þann 8. desember. Albuquerque Journal segir að í kjölfar árásarinnar þann 3. janúar hafi ungur maður verið handtekinn eftir að átta hundruð fentanyl pillur og tvær byssur fundust í bíl sem hann var á. Bíllinn var skráður á Pena og rannsóknir leiddu í ljós að byssurnar höfðu verið notaðar til áðurnefndrar skotárásar.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira