Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sama um réttindi barna? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 17. janúar 2023 12:30 Börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur. Þau reiða sig á vernd og umhyggju af hálfu okkar sem teljumst fullorðið fólk og samfélaginu öllu ber að standa vörð um réttindi og velferð þeirra. Okkur ber enn fremur að tryggja að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir sem varða börn. Þetta er ekki bara mín skoðun. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið fullgiltur og lögfestur á Íslandi, segir þetta svart á hvítu. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs, ætla hins vegar að samþykkja lagafrumvarp sem gengur í berhögg við alþjóðasáttmála og íslensk barnalög – þ.e. útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Frumvarp þetta, sem til stendur að gera að landslögum, brýtur beinlínis á réttindum barna. Við skulum skoða hvernig. Áhrif frumvarpsins á réttindi barna Samkvæmt núgildandi lögum gilda sérstakir tímafrestir um málsmeðferð umsókna barna á flótta. Tímafrestirnir tryggja börnum sem hafa dvalið á Íslandi til lengri tíma efnislega meðferð umsóknarinnar og heimila veitingu dvalarleyfis á grundvelli mannúðarsjónarmiða fyrir börn sem hafa dvalið á Íslandi í meira en 15 mánuði. Þannig eru hagsmunir barnanna settir í fyrsta sæti. Ákvæðin voru sett til þess að bregðast við ítrekuðu ákalli almennings um að binda endi á grimmilegar brottvísanir barna sem hafa búið á Íslandi um langa hríð. Börnin hafa þá fest rætur, eignast vini og lært að tala íslensku, allt á meðan beðið er eftir því að stjórnvöld ákveði hvort umsóknin skuli yfir höfuð tekin til meðferðar hér á landi – ferli sem í gegnum tíðina hefur stundum tekið marga mánuði eða jafnvel ár, börnunum til vansa og almenningi á Íslandi til mikillar gremju. Frumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur myndi gera þessa tímafresti að engu. Stjórnvöldum yrði gert kleift að vísa börnum úr landi eftir að hafa búið hér jafnvel svo árum skiptir. Það eina sem þyrfti til væri að einhver í nærumhverfi barnsins, svo sem foreldri, annar aðstandandi eða jafnvel lögmaður barnsins, væri talinn hafa „tafið málið“ – til dæmis með því að gleyma viðtalstíma á allra fyrstu stigum málsins – þá falla tímafrestirnir niður og árin sem líða veita barninu engan rétt. Umsagnaraðilar frumvarpsins telja réttindi barna fótum troðin Frumvarpið fékk slæma útreið í umsögnum sem bárust allsherjar- og menntamálanefnd frá aðilum sem hafa það meginhlutverk að gæta hagsmuna barna. Í umsögnum Barnaheilla og UNICEF var mikilvægi þess að öll mál sem varða börn skuli meta með hagsmuni barnsins að leiðarljósi margítrekað – að ákvörðun skuli tekin á grundvelli þess sem talið er barninu fyrir bestu að loknu mati. Það er ófrávíkjanlegur réttur barnsins lögum samkvæmt. Í umsögn Barnaheilla segir að í ljósi þess sé með öllu ótækt að frumvarpið búi svo um hnútana að tafir sem rekja megi til athafna annarra geti komið niður á því hvort umsókn barns hljóti efnislega meðferð hér á landi. Að sama skapi lýsti UNICEF því yfir að það stríði gegn bæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og íslenskum lögum að börn séu látin líða fyrir athafnir annarra. Þrátt fyrir að þessir aðilar geri alvarlegar aðfinnslur við frumvarpið sáu fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna í allsherjar- og menntamálanefnd ekki tilefni til þess að bregðast við þeim og er ekki einu orði á þessar aðfinnslur minnst í nefndaráliti meirihlutans. Til hvers er breytingin gerð? Í greinargerð með frumvarpinu segir berum orðum að „vandamálið“ sem breytingunni sé ætlað að leysa sé einmitt það að börn geti öðlast rétt til efnislegrar málsmeðferðar vegna tafa af völdum foreldra sinna. Þetta er því enginn klaufaskapur eða mistök. Frumvarpinu er raunverulega ætlað að gefa stjórnvöldum leyfi til þess að kasta lögbundnum réttindum barna fyrir róða. Eins og Barnaheill, UNICEF og fleiri benda á er alfarið ótækt að láta athafnir annarra bitna á réttindum barna, hvort sem það eru foreldrar barnsins, aðrir aðstandendur eða jafnvel bara einhver lögmaður úti í bæ. Um þetta skeyta þingmenn meirihlutans engu. En eins og við vitum – þá skiptir máli hver stjórnar. Ekki satt? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Réttindi barna Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur. Þau reiða sig á vernd og umhyggju af hálfu okkar sem teljumst fullorðið fólk og samfélaginu öllu ber að standa vörð um réttindi og velferð þeirra. Okkur ber enn fremur að tryggja að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir sem varða börn. Þetta er ekki bara mín skoðun. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið fullgiltur og lögfestur á Íslandi, segir þetta svart á hvítu. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs, ætla hins vegar að samþykkja lagafrumvarp sem gengur í berhögg við alþjóðasáttmála og íslensk barnalög – þ.e. útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Frumvarp þetta, sem til stendur að gera að landslögum, brýtur beinlínis á réttindum barna. Við skulum skoða hvernig. Áhrif frumvarpsins á réttindi barna Samkvæmt núgildandi lögum gilda sérstakir tímafrestir um málsmeðferð umsókna barna á flótta. Tímafrestirnir tryggja börnum sem hafa dvalið á Íslandi til lengri tíma efnislega meðferð umsóknarinnar og heimila veitingu dvalarleyfis á grundvelli mannúðarsjónarmiða fyrir börn sem hafa dvalið á Íslandi í meira en 15 mánuði. Þannig eru hagsmunir barnanna settir í fyrsta sæti. Ákvæðin voru sett til þess að bregðast við ítrekuðu ákalli almennings um að binda endi á grimmilegar brottvísanir barna sem hafa búið á Íslandi um langa hríð. Börnin hafa þá fest rætur, eignast vini og lært að tala íslensku, allt á meðan beðið er eftir því að stjórnvöld ákveði hvort umsóknin skuli yfir höfuð tekin til meðferðar hér á landi – ferli sem í gegnum tíðina hefur stundum tekið marga mánuði eða jafnvel ár, börnunum til vansa og almenningi á Íslandi til mikillar gremju. Frumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur myndi gera þessa tímafresti að engu. Stjórnvöldum yrði gert kleift að vísa börnum úr landi eftir að hafa búið hér jafnvel svo árum skiptir. Það eina sem þyrfti til væri að einhver í nærumhverfi barnsins, svo sem foreldri, annar aðstandandi eða jafnvel lögmaður barnsins, væri talinn hafa „tafið málið“ – til dæmis með því að gleyma viðtalstíma á allra fyrstu stigum málsins – þá falla tímafrestirnir niður og árin sem líða veita barninu engan rétt. Umsagnaraðilar frumvarpsins telja réttindi barna fótum troðin Frumvarpið fékk slæma útreið í umsögnum sem bárust allsherjar- og menntamálanefnd frá aðilum sem hafa það meginhlutverk að gæta hagsmuna barna. Í umsögnum Barnaheilla og UNICEF var mikilvægi þess að öll mál sem varða börn skuli meta með hagsmuni barnsins að leiðarljósi margítrekað – að ákvörðun skuli tekin á grundvelli þess sem talið er barninu fyrir bestu að loknu mati. Það er ófrávíkjanlegur réttur barnsins lögum samkvæmt. Í umsögn Barnaheilla segir að í ljósi þess sé með öllu ótækt að frumvarpið búi svo um hnútana að tafir sem rekja megi til athafna annarra geti komið niður á því hvort umsókn barns hljóti efnislega meðferð hér á landi. Að sama skapi lýsti UNICEF því yfir að það stríði gegn bæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og íslenskum lögum að börn séu látin líða fyrir athafnir annarra. Þrátt fyrir að þessir aðilar geri alvarlegar aðfinnslur við frumvarpið sáu fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna í allsherjar- og menntamálanefnd ekki tilefni til þess að bregðast við þeim og er ekki einu orði á þessar aðfinnslur minnst í nefndaráliti meirihlutans. Til hvers er breytingin gerð? Í greinargerð með frumvarpinu segir berum orðum að „vandamálið“ sem breytingunni sé ætlað að leysa sé einmitt það að börn geti öðlast rétt til efnislegrar málsmeðferðar vegna tafa af völdum foreldra sinna. Þetta er því enginn klaufaskapur eða mistök. Frumvarpinu er raunverulega ætlað að gefa stjórnvöldum leyfi til þess að kasta lögbundnum réttindum barna fyrir róða. Eins og Barnaheill, UNICEF og fleiri benda á er alfarið ótækt að láta athafnir annarra bitna á réttindum barna, hvort sem það eru foreldrar barnsins, aðrir aðstandendur eða jafnvel bara einhver lögmaður úti í bæ. Um þetta skeyta þingmenn meirihlutans engu. En eins og við vitum – þá skiptir máli hver stjórnar. Ekki satt? Höfundur er þingmaður Pírata.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun