Á að ákveða hvort Úkraína fái vestræna skriðdreka Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2023 13:01 Boris Pistorius verður nýr varnarmálaráðherra Þýskalands í dag. Hann á nokkur mikilvæg verk fyrir höndum. EPA/FELIPE TRUEBA Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, tilkynnti í morgun að hann myndi skipa Boris Pistorius í embætti varnarmálaráðherra. Sá hefur verið innanríkisráðherra Neðra-Saxlands frá árinu 2013 en hans fyrsta verk í nýju embætti verður að taka ákvörðun um það hvort flytja megi Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Um tvö þúsund slíkir skriðdrekar eru í notkun víða um Evrópu og hafa ráðamenn í nokkrum ríkjum sagst vilja senda skriðdreka til Úkraínu. Þeir eru þó framleiddir í Þýskalandi og ráðamenn þar þurfa að veita slíkum hergagnasendingum blessun sína. Það hafa Þjóðverjar ekki viljað gera hingað til. Skriðdrekarnir þykja hentugri fyrir Úkraínumenn en Abrams skriðdrekar Bandaríkjamanna, þar sem þeir síðarnefndu ganga fyrir flugvélaeldsneyti, þurfa meira viðhald og umfangsmeira birgðanet en Leopard 2 skriðdrekar. Þjóðverjar og Bandaríkjamenn tilkynntu þó fyrr í mánuðinum að ríkin myndu senda tugi vestrænna bryndreka til Úkraínu á komandi mánuðum. Frakkar ætla einnig að senda brynvarin farartæki sem búin eru fallbyssum. Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu hafa Þjóðverjar veitt Úkraínumönnum mikla hernaðaraðstoð en hafa þrátt fyrir það verið gagnrýndir fyrir að draga lappirnar í þeim málum. Þrýstingurinn varðandi skriðdrekasendingar hefur þó aukist á Þjóðverja að undanförnu en Bretar tilkynntu nýverið að þeir ætluðu að senda fjórtán af Challenger 2 skriðdrekum sínum til Úkraínu. Úkraínumenn hafa vonast til þess að frumkvæði Breta muni leiða til þess að aðrir, og þá sérstaklega Þjóðverjar, sendi einnig vestræna skriðdreka til Úkraínu. Christine Lambrecht, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sagði af sér í gær en hún hafði sætt mikilli gagnrýni að undanförnu. Embætti varnarmálaráðherra Þýskalands þykir mjög mikilvægt um þessar mundir en Scholz hefur heitið því að fara í töluverða hernaðaruppbyggingu eftir margra áratuga samdrátt á herafla Þýskalands. Sjá einnig: Hættir í kjölfar hins umdeilda áramótaávarps Andrzej Duda, forseti Póllands, sagði í dag að Pólverjar ætluðu sér að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu en Pólverjar hafa fyrir sent Úkraínumönnum mikið magn skriðdreka frá tímum Sovétríkjanna, bæði uppfærða og aðrar eldri týpur. Það hafa önnur ríki Austur-Evrópu einnig gert. Vilja vestræna skriðdreka fyrir nýjar sveitir Úkraínumenn vinna nú hörðum höndum að því að byggja upp nýjar hersveitir og segja að vestrænir skrið- og bryndrekar muni veita þeim töluvert forskot á Rússa. Talið er að Rússar séu einnig að byggja upp nýjar sveitir og óttast Úkraínumenn að Rússar ætli að reyna að opna nýja víglínu á næstu mánuðum. AP fréttaveitan segir að Pistorius, sem er 62 ára gamall, hafi verið í þýska hernum frá 1980 til 1981 og hafi í kjölfarið lagt stund á laganám. Hann var bæjarstjóri Osnabrueck frá 2006 til 2013. Þá segir DW að þó Pistorius sé lítið þekktur á heimssviðinu, sé hann vinsæli í Neðra-Saxlandi og þekktur sem stjórnmálamaður sem kemur hlutunum í verk. Þá hafi hann unnið mikið með lögreglunni í Saxlandi og sé mikill stuðningsmaður lögreglunnar. Annað af fyrstu verkefnum nýs varnarmálaráðherra verður að fara á fund bakhjarla Úkraínu sem haldinn verður í Ramstein í Þýskalandi á föstudaginn. Verði Pistorius ekki búinn að taka ákvörðun um skriðdrekasendingar til Úkraínu fyrir það, má gera ráð fyrir að þrýst verði á hann þar. Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Bandaríkin Bretland Rússland Tengdar fréttir Wagner-liði vill hæli í Noregi Fyrrverandi yfirmaður í rússneska málaliðahópnum Wagner Group hefur beðið um hæli í Noregi. Andrey Medvedev flúði yfir landamæri Noregs og Rússlands við Pasvikdalen á föstudaginn þar sem hann var handtekinn af norskum landamæravörðum. 17. janúar 2023 09:15 Rússar á heræfingu í Belarús Loftherir Rússa og Belarús halda í dag sameiginlega æfingu sem ætlað er að auka samhæfni herjanna tveggja og æfa árásir úr lofti og varnir gegn þeim. 16. janúar 2023 07:30 Tugir látnir og fleiri saknað eftir eldflaugaárás á íbúðablokk Minnst 29 hafa fundist látnir og 44 er leitað eftir að Rússar gerðu eldflaugaárás á íbúðablokk í Dnipro í Úkraínu í gær. Ólíklegt er að nokkur finnist á lífi í rústunum. 15. janúar 2023 23:23 Úkraínuforseti segir hinn frjálsa heim sigra Rússa Rússneskar hersveitir hafa sótt hart fram við bæinn Soledar skammt frá borginni Bhakmut í austurhluta Úkraínu undanfarna sólarhringa. Mikið mannfall hefur verið á báða bóga í tilraunum Wagner hersveita Rússa til að ná Bhakmut á sitt vald undanfarna mánuði. 11. janúar 2023 19:21 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Sjá meira
Um tvö þúsund slíkir skriðdrekar eru í notkun víða um Evrópu og hafa ráðamenn í nokkrum ríkjum sagst vilja senda skriðdreka til Úkraínu. Þeir eru þó framleiddir í Þýskalandi og ráðamenn þar þurfa að veita slíkum hergagnasendingum blessun sína. Það hafa Þjóðverjar ekki viljað gera hingað til. Skriðdrekarnir þykja hentugri fyrir Úkraínumenn en Abrams skriðdrekar Bandaríkjamanna, þar sem þeir síðarnefndu ganga fyrir flugvélaeldsneyti, þurfa meira viðhald og umfangsmeira birgðanet en Leopard 2 skriðdrekar. Þjóðverjar og Bandaríkjamenn tilkynntu þó fyrr í mánuðinum að ríkin myndu senda tugi vestrænna bryndreka til Úkraínu á komandi mánuðum. Frakkar ætla einnig að senda brynvarin farartæki sem búin eru fallbyssum. Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu hafa Þjóðverjar veitt Úkraínumönnum mikla hernaðaraðstoð en hafa þrátt fyrir það verið gagnrýndir fyrir að draga lappirnar í þeim málum. Þrýstingurinn varðandi skriðdrekasendingar hefur þó aukist á Þjóðverja að undanförnu en Bretar tilkynntu nýverið að þeir ætluðu að senda fjórtán af Challenger 2 skriðdrekum sínum til Úkraínu. Úkraínumenn hafa vonast til þess að frumkvæði Breta muni leiða til þess að aðrir, og þá sérstaklega Þjóðverjar, sendi einnig vestræna skriðdreka til Úkraínu. Christine Lambrecht, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sagði af sér í gær en hún hafði sætt mikilli gagnrýni að undanförnu. Embætti varnarmálaráðherra Þýskalands þykir mjög mikilvægt um þessar mundir en Scholz hefur heitið því að fara í töluverða hernaðaruppbyggingu eftir margra áratuga samdrátt á herafla Þýskalands. Sjá einnig: Hættir í kjölfar hins umdeilda áramótaávarps Andrzej Duda, forseti Póllands, sagði í dag að Pólverjar ætluðu sér að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu en Pólverjar hafa fyrir sent Úkraínumönnum mikið magn skriðdreka frá tímum Sovétríkjanna, bæði uppfærða og aðrar eldri týpur. Það hafa önnur ríki Austur-Evrópu einnig gert. Vilja vestræna skriðdreka fyrir nýjar sveitir Úkraínumenn vinna nú hörðum höndum að því að byggja upp nýjar hersveitir og segja að vestrænir skrið- og bryndrekar muni veita þeim töluvert forskot á Rússa. Talið er að Rússar séu einnig að byggja upp nýjar sveitir og óttast Úkraínumenn að Rússar ætli að reyna að opna nýja víglínu á næstu mánuðum. AP fréttaveitan segir að Pistorius, sem er 62 ára gamall, hafi verið í þýska hernum frá 1980 til 1981 og hafi í kjölfarið lagt stund á laganám. Hann var bæjarstjóri Osnabrueck frá 2006 til 2013. Þá segir DW að þó Pistorius sé lítið þekktur á heimssviðinu, sé hann vinsæli í Neðra-Saxlandi og þekktur sem stjórnmálamaður sem kemur hlutunum í verk. Þá hafi hann unnið mikið með lögreglunni í Saxlandi og sé mikill stuðningsmaður lögreglunnar. Annað af fyrstu verkefnum nýs varnarmálaráðherra verður að fara á fund bakhjarla Úkraínu sem haldinn verður í Ramstein í Þýskalandi á föstudaginn. Verði Pistorius ekki búinn að taka ákvörðun um skriðdrekasendingar til Úkraínu fyrir það, má gera ráð fyrir að þrýst verði á hann þar.
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Bandaríkin Bretland Rússland Tengdar fréttir Wagner-liði vill hæli í Noregi Fyrrverandi yfirmaður í rússneska málaliðahópnum Wagner Group hefur beðið um hæli í Noregi. Andrey Medvedev flúði yfir landamæri Noregs og Rússlands við Pasvikdalen á föstudaginn þar sem hann var handtekinn af norskum landamæravörðum. 17. janúar 2023 09:15 Rússar á heræfingu í Belarús Loftherir Rússa og Belarús halda í dag sameiginlega æfingu sem ætlað er að auka samhæfni herjanna tveggja og æfa árásir úr lofti og varnir gegn þeim. 16. janúar 2023 07:30 Tugir látnir og fleiri saknað eftir eldflaugaárás á íbúðablokk Minnst 29 hafa fundist látnir og 44 er leitað eftir að Rússar gerðu eldflaugaárás á íbúðablokk í Dnipro í Úkraínu í gær. Ólíklegt er að nokkur finnist á lífi í rústunum. 15. janúar 2023 23:23 Úkraínuforseti segir hinn frjálsa heim sigra Rússa Rússneskar hersveitir hafa sótt hart fram við bæinn Soledar skammt frá borginni Bhakmut í austurhluta Úkraínu undanfarna sólarhringa. Mikið mannfall hefur verið á báða bóga í tilraunum Wagner hersveita Rússa til að ná Bhakmut á sitt vald undanfarna mánuði. 11. janúar 2023 19:21 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Sjá meira
Wagner-liði vill hæli í Noregi Fyrrverandi yfirmaður í rússneska málaliðahópnum Wagner Group hefur beðið um hæli í Noregi. Andrey Medvedev flúði yfir landamæri Noregs og Rússlands við Pasvikdalen á föstudaginn þar sem hann var handtekinn af norskum landamæravörðum. 17. janúar 2023 09:15
Rússar á heræfingu í Belarús Loftherir Rússa og Belarús halda í dag sameiginlega æfingu sem ætlað er að auka samhæfni herjanna tveggja og æfa árásir úr lofti og varnir gegn þeim. 16. janúar 2023 07:30
Tugir látnir og fleiri saknað eftir eldflaugaárás á íbúðablokk Minnst 29 hafa fundist látnir og 44 er leitað eftir að Rússar gerðu eldflaugaárás á íbúðablokk í Dnipro í Úkraínu í gær. Ólíklegt er að nokkur finnist á lífi í rústunum. 15. janúar 2023 23:23
Úkraínuforseti segir hinn frjálsa heim sigra Rússa Rússneskar hersveitir hafa sótt hart fram við bæinn Soledar skammt frá borginni Bhakmut í austurhluta Úkraínu undanfarna sólarhringa. Mikið mannfall hefur verið á báða bóga í tilraunum Wagner hersveita Rússa til að ná Bhakmut á sitt vald undanfarna mánuði. 11. janúar 2023 19:21