„Við erum peppaðir að vera komnir á nýjan stað. Það er aðallega gott að geta skipt um hótel. Fengið nýjan matseðil og útsýni,“ sagði Björgvin eftir æfingu liðsins í gær.
„Þegar líður á milliriðilinn verður mikil stemning hérna í Höllinni og ég hlakka til að taka þátt í því.“
Björgvin er duglegur að styðja við bakið á yngri mönnum og miðla af sinni reynslu er á þarf að halda.
„Maður reynir það. Sama hvort það sé Viktor Gísli eða einhver annar. Þetta er eitthvað sem er hluti af ferlinu. Það þarf að njóta þess að vera í þjáningunni og skilja hana. Að allt sé ekki ónýtt og búið. Þetta er langt mót og það þarf að halda tilfinningunum í jafnvægi.“