Jafnaði Bjarka en fúll yfir verðlaunum og henti þeim frá sér Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2023 07:30 Mathias Gidsel brýst í gegnum vörn Túnis í sigrinum örugga sem Danir unnu í gær. EPA-EFE/Andreas Hillergren Danski handboltasnillingurinn Mathias Gidsel skoraði átta mörk úr tólf tilraunum og var kjörinn maður leiksins þegar Danmörk vann Túnis á HM karla í handbolta í gær. Hann var hins vegar hálffúll yfir þeirri viðurkenningu. Gidsel hefur skorað 26 mörk á HM til þessa og er ásamt Bjarka Má Elíssyni markahæstur allra á mótinu nú þegar keppni er lokið í riðlum A-H og milliriðlakeppnin tekur við. Gidsel telur sig hins vegar geta gert mun betur en í 34-21 sigrinum gegn Túnis í gær og fundu blaðamenn TV2 í Danmörku skiltið sem hann fékk, eftir að hafa verið valinn maður leiksins, liggjandi á gólfinu í Malmö Arena þar sem leikurinn var spilaður. „Ég átti ekki skilið að taka þetta með heim. Ég veit ekki hvar það [skiltið] er núna. Ég hef verið að gefa áhorfendum þetta. Ég nenni ekki að draga þetta með heim til Berlínar. Þau sem hafa áhuga hafa fengið þau,“ sagði Gidsel við TV2. En af hverju finnst honum hann ekki verðskulda viðurkenninguna? „Það var líka þarna markvörður [Niklas Landin] sem var stórkostlegur. Við veltum okkur ekki mikið upp úr valinu á manni leiksins. Þau velja alltaf einn og ég veit ekki hvort að sá sem velur er besti vinur minn eða hvað, en þetta var alla vega ekki verðskuldað í dag,“ sagði Gidsel eftir leikinn. Danir eru í góðum málum í milliriðli fjögur með tvo sigra en eiga fyrir höndum erfiðari leiki en til þessa, gegn Króatíu á morgun og gegn Egyptum á mánudaginn, í baráttunni um að komast upp úr riðlinum. Liðin tvö sem komast upp úr riðlinum mæta liðum úr riðli Íslands í 8-liða úrslitum. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Sjá meira
Gidsel hefur skorað 26 mörk á HM til þessa og er ásamt Bjarka Má Elíssyni markahæstur allra á mótinu nú þegar keppni er lokið í riðlum A-H og milliriðlakeppnin tekur við. Gidsel telur sig hins vegar geta gert mun betur en í 34-21 sigrinum gegn Túnis í gær og fundu blaðamenn TV2 í Danmörku skiltið sem hann fékk, eftir að hafa verið valinn maður leiksins, liggjandi á gólfinu í Malmö Arena þar sem leikurinn var spilaður. „Ég átti ekki skilið að taka þetta með heim. Ég veit ekki hvar það [skiltið] er núna. Ég hef verið að gefa áhorfendum þetta. Ég nenni ekki að draga þetta með heim til Berlínar. Þau sem hafa áhuga hafa fengið þau,“ sagði Gidsel við TV2. En af hverju finnst honum hann ekki verðskulda viðurkenninguna? „Það var líka þarna markvörður [Niklas Landin] sem var stórkostlegur. Við veltum okkur ekki mikið upp úr valinu á manni leiksins. Þau velja alltaf einn og ég veit ekki hvort að sá sem velur er besti vinur minn eða hvað, en þetta var alla vega ekki verðskuldað í dag,“ sagði Gidsel eftir leikinn. Danir eru í góðum málum í milliriðli fjögur með tvo sigra en eiga fyrir höndum erfiðari leiki en til þessa, gegn Króatíu á morgun og gegn Egyptum á mánudaginn, í baráttunni um að komast upp úr riðlinum. Liðin tvö sem komast upp úr riðlinum mæta liðum úr riðli Íslands í 8-liða úrslitum.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn