Umfjöllun og myndir: Grænhöfðaeyjar - Ísland 30-40 | Öruggt í fyrsta leik í milliriðli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2023 18:45 Strákarnir fagna að leik loknum. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan tíu marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 30-40, í milliriðli á HM í dag. Íslendingar leiddu allan leikinn, jafnan með þremur til fimm mörkum. Undir lokin breikkaði bilið milli liðanna og á endanum var það tíu mörk. Guðmundur Guðmundsson dreifði álaginu mikið í dag og leikmenn á borð við Aron Pálmarsson, Ými Örn Gíslason og Ómar Inga Magnússon spiluðu lítið. Þeir ættu því að vera ferskir fyrir leikinn gegn Svíum á föstudaginn. Lykilmenn íslenska liðsins fengu mikilvæga hvíld í síðari hálfleik.Vísir/Vilhelm Sóknarleikur Íslands var frábær í dag. Liðið skoraði fjörutíu mörk, þar af ellefu úr hraðaupphlaupum, og var með 77 prósent skotnýtingu. Þá gáfu íslensku leikmennirnir samtals tuttugu stoðsendingar en töpuðu boltanum bara þrisvar sinnum. Varnarleikurinn og markvarslan var hins vegar ekki eins og best verður á kosið. Markverðirnir skiptu hálfleikjunum á milli sín. Viktor Gísli Hallgrímsson varði sjö skot í fyrri hálfleik (35 prósent) en Björgvin Páll Gústavsson sex (26 prósent) í seinni hálfleik. Viktor Gísli í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Örvhentu hornamennirnir í íslenska liðinu skoruðu samtals ellefu mörk. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik og Sigvaldi Guðjónsson sex í þeim seinni. Janus Daði Smárason og Viggó Kristjánsson skoruðu fimm mörk hvor og Elliði Snær Viðarsson fjögur, öll með skotum úr miðjuhringnum í tómt markið. Þrettán leikmenn Íslands komust á blað í leiknum. Ómar Ingi allt í öllu Eftir að hafa hvílt allan leikinn gegn Suður-Kóreu kom Ómar Ingi inn í byrjunarliðið í dag og hann var allt í öllu í íslensku sókninni í fyrri hálfleik. Auk þess að skora þrjú mörk gaf hann hvorki fleiri né færri en sjö stoðsendingar. Ómar Ingi var frábær þær mínútur sem hann spilaði.Vísir/Vilhelm Íslendingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins. Þeir náðu strax forskoti sem þeir létu aldrei af hendi. Aron kom Íslandi í 3-7 eftir tíu mínútur og þá bættu Grænhöfðeyingar sjöunda sóknarmanninum við. Það gaf góða raun og þeir skoruðu full auðveldlega, alls þrettán mörk í fyrri hálfleik. Íslenska vörnin var full opin og Viktor Gísli datt niður eftir góða byrjun. En íslenska sóknin var stórgóð. Liðið lét boltann ganga mjög vel og spilaði sig nánast alltaf á endanum í gott færi. Íslendingar töpuðu boltanum bara tvisvar sinnum í fyrri hálfleik og var með 78 prósent skotnýtingu. Arnar Freyr gefur að venju ekkert eftir.Vísir/Vilhelm Grænhöfðaeyjar minnkuðu muninn í tvö mörk, 7-9, en Ísland svaraði með þremur mörkum í röð og komst í 7-12. Sami munur var á liðunum í hálfleik, 13-18. Alltaf nærri en ekkert áhlaup Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik. Grænhöfðeyingar spiluðu áfram sjö á sex, langar sóknir og mjög hægan leik. Með því héldu þeir sér inni í leiknum en náðu þó aldrei neinu almennilegu áhlaupi. Þótt íslenska vörnin færi aldrei almennilega í gang og vörðu skotin fá var sóknin það góð að íslenska liðið var alltaf með þægilegt forskot. Undir lokin skildu svo leiðir algjörlega. Ísland skoraði fimm mörk gegn einu og komst níu mörkum yfir, 27-36. Grænhöfðaeyjar svaraði með þremur mörkum í röð en Ísland átti lokaáhlaupið. Strákarnir skoruðu síðustu fjögur mörk leiksins og unnu á endanum tíu marka sigur, 30-40. Fagnað að leik loknum.Vísir/Vilhelm Ísland gerði það sem það átti að gera, vinna öruggan sigur og nú fer öll einbeiting á leikinn stóra gegn Svíþjóð á föstudagskvöldið. Íslendingar eru enn með örlögin í eigin höndum og með sigri á Svíum taka okkar menn stórt skref í átt að átta liða úrslitunum. Það er hægara sagt en gert en gerlegt. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan tíu marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 30-40, í milliriðli á HM í dag. Íslendingar leiddu allan leikinn, jafnan með þremur til fimm mörkum. Undir lokin breikkaði bilið milli liðanna og á endanum var það tíu mörk. Guðmundur Guðmundsson dreifði álaginu mikið í dag og leikmenn á borð við Aron Pálmarsson, Ými Örn Gíslason og Ómar Inga Magnússon spiluðu lítið. Þeir ættu því að vera ferskir fyrir leikinn gegn Svíum á föstudaginn. Lykilmenn íslenska liðsins fengu mikilvæga hvíld í síðari hálfleik.Vísir/Vilhelm Sóknarleikur Íslands var frábær í dag. Liðið skoraði fjörutíu mörk, þar af ellefu úr hraðaupphlaupum, og var með 77 prósent skotnýtingu. Þá gáfu íslensku leikmennirnir samtals tuttugu stoðsendingar en töpuðu boltanum bara þrisvar sinnum. Varnarleikurinn og markvarslan var hins vegar ekki eins og best verður á kosið. Markverðirnir skiptu hálfleikjunum á milli sín. Viktor Gísli Hallgrímsson varði sjö skot í fyrri hálfleik (35 prósent) en Björgvin Páll Gústavsson sex (26 prósent) í seinni hálfleik. Viktor Gísli í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Örvhentu hornamennirnir í íslenska liðinu skoruðu samtals ellefu mörk. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik og Sigvaldi Guðjónsson sex í þeim seinni. Janus Daði Smárason og Viggó Kristjánsson skoruðu fimm mörk hvor og Elliði Snær Viðarsson fjögur, öll með skotum úr miðjuhringnum í tómt markið. Þrettán leikmenn Íslands komust á blað í leiknum. Ómar Ingi allt í öllu Eftir að hafa hvílt allan leikinn gegn Suður-Kóreu kom Ómar Ingi inn í byrjunarliðið í dag og hann var allt í öllu í íslensku sókninni í fyrri hálfleik. Auk þess að skora þrjú mörk gaf hann hvorki fleiri né færri en sjö stoðsendingar. Ómar Ingi var frábær þær mínútur sem hann spilaði.Vísir/Vilhelm Íslendingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins. Þeir náðu strax forskoti sem þeir létu aldrei af hendi. Aron kom Íslandi í 3-7 eftir tíu mínútur og þá bættu Grænhöfðeyingar sjöunda sóknarmanninum við. Það gaf góða raun og þeir skoruðu full auðveldlega, alls þrettán mörk í fyrri hálfleik. Íslenska vörnin var full opin og Viktor Gísli datt niður eftir góða byrjun. En íslenska sóknin var stórgóð. Liðið lét boltann ganga mjög vel og spilaði sig nánast alltaf á endanum í gott færi. Íslendingar töpuðu boltanum bara tvisvar sinnum í fyrri hálfleik og var með 78 prósent skotnýtingu. Arnar Freyr gefur að venju ekkert eftir.Vísir/Vilhelm Grænhöfðaeyjar minnkuðu muninn í tvö mörk, 7-9, en Ísland svaraði með þremur mörkum í röð og komst í 7-12. Sami munur var á liðunum í hálfleik, 13-18. Alltaf nærri en ekkert áhlaup Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik. Grænhöfðeyingar spiluðu áfram sjö á sex, langar sóknir og mjög hægan leik. Með því héldu þeir sér inni í leiknum en náðu þó aldrei neinu almennilegu áhlaupi. Þótt íslenska vörnin færi aldrei almennilega í gang og vörðu skotin fá var sóknin það góð að íslenska liðið var alltaf með þægilegt forskot. Undir lokin skildu svo leiðir algjörlega. Ísland skoraði fimm mörk gegn einu og komst níu mörkum yfir, 27-36. Grænhöfðaeyjar svaraði með þremur mörkum í röð en Ísland átti lokaáhlaupið. Strákarnir skoruðu síðustu fjögur mörk leiksins og unnu á endanum tíu marka sigur, 30-40. Fagnað að leik loknum.Vísir/Vilhelm Ísland gerði það sem það átti að gera, vinna öruggan sigur og nú fer öll einbeiting á leikinn stóra gegn Svíþjóð á föstudagskvöldið. Íslendingar eru enn með örlögin í eigin höndum og með sigri á Svíum taka okkar menn stórt skref í átt að átta liða úrslitunum. Það er hægara sagt en gert en gerlegt.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti