Baldwin verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. janúar 2023 16:28 Alec Baldwin hélt því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn og að um slys hafi verið að ræða. Getty/Mike Coppola Leikarinn Alec Baldwin verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi eftir að hann skaut kvikmyndatökustjórann Halynu Hutchins til bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Nýju Mexíkó í október 2021. Mary Carmack-Altwies, héraðssaksóknari í Santa Fe, greindi frá þessu í yfirlýsingu í dag en auk Baldwins hefur Hannah Gurierrez Reed, vopnavörður myndarinnar, verið ákærð fyrir manndráp af gáleysi í tveimur liðum. Baldwin var að æfa það að draga byssuna upp úr slíðri fyrir framan myndavél þegar það hljóp úr henni skot sem hæfði Hutchins og Joel Souza, leikstjóra myndarinnar. Souza særðist lítillega en Hutchins lést. Í október 2022 samþykkti framleiðslufyrirtækið sáttargreiðslur til fjölskyldu hennar og var þá ákveðið að tökum skyldi haldið áfram. Baldwin hefur ávalt haldið því fram að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi ekki tekið í gikkinn. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, komst þó að þeirri niðurstöðu í ágúst 2022 að hann hafi gert það. Reed sagði skömmu eftir að Hutchins lést að mögulega hafi einhver sett hefðbundið byssuskot í byssuna sem var notuð við æfingar. Sjálf hafi hún þó skoðað byssuna áður en hún rétti David Halls, aðstoðarleikstjóra myndarinnar, hana sem hafi síðan rétt Baldwin byssuna og tilkynnt að hún væri óhlaðin. Hvorugt þeirra hefur tjáð sig um ákærurnar, að því er segir í frétt BBC, en Carmack-Altwies sagði næg sönnunargögn til staðar til að ákæra þau. Eiga þau yfir höfði sér allt að átján mánaða fangelsi og fimm þúsund dala sekt. „Á minni vakt þá er enginn yfir lögin hafinn og allir eiga réttlæti skilið,“ sagði hún. Uppfært: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar sagði að Baldwin hafi verið ákærður. Hið rétta er að hann verði ákærður. Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Dómsmál Tengdar fréttir Tökur hefjast að nýju eftir samkomulag við fjölskylduna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa komist að samkomulagi við dánarbú kvikmyndatökukonunnar Halynu Hutchins um að fjölskylda hennar falli frá málsókn vegna dauða hennar. Hluti samkomulagsins felur í sér að framleiðsla kvikmyndarinnar fer aftur af stað. 5. október 2022 14:59 FBI segir Baldwin hafa tekið í gikkinn Leikarinn Alec Baldwin, tók í gikk byssu á tökum kvikmyndarinnar Rust þegar Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra en Baldwin hefur haldið því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotið hljóp af. 14. ágúst 2022 10:41 Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Mary Carmack-Altwies, héraðssaksóknari í Santa Fe, greindi frá þessu í yfirlýsingu í dag en auk Baldwins hefur Hannah Gurierrez Reed, vopnavörður myndarinnar, verið ákærð fyrir manndráp af gáleysi í tveimur liðum. Baldwin var að æfa það að draga byssuna upp úr slíðri fyrir framan myndavél þegar það hljóp úr henni skot sem hæfði Hutchins og Joel Souza, leikstjóra myndarinnar. Souza særðist lítillega en Hutchins lést. Í október 2022 samþykkti framleiðslufyrirtækið sáttargreiðslur til fjölskyldu hennar og var þá ákveðið að tökum skyldi haldið áfram. Baldwin hefur ávalt haldið því fram að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi ekki tekið í gikkinn. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, komst þó að þeirri niðurstöðu í ágúst 2022 að hann hafi gert það. Reed sagði skömmu eftir að Hutchins lést að mögulega hafi einhver sett hefðbundið byssuskot í byssuna sem var notuð við æfingar. Sjálf hafi hún þó skoðað byssuna áður en hún rétti David Halls, aðstoðarleikstjóra myndarinnar, hana sem hafi síðan rétt Baldwin byssuna og tilkynnt að hún væri óhlaðin. Hvorugt þeirra hefur tjáð sig um ákærurnar, að því er segir í frétt BBC, en Carmack-Altwies sagði næg sönnunargögn til staðar til að ákæra þau. Eiga þau yfir höfði sér allt að átján mánaða fangelsi og fimm þúsund dala sekt. „Á minni vakt þá er enginn yfir lögin hafinn og allir eiga réttlæti skilið,“ sagði hún. Uppfært: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar sagði að Baldwin hafi verið ákærður. Hið rétta er að hann verði ákærður.
Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Dómsmál Tengdar fréttir Tökur hefjast að nýju eftir samkomulag við fjölskylduna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa komist að samkomulagi við dánarbú kvikmyndatökukonunnar Halynu Hutchins um að fjölskylda hennar falli frá málsókn vegna dauða hennar. Hluti samkomulagsins felur í sér að framleiðsla kvikmyndarinnar fer aftur af stað. 5. október 2022 14:59 FBI segir Baldwin hafa tekið í gikkinn Leikarinn Alec Baldwin, tók í gikk byssu á tökum kvikmyndarinnar Rust þegar Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra en Baldwin hefur haldið því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotið hljóp af. 14. ágúst 2022 10:41 Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Tökur hefjast að nýju eftir samkomulag við fjölskylduna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa komist að samkomulagi við dánarbú kvikmyndatökukonunnar Halynu Hutchins um að fjölskylda hennar falli frá málsókn vegna dauða hennar. Hluti samkomulagsins felur í sér að framleiðsla kvikmyndarinnar fer aftur af stað. 5. október 2022 14:59
FBI segir Baldwin hafa tekið í gikkinn Leikarinn Alec Baldwin, tók í gikk byssu á tökum kvikmyndarinnar Rust þegar Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra en Baldwin hefur haldið því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotið hljóp af. 14. ágúst 2022 10:41
Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04