Fjórir íslenskir meðal fimmtíu bestu en þrír betri en Ómar Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2023 09:30 Þrír af fimmtíu bestu handboltamönnum heims, Aron Pálmarsson, Ómar Ingi Magnússon og Bjarki Már Elísson, fengu fína hvíld í síðasta leik, sigrinum gegn Grænhöfðaeyjum á miðvikudag. VÍSIR/VILHELM Fjórir íslenskir handboltamenn eru á lista norsks sérfræðings yfir fimmtíu bestu handboltamenn heimsins í dag. Enginn þeirra þykir þó meðal þriggja bestu í heimi. Stig Nygård, sérfræðingur TV 2 í Noregi um handbolta, hefur líkt og síðustu ár birt lista yfir 50 bestu leikmenn heims að hans mati. Eins og Nygård bendir á er verkefnið ærið og hann segir í það minnsta 30 leikmenn til viðbótar allt eins eiga heima á listanum. Ómar Ingi Magnússon er efstur Íslendinga á listanum en hann er sá fjórði besti í heiminum í dag að mati Nygård, sem tekur fram að Ómar hafi síðustu tvö ár verið valinn íþróttamaður ársins á Íslandi. Da er topp 50 listen klar. De 50 beste håndballspillerne i verden sett med mine øyne. https://t.co/NeTxXJTDCa— Stig Aa. Nygård (@StigAaNygard) January 19, 2023 Gísli Þorgeir Kristjánsson, sem líkt og Ómar hefur farið á kostum með Magdeburg í Þýskalandi í vetur, er í 14. sæti á listanum. Aron Pálmarsson, sem lengi þótti meðal allra bestu leikmanna heims, er núna í 35. sæti. Nygård bendir á að Aron, sem sé einn merkasti íþróttamaður Íslands, ljúki brátt hringnum eftir afar farsælan atvinnumannsferil og snúi heim til FH í sumar. Bjarki Már Elísson er svo fjórði Íslendingurinn á listanum en hann varð markakóngur þýsku 1. deildarinnar 2020-21 og aðeins átta mörkum frá því að endurtaka leikinn í fyrra, áður en hann fór svo frá Lemgo til ungverska stórliðsins Veszprém. Bjarki er svo kominn í baráttuna um markakóngstitilinn á yfirstandandi HM. Efstur á listanum er Frakkinn Dika Mem sem leikur með Barcelona, en í næstefsta sæti er maðurinn sem Íslendingar þurfa að eiga við í kvöld – skærasta stjarna Svía – Jim Gottfridsson. Í þriðja sæti er svo Spánverjinn Alex Dujshebaev sem ekki á langt að sækja hæfileikana. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Stig Nygård, sérfræðingur TV 2 í Noregi um handbolta, hefur líkt og síðustu ár birt lista yfir 50 bestu leikmenn heims að hans mati. Eins og Nygård bendir á er verkefnið ærið og hann segir í það minnsta 30 leikmenn til viðbótar allt eins eiga heima á listanum. Ómar Ingi Magnússon er efstur Íslendinga á listanum en hann er sá fjórði besti í heiminum í dag að mati Nygård, sem tekur fram að Ómar hafi síðustu tvö ár verið valinn íþróttamaður ársins á Íslandi. Da er topp 50 listen klar. De 50 beste håndballspillerne i verden sett med mine øyne. https://t.co/NeTxXJTDCa— Stig Aa. Nygård (@StigAaNygard) January 19, 2023 Gísli Þorgeir Kristjánsson, sem líkt og Ómar hefur farið á kostum með Magdeburg í Þýskalandi í vetur, er í 14. sæti á listanum. Aron Pálmarsson, sem lengi þótti meðal allra bestu leikmanna heims, er núna í 35. sæti. Nygård bendir á að Aron, sem sé einn merkasti íþróttamaður Íslands, ljúki brátt hringnum eftir afar farsælan atvinnumannsferil og snúi heim til FH í sumar. Bjarki Már Elísson er svo fjórði Íslendingurinn á listanum en hann varð markakóngur þýsku 1. deildarinnar 2020-21 og aðeins átta mörkum frá því að endurtaka leikinn í fyrra, áður en hann fór svo frá Lemgo til ungverska stórliðsins Veszprém. Bjarki er svo kominn í baráttuna um markakóngstitilinn á yfirstandandi HM. Efstur á listanum er Frakkinn Dika Mem sem leikur með Barcelona, en í næstefsta sæti er maðurinn sem Íslendingar þurfa að eiga við í kvöld – skærasta stjarna Svía – Jim Gottfridsson. Í þriðja sæti er svo Spánverjinn Alex Dujshebaev sem ekki á langt að sækja hæfileikana.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira