„Ef og hefði, sá og mundi og allur sá pakki“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2023 20:00 Gísli Þorgeir keyrir í gegnum brasilísku vörnina. Vísir/Vilhelm Gísli Þorgeir Kristjánsson var ánægður með síðari hálfleik íslenska landsliðsins í dag þegar það sneri leiknum gegn Brasilíu við. Hann er hins vegar á því að liðið hafi hent frá sér möguleikanum að fara lengra í síðari hálfleik á móti Ungverjum. „Algjörlega, líka fyrir þetta fólk – þetta sturlaða fólk sem við vorum með, þessir áhorfendur – bara gæsahúð án gríns,“ sagði Gísli Þorgeir aðspurður hvort sigur dagsins væri ákveðin sárabót. Ísland byrjaði leikinn hins vegar ekki vel og segja má að varnarleikurinn hafi verið í molum í hálfleik. „Sögðum við sjálfa okkur að þetta væri engan veginn í lagi, að fá á sig 22 mörk í einum hálfleik er ekki boðlegt. Líka hvað þetta var andlaust, hvað þeir löbbuðu í gegnum okkur eins og ekkert væri. Það vantaði, eins og Gummi sagði réttilega í hálfleik, alla sál og allan anda.“ „Mér fannst við svara vel fyrir okkur í seinni hálfleik. Allt annað að sjá okkur, þó við höfum fengið mikið af mörkum á okkur þá gerðum við markvörðunum okkar auðveldara fyrir. Vorum búnir að tala um að vera þéttari og svo framvegis. Fannst við kveðja þetta með stæl.“ Um mótið í heild sinni „Auðvitað eru þetta gríðarleg vonbrigði. Sést hvaða gæði eru í þessum hóp, hvað raunverulega er mögulegt. Donni [Kristján Örn Kristjánsson] er ekki í hóp í riðlinum og kemur svo inn núna og er frábær. Sýnir hversu mikil breiddin er. Þurfum bara að sýna það.“ „Fannst þetta korter sem mótið tapast á gegn Ungverjum – mun ekki segja að mótið hafi tapast á móti Svíum á heimavelli þeirra – það var eins og eitthvað í fyrri hálfleik. Tókum því sem sjálfsögðum hlut að vera sex mörkum yfir á móti Ungverjalandi á HM. Hefðum þurft að slá okkur í andlitið og bara „hey klárum þetta með stæl“ eins og við sýndum í seinni hálfleik. Ef og hefði, sá og mundi og allur sá pakki. Hefðum við gert það á móti Ungverjum þá værum við enn í þessu móti,“ sagði Gísli Þorgeir að lokum. Klippa: Gísli Þorgeir eftir leik Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Brasilíu: Gísli og Kristján bestir Íslenska handboltalandsliðið vann fjögurra marka endurkomusigur á Brasilíu, 41-37, í síðasta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:32 Topparnir í tölfræðinni á móti Brasilíu: Karakterviðsnúningur í seinni hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur á Brasilíu, 41-37, í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:00 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
„Algjörlega, líka fyrir þetta fólk – þetta sturlaða fólk sem við vorum með, þessir áhorfendur – bara gæsahúð án gríns,“ sagði Gísli Þorgeir aðspurður hvort sigur dagsins væri ákveðin sárabót. Ísland byrjaði leikinn hins vegar ekki vel og segja má að varnarleikurinn hafi verið í molum í hálfleik. „Sögðum við sjálfa okkur að þetta væri engan veginn í lagi, að fá á sig 22 mörk í einum hálfleik er ekki boðlegt. Líka hvað þetta var andlaust, hvað þeir löbbuðu í gegnum okkur eins og ekkert væri. Það vantaði, eins og Gummi sagði réttilega í hálfleik, alla sál og allan anda.“ „Mér fannst við svara vel fyrir okkur í seinni hálfleik. Allt annað að sjá okkur, þó við höfum fengið mikið af mörkum á okkur þá gerðum við markvörðunum okkar auðveldara fyrir. Vorum búnir að tala um að vera þéttari og svo framvegis. Fannst við kveðja þetta með stæl.“ Um mótið í heild sinni „Auðvitað eru þetta gríðarleg vonbrigði. Sést hvaða gæði eru í þessum hóp, hvað raunverulega er mögulegt. Donni [Kristján Örn Kristjánsson] er ekki í hóp í riðlinum og kemur svo inn núna og er frábær. Sýnir hversu mikil breiddin er. Þurfum bara að sýna það.“ „Fannst þetta korter sem mótið tapast á gegn Ungverjum – mun ekki segja að mótið hafi tapast á móti Svíum á heimavelli þeirra – það var eins og eitthvað í fyrri hálfleik. Tókum því sem sjálfsögðum hlut að vera sex mörkum yfir á móti Ungverjalandi á HM. Hefðum þurft að slá okkur í andlitið og bara „hey klárum þetta með stæl“ eins og við sýndum í seinni hálfleik. Ef og hefði, sá og mundi og allur sá pakki. Hefðum við gert það á móti Ungverjum þá værum við enn í þessu móti,“ sagði Gísli Þorgeir að lokum. Klippa: Gísli Þorgeir eftir leik
Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Brasilíu: Gísli og Kristján bestir Íslenska handboltalandsliðið vann fjögurra marka endurkomusigur á Brasilíu, 41-37, í síðasta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:32 Topparnir í tölfræðinni á móti Brasilíu: Karakterviðsnúningur í seinni hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur á Brasilíu, 41-37, í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:00 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar á móti Brasilíu: Gísli og Kristján bestir Íslenska handboltalandsliðið vann fjögurra marka endurkomusigur á Brasilíu, 41-37, í síðasta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:32
Topparnir í tölfræðinni á móti Brasilíu: Karakterviðsnúningur í seinni hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur á Brasilíu, 41-37, í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:00