„Alltaf auðvelt að vera vitur eftir á“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. janúar 2023 19:47 Guðmundur horfir til himins í kvöld. Ekki var öllum bænum hans svarað í dag. vísir/vilhelm Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var ánægður með sigurinn en ekki árangur Íslands á HM enda hefur liðið lokið keppni. „Þetta var erfiður leikur en mjög kaflaskiptur. Það var slen yfir mannskapnum framan af og við ætluðum ekki að gera þetta svona. Við förum illa að ráði okkur og allt var slakt hjá okkur,“ sagði Guðmundur en sem betur fer var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik. „Ég þurfti aðeins að messa yfir mínum mönnum í hálfleik. Við sáum nýtt lið koma inn á völlinn í seinni hálfleik.“ Klippa: Guðmundur gerir um HM Guðmundur gat ekki neitað því að niðurstaða mótsins séu vonbrigði enda ætlaði liðið sér lengra. „Þessi niðurstaða í mótinu er vonbrigði. Við erum svo ótrúlega stutt frá því að fara áfram. Það eru þessar mínútur gegn Ungverjum sem fella okkur. Ég held það hafi verið mikil pressa á liðinu og það var mögulega erfitt að höndla það þegar við vorum komnir svona nálægt þessu. Það var búið að spenna bogann hátt. Að ætlast til þess að við eigum að vinna Svía þegar vantar tvo af betri handboltamönnum heims er ekki rétt,“ segir Guðmundur og bætir við. „Það er ekki mikið rætt að Ómar Ingi, einn besti handboltamaður heims, sé ekki með okkur. Það var erfitt að vera án hans. Það tók tíma að finna taktinn. Planið var að keyra á ákveðnu liði fyrstu tvo leikina og það munaði engu að það tækist. Það er það sem er sárast í þessu.“ Plan þjálfarans gekk ekki upp og því er liðið úr leik. Sér hann eftir einhverju? „Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. Ég veit ekki hvort ákvarðanir séu réttar meðan hann er í gangi,“ segir þjálfarinn en verður hann áfram með liðið. „Ég er með samning til 2024. Ég ætla ekki að tjá mig um það hvort ég sé rétti maðurinn til að leiða liðið áfram. Það er nóg til af sérfræðingum sem geta tjáð sig um það.“ HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
„Þetta var erfiður leikur en mjög kaflaskiptur. Það var slen yfir mannskapnum framan af og við ætluðum ekki að gera þetta svona. Við förum illa að ráði okkur og allt var slakt hjá okkur,“ sagði Guðmundur en sem betur fer var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik. „Ég þurfti aðeins að messa yfir mínum mönnum í hálfleik. Við sáum nýtt lið koma inn á völlinn í seinni hálfleik.“ Klippa: Guðmundur gerir um HM Guðmundur gat ekki neitað því að niðurstaða mótsins séu vonbrigði enda ætlaði liðið sér lengra. „Þessi niðurstaða í mótinu er vonbrigði. Við erum svo ótrúlega stutt frá því að fara áfram. Það eru þessar mínútur gegn Ungverjum sem fella okkur. Ég held það hafi verið mikil pressa á liðinu og það var mögulega erfitt að höndla það þegar við vorum komnir svona nálægt þessu. Það var búið að spenna bogann hátt. Að ætlast til þess að við eigum að vinna Svía þegar vantar tvo af betri handboltamönnum heims er ekki rétt,“ segir Guðmundur og bætir við. „Það er ekki mikið rætt að Ómar Ingi, einn besti handboltamaður heims, sé ekki með okkur. Það var erfitt að vera án hans. Það tók tíma að finna taktinn. Planið var að keyra á ákveðnu liði fyrstu tvo leikina og það munaði engu að það tækist. Það er það sem er sárast í þessu.“ Plan þjálfarans gekk ekki upp og því er liðið úr leik. Sér hann eftir einhverju? „Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. Ég veit ekki hvort ákvarðanir séu réttar meðan hann er í gangi,“ segir þjálfarinn en verður hann áfram með liðið. „Ég er með samning til 2024. Ég ætla ekki að tjá mig um það hvort ég sé rétti maðurinn til að leiða liðið áfram. Það er nóg til af sérfræðingum sem geta tjáð sig um það.“
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti