Velsæld og árangur? Agnes Barkardóttir skrifar 22. janúar 2023 21:07 Flest óskum við eftir því að vera farsæl í lífinu, gera það sem veitir okkur ánægju og búa við starfsöryggi. En hvernig vitum við að við séum á réttri leið, í rétta starfinu eða að við séum að byggja okkur upp á farsælan máta? Markþjálfun, sjálfsögð verkfærakista Eitt af þeim verkfærum sem hægt er að nýta sér til árangurs er markþjálfun. Fagleg aðferðarfræði sem mjög margir nýta til að komast fyrir vind í verkefnunum sínum, ná betri fókus og setja sér og öðrum mörk. Markþjálfun hefur verið sjálfsögð í verkfærakistu erlendra stjórnenda í áratugi og síðustu ár hefur hún verið að ryðja sér til rúms í íslensku atvinnulífi. Við sem störfum innan fagsins sjáum það á hverjum degi hvernig stjórnendur og aðrir sem nýta markþjálfun reglulega eiga auðveldara með að taka nýjum áskorunum, streita verður minni við álag og leiðin að markmiðum yfirstíganleg. Reynslan á Íslandi Reynslan hefur sýnt okkur að þeir stjórnendur sem sækja markþjálfun öðlast skarpari yfirsýn og meira sjálfsöryggi við störf sín. Eins og fyrr segir hefur markþjálfun verið mikið notuð hjá erlendum stjórnendum en nú sjáum við það æ oftar að fleiri og fleiri fyrirtæki og stofnanir eru farin að nýta hana hérlendis í m.a. starfsmannamálum og stefnumótun, sem er staðfesting þess að aðferðafræðin virkar sem skildi. Þá þekkist það einnig að nýjar og ferskar hugmyndir sem hafa verið mótaðar með markþjálfa ná frekar til stjórnenda fyrirtækjanna því þær hafa farið í gegnum síu spurningaflóðs, ígrundunar og íhugunar. Það eru sannkölluð forréttindi að sjá fólk vaxa og dafna í lífi og starfi og ekki síður að sjá árangurinn koma í ljós. Það gerir okkur kleift að halda áfram að styrkja fagstétt markþjálfa á Íslandi. Árangur í fleiru en krónum og aurum Ný nálgun að árangri fyrirtækja sem starfa í umhverfi hraða og óvissu byggir á þeirri trú að blómstrandi fólk og teymi séu grunnforsenda árangurs. Sú nálgun gerir enn ríkari kröfur á starfsfólk fyrirtækja, þá aðallega leiðtoga og að þeir séu tilbúnari í óvissu, að treysta ferlinu, gera tilraunir, aðlagast hratt og sjá árangur í fleiru en krónum og aurum. Höfundur er markþjálfi og formaður ICF Iceland, félags markþjálfa á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Flest óskum við eftir því að vera farsæl í lífinu, gera það sem veitir okkur ánægju og búa við starfsöryggi. En hvernig vitum við að við séum á réttri leið, í rétta starfinu eða að við séum að byggja okkur upp á farsælan máta? Markþjálfun, sjálfsögð verkfærakista Eitt af þeim verkfærum sem hægt er að nýta sér til árangurs er markþjálfun. Fagleg aðferðarfræði sem mjög margir nýta til að komast fyrir vind í verkefnunum sínum, ná betri fókus og setja sér og öðrum mörk. Markþjálfun hefur verið sjálfsögð í verkfærakistu erlendra stjórnenda í áratugi og síðustu ár hefur hún verið að ryðja sér til rúms í íslensku atvinnulífi. Við sem störfum innan fagsins sjáum það á hverjum degi hvernig stjórnendur og aðrir sem nýta markþjálfun reglulega eiga auðveldara með að taka nýjum áskorunum, streita verður minni við álag og leiðin að markmiðum yfirstíganleg. Reynslan á Íslandi Reynslan hefur sýnt okkur að þeir stjórnendur sem sækja markþjálfun öðlast skarpari yfirsýn og meira sjálfsöryggi við störf sín. Eins og fyrr segir hefur markþjálfun verið mikið notuð hjá erlendum stjórnendum en nú sjáum við það æ oftar að fleiri og fleiri fyrirtæki og stofnanir eru farin að nýta hana hérlendis í m.a. starfsmannamálum og stefnumótun, sem er staðfesting þess að aðferðafræðin virkar sem skildi. Þá þekkist það einnig að nýjar og ferskar hugmyndir sem hafa verið mótaðar með markþjálfa ná frekar til stjórnenda fyrirtækjanna því þær hafa farið í gegnum síu spurningaflóðs, ígrundunar og íhugunar. Það eru sannkölluð forréttindi að sjá fólk vaxa og dafna í lífi og starfi og ekki síður að sjá árangurinn koma í ljós. Það gerir okkur kleift að halda áfram að styrkja fagstétt markþjálfa á Íslandi. Árangur í fleiru en krónum og aurum Ný nálgun að árangri fyrirtækja sem starfa í umhverfi hraða og óvissu byggir á þeirri trú að blómstrandi fólk og teymi séu grunnforsenda árangurs. Sú nálgun gerir enn ríkari kröfur á starfsfólk fyrirtækja, þá aðallega leiðtoga og að þeir séu tilbúnari í óvissu, að treysta ferlinu, gera tilraunir, aðlagast hratt og sjá árangur í fleiru en krónum og aurum. Höfundur er markþjálfi og formaður ICF Iceland, félags markþjálfa á Íslandi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar