Skógar eru frábærir! Þröstur Eysteinsson skrifar 24. janúar 2023 16:31 Mér hefur alla tíð þótt vænt um skóga. Meðal elstu minninganna er að ganga með pabba í rökkrinu í skógi í Svíþjóð, þar sem hann var þá í námi. Þar var hlýtt og stillt, fuglar sungu, allt ilmaði dásamlega og bolir trjánna voru gríðarstórir. Í svoleiðis kvöldgöngur var ekki hægt að fara á Íslandi árið 1960. Allir þéttbýlisstaðir voru skjóllausir og auðnalegir og einungis hægt að ganga um í skógi með því að gera sér sérstaka ferð í Vaglaskóg eða Hallormsstaðaskóg. Fáum árum áður hafði Sigurður Blöndal, þá nýorðinn skógarvörður á Hallormsstað, spáð því að tré gætu e.t.v. náð allt að 15 m hæð á Íslandi. Hann sagði mér miklu seinna að hann hefði séð eftir þeirri spá, því á hafísárunum efaðist hann um að hún myndi standast. Nú er hæsta tréð 30 m hátt. Fyrir áratug síðan tók ég þátt í mikilli ferð um vestanverða Norður-Ameríku. Einn daginn í þeirri ferð byrjuðum við á því að keyra upp í 4000 m hæð í Hvítufjöllum í Kaliforníu, þar sem vaxa elstu tré veraldar – broddfurur. Þar efst uppi á tindum fjallanna er gisinn skógur þar sem finnast tré allt að 5000 ára gömul. Hugsa sér, tré sem hafa lifað helminginn af tímanum sem liðinn er frá lokum síðasta jökulskeiðs. Þetta var svo mikil upplifun að við gengum lengi um í þessum skógi og nutum þess að vera innan um svo tignarlegar lífverur. Fyrir kvöldið ætluðum við svo að koma okkur til næsta fjallgarðs fyrir vestan og skoða þar stærstu lífverur heims, mammúttrén eða risafururnar. Það gerðum við líka, og seinnipartinn var áð í slíkum skógi. Í þeim skógi misstum við alla tilfinningu fyrir tímanum ekkert síður en innan um broddfururnar, góndum upp í loftið, sáum ekki trjátoppana því þeir voru svo langt í burtu og lékum okkur að því að ganga hringinn í kringum einstök tré. Engin lýsingarorð duga. Þú verður að fara þangað. Á Íslandi er ekki hægt að upplifa elstu eða stærstu tré heims, en hér er þó núna hægt að ganga í skógi þar sem trén eru svo há að ekki sést í toppa þeirra. Hægt er að ganga innan um svera boli sem ekki næst utanum með faðmlagi. Fuglarnir syngja og ilmurinn er dásamlegur. Þetta er hægt af því að síðustu leifum birkiskóga var bjargað fyrir 120 árum síðan. Þetta er hægt af því að fólk hefur gróðursett til skóga stórvaxinna trjátegunda á borð við sitkagreni, stafafuru, rússalerki og alaskaösp. Ef ekki væri fyrir réttar ákvarðanir í tæka tíð og góða stefnu í málefnum skógræktar byðist ekki á Íslandi sú einstaka upplifun að ganga í stórum, fallegum og fjölbreyttum skógum. Það var ekki hægt fyrir fáum áratugum síðan og það er ekki sjálfgefið að slíkt sé hægt. Allt frá upphafi skógverndar og skógræktar á Íslandi steig fólk fram sem var á móti. Það sagði á mismunandi tímum að þetta væri ekki hægt því allir vissu að tré yxu ekki á Íslandi. Þetta væri peningasóun af því að skógar væru óþarfir, gras handa búfé væri það sem skipti máli. Þetta væri vitleysa af því að hér gæti aldrei orðið til timburiðnaður. Þetta væri vont af því að barrtré væru ljót og eyðilegðu útsýni. Þetta væri stórhættulegt af því að sum trén væru útlensk. Þetta væru náttúruspjöll af því að útlensku trén sáðu sér í alíslenskar auðnir. Fólk sem heldur þessum skoðunum fram á það sameiginlegt að hafa ekki áttað síg á því sem ég fattaði fimm ára gamall – skógar eru frábærir! Ég er þakklátur því að raddirnar með skógrækt hafi verið úrtöluröddunum yfirsterkari. Ég vona að svo verði áfram og að barnbörnin mín geti áfram gengið um í fallegum og fjölbreyttum skógum. Höfundur er skógræktarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Mér hefur alla tíð þótt vænt um skóga. Meðal elstu minninganna er að ganga með pabba í rökkrinu í skógi í Svíþjóð, þar sem hann var þá í námi. Þar var hlýtt og stillt, fuglar sungu, allt ilmaði dásamlega og bolir trjánna voru gríðarstórir. Í svoleiðis kvöldgöngur var ekki hægt að fara á Íslandi árið 1960. Allir þéttbýlisstaðir voru skjóllausir og auðnalegir og einungis hægt að ganga um í skógi með því að gera sér sérstaka ferð í Vaglaskóg eða Hallormsstaðaskóg. Fáum árum áður hafði Sigurður Blöndal, þá nýorðinn skógarvörður á Hallormsstað, spáð því að tré gætu e.t.v. náð allt að 15 m hæð á Íslandi. Hann sagði mér miklu seinna að hann hefði séð eftir þeirri spá, því á hafísárunum efaðist hann um að hún myndi standast. Nú er hæsta tréð 30 m hátt. Fyrir áratug síðan tók ég þátt í mikilli ferð um vestanverða Norður-Ameríku. Einn daginn í þeirri ferð byrjuðum við á því að keyra upp í 4000 m hæð í Hvítufjöllum í Kaliforníu, þar sem vaxa elstu tré veraldar – broddfurur. Þar efst uppi á tindum fjallanna er gisinn skógur þar sem finnast tré allt að 5000 ára gömul. Hugsa sér, tré sem hafa lifað helminginn af tímanum sem liðinn er frá lokum síðasta jökulskeiðs. Þetta var svo mikil upplifun að við gengum lengi um í þessum skógi og nutum þess að vera innan um svo tignarlegar lífverur. Fyrir kvöldið ætluðum við svo að koma okkur til næsta fjallgarðs fyrir vestan og skoða þar stærstu lífverur heims, mammúttrén eða risafururnar. Það gerðum við líka, og seinnipartinn var áð í slíkum skógi. Í þeim skógi misstum við alla tilfinningu fyrir tímanum ekkert síður en innan um broddfururnar, góndum upp í loftið, sáum ekki trjátoppana því þeir voru svo langt í burtu og lékum okkur að því að ganga hringinn í kringum einstök tré. Engin lýsingarorð duga. Þú verður að fara þangað. Á Íslandi er ekki hægt að upplifa elstu eða stærstu tré heims, en hér er þó núna hægt að ganga í skógi þar sem trén eru svo há að ekki sést í toppa þeirra. Hægt er að ganga innan um svera boli sem ekki næst utanum með faðmlagi. Fuglarnir syngja og ilmurinn er dásamlegur. Þetta er hægt af því að síðustu leifum birkiskóga var bjargað fyrir 120 árum síðan. Þetta er hægt af því að fólk hefur gróðursett til skóga stórvaxinna trjátegunda á borð við sitkagreni, stafafuru, rússalerki og alaskaösp. Ef ekki væri fyrir réttar ákvarðanir í tæka tíð og góða stefnu í málefnum skógræktar byðist ekki á Íslandi sú einstaka upplifun að ganga í stórum, fallegum og fjölbreyttum skógum. Það var ekki hægt fyrir fáum áratugum síðan og það er ekki sjálfgefið að slíkt sé hægt. Allt frá upphafi skógverndar og skógræktar á Íslandi steig fólk fram sem var á móti. Það sagði á mismunandi tímum að þetta væri ekki hægt því allir vissu að tré yxu ekki á Íslandi. Þetta væri peningasóun af því að skógar væru óþarfir, gras handa búfé væri það sem skipti máli. Þetta væri vitleysa af því að hér gæti aldrei orðið til timburiðnaður. Þetta væri vont af því að barrtré væru ljót og eyðilegðu útsýni. Þetta væri stórhættulegt af því að sum trén væru útlensk. Þetta væru náttúruspjöll af því að útlensku trén sáðu sér í alíslenskar auðnir. Fólk sem heldur þessum skoðunum fram á það sameiginlegt að hafa ekki áttað síg á því sem ég fattaði fimm ára gamall – skógar eru frábærir! Ég er þakklátur því að raddirnar með skógrækt hafi verið úrtöluröddunum yfirsterkari. Ég vona að svo verði áfram og að barnbörnin mín geti áfram gengið um í fallegum og fjölbreyttum skógum. Höfundur er skógræktarstjóri.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun