Bregðast við löngum samningum Chelsea og breyta fjárhagsreglunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. janúar 2023 23:31 Mykhailo Mudryk gekk í raðir Chelsea fyrir 89 milljónir punda, en þar sem hann skrifaði undir átta og hálfs árs langan samning getur Chelsea dreift kostnaðinum og metið hann á ellefu milljónir á ári. Laurence Griffiths/Getty Images Evrópska knattspyrnusambandið UEFA mun bregðast við löngum samningum enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea með því að gera breytingu á fjárhagsreglum sambandsins, FFP (e. Financial Fair Play). Chelsea hefur eytt gríðarlegum fjármunum í nýja leikmenn á undanförnum mánuðum og margir þeirra skrifa undir virkilega langa samninga. Þannig getur félagið dreift kostnaðinum yfir samningstíman þegar liðið skilar inn ársreikningum sínum. Nýjasta dæmið um þetta er samningur félagsins við úkraínska leikmanninn Mykhailo Mudryk. Mudrik kom til félagsins frá Shakhtar Donetsk fyrr í þessum mánuði á 89 milljónir punda, en þar sem hann skrifaði undir átta og hálfs árs langan samning er hann aðeins metinn á ellefu milljónir á ári á meðan samningstímanum stendur. 🗣 "You take that £80m cost, you divide that over 8 and a half years and it works out to be just over £10m a year and that appears to be the Chelsea strategy."@KieranMaguire explains how Chelsea are able to sign Mudryk and many others without breaching the FFP pic.twitter.com/hKzjBWDf0w— Football Daily (@footballdaily) January 16, 2023 UEFA ætlar sér því að setja á laggirnar fimm ára reglu sem felur í sér að ekki megi dreifa kostnaðinum á meira en fimm ár. Félög munu þó enn geta gert lengri samninga við leikmenn á grundvelli breskra laga, en eins og áður segir geta þau ekki dreift kostnaðinum á allan samningstímann ef hann er lengri en fimm ár. Reglubreytingin mun taka gildi í sumar og mun ekki hafa áhrif á samninga sem nú þegar hafa verið gerðir. Enski boltinn Fótbolti UEFA Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sport Fleiri fréttir Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Sjá meira
Chelsea hefur eytt gríðarlegum fjármunum í nýja leikmenn á undanförnum mánuðum og margir þeirra skrifa undir virkilega langa samninga. Þannig getur félagið dreift kostnaðinum yfir samningstíman þegar liðið skilar inn ársreikningum sínum. Nýjasta dæmið um þetta er samningur félagsins við úkraínska leikmanninn Mykhailo Mudryk. Mudrik kom til félagsins frá Shakhtar Donetsk fyrr í þessum mánuði á 89 milljónir punda, en þar sem hann skrifaði undir átta og hálfs árs langan samning er hann aðeins metinn á ellefu milljónir á ári á meðan samningstímanum stendur. 🗣 "You take that £80m cost, you divide that over 8 and a half years and it works out to be just over £10m a year and that appears to be the Chelsea strategy."@KieranMaguire explains how Chelsea are able to sign Mudryk and many others without breaching the FFP pic.twitter.com/hKzjBWDf0w— Football Daily (@footballdaily) January 16, 2023 UEFA ætlar sér því að setja á laggirnar fimm ára reglu sem felur í sér að ekki megi dreifa kostnaðinum á meira en fimm ár. Félög munu þó enn geta gert lengri samninga við leikmenn á grundvelli breskra laga, en eins og áður segir geta þau ekki dreift kostnaðinum á allan samningstímann ef hann er lengri en fimm ár. Reglubreytingin mun taka gildi í sumar og mun ekki hafa áhrif á samninga sem nú þegar hafa verið gerðir.
Enski boltinn Fótbolti UEFA Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sport Fleiri fréttir Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Sjá meira