Formaður HSÍ: Ekkert breyst með framtíð Guðmundar sem landsliðsþjálfara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2023 08:01 Guðmundur Guðmundsson sést hér á hliðarlínunni á heimsmeistaramótinu. Vísir/Vilhelm Guðmundur Guðmundsson verður áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta ef marka má viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Guðmund B. Ólafsson, formann Handknattleikssambands Íslands. Guðmundur hefur verið mikið gagnrýndur eftir að íslenska liðið náði bara tólfta sætinu á HM í handbolta eftir að hafa sett stefnuna á verðlaun. Lágmarksárangurinn átti að vera sæti í átta liða úrslitum og þar með sæti í umspili um Ólympíusæti. Guðjón hitti formann HSÍ og fór yfir stöðuna á landsliðsþjálfaranum sem hefur verið með landsliðið frá því í byrjun febrúar 2018. Markmiðið okkar var að komast alla vegna þangað Gaupi spurði Guðmund hver væri hans sýn á heimsmeistaramótið. „Árangurslega séð er ákveðið svekkelsi að hafa ekki komist í átta liða úrslit en það var markmiðið okkar að komast alla vegna þangað. Við erum með jafnmörg stig og Ungverjar en komust ekki áfram út af innbyrðis viðureign,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Vísir/Vilhelm „Við töpum tveimur leikjum og það segir okkur hvað þetta er mikil keppni og hvað það er í rauninni stutt á milli hvort þú kemst áfram eða ekki,“ sagði Guðmundur. Ekki sammála Gaupa Guðmundur Guðmundsson var ráðinn til starfa fyrir fimm árum en Gaupi vildi meina að landsliðsþjálfarinn hafi ekki náð þeim markmiðum sem voru sett. „Ég er ekki sammála þér í því. Uppbyggingin hefur verið mjög góð og ég tel að við séum komnir með mjög gott lið. Það eru ungir menn í þessum stöðum og við erum með góða menn í öllum stöðum. Ég held að við séum með mjög gott lið núna og það sér árangurinn af þeirri uppbyggingu sem við höfum verið með,“ sagði Guðmundur. Klippa: Guðmundur B. Ólafsson: Gerðum samning við hann til ársins 2024 og það hefur ekkert breyst Guðjón spurði hver væri framtíð landsliðsþjálfarans með liðið. „Það er alltaf auðvelt að gagnrýna en ef þú horfir á mótið þá eru þetta tveir tapaðir leikir. Svekkelsið er Ungverjarleikurinn þegar við erum með unnin leik í höndunum, fimm eða sex mörkum yfir þegar það eru átján mínútur eftir. Við missum það niður en getum ekki kennt þjálfaranum einum og sér um það. Þetta voru bara erfið lið sem við vorum að spila við og bara á heimsmælikvarða,“ sagði Guðmundur en hver er framtíð Guðmundar Guðmundssonar hjá HSÍ? Gerðu samning við Guðmund til 2024 „Við gerðum samning við hann til ársins 2024 til að koma okkur í allra fremstu röð. Það hefur ekkert breyst,“ sagði Guðmundur. Vísir/Vilhelm „Verða menn ekki að spyrja sig eftir mótið hvort hann sé rétti maðurinn í starfið,“ spurði Guðjón Guðmundsson. „Við spyrjum okkur alltaf gagnrýna spurninga eftir hvert mót. Við förum yfir það og sjáum hver framtíðin er. Þjálfaramálin eru ekkert sérstaklega til umræðu ein og sér, heldur bara mótið og liðið og umgjörðin í heild sinni,“ sagði Guðmundur. „Hann hefur ykkar tiltrú,“ spurði Guðjón. „Já hann hefur það. Við förum yfir þetta allt saman og við eigum eftir að ræða við hann líka. Sjá hans sýn á þetta og allt svoleiðis. Við erum bara nýlentir og það er öll umræða eftir,“ sagði Guðmundur. Guðmundur Guðmundsson með aðstoðarmanni sínum Gunnari Magnússyni.Vísir/Vilhelm Ekki rétt sérstaklega við leikmenn um þjálfarann Gaupi vildi fá að vita hvort að það hafi verið rætt við leikmennina sjálfa um þjálfarann. Leikmennina sem eru inn á gólfinu og þeirra skoðun á framtíð þjálfarans. „Ekki í sjálfu sér framtíð þjálfarans. Við höfum bara rætt við leikmennina og fengið sjónarmið leikmanna í þessu. Við tökum síðan okkar ákvarðanir,“ sagði Guðmundur. „Fimm ár eru langur tími. Þið ætlið að treysta honum þá fram yfir Evrópumeistaramótið,“ spurði Guðjón. „Í okkar sögu þá eru fimm ár langur tími en ef við horfum á þjálfara annarra liða. Þjálfararnir hjá Króatíu og Frökkunum voru mjög lengi og skiluðu frábærum árangri. Tíminn er svolítið afstæður í þessu og hvenær sé kominn endapunktur. Við erum bara enn á þessari vegferð sem við erum í núna,“ sagði Guðmundur. Guðjón spurði líka formanninn út í framtíð hans í formannsstólnum en hann var kosinn til ársins 2023. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Guðmundur hefur verið mikið gagnrýndur eftir að íslenska liðið náði bara tólfta sætinu á HM í handbolta eftir að hafa sett stefnuna á verðlaun. Lágmarksárangurinn átti að vera sæti í átta liða úrslitum og þar með sæti í umspili um Ólympíusæti. Guðjón hitti formann HSÍ og fór yfir stöðuna á landsliðsþjálfaranum sem hefur verið með landsliðið frá því í byrjun febrúar 2018. Markmiðið okkar var að komast alla vegna þangað Gaupi spurði Guðmund hver væri hans sýn á heimsmeistaramótið. „Árangurslega séð er ákveðið svekkelsi að hafa ekki komist í átta liða úrslit en það var markmiðið okkar að komast alla vegna þangað. Við erum með jafnmörg stig og Ungverjar en komust ekki áfram út af innbyrðis viðureign,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Vísir/Vilhelm „Við töpum tveimur leikjum og það segir okkur hvað þetta er mikil keppni og hvað það er í rauninni stutt á milli hvort þú kemst áfram eða ekki,“ sagði Guðmundur. Ekki sammála Gaupa Guðmundur Guðmundsson var ráðinn til starfa fyrir fimm árum en Gaupi vildi meina að landsliðsþjálfarinn hafi ekki náð þeim markmiðum sem voru sett. „Ég er ekki sammála þér í því. Uppbyggingin hefur verið mjög góð og ég tel að við séum komnir með mjög gott lið. Það eru ungir menn í þessum stöðum og við erum með góða menn í öllum stöðum. Ég held að við séum með mjög gott lið núna og það sér árangurinn af þeirri uppbyggingu sem við höfum verið með,“ sagði Guðmundur. Klippa: Guðmundur B. Ólafsson: Gerðum samning við hann til ársins 2024 og það hefur ekkert breyst Guðjón spurði hver væri framtíð landsliðsþjálfarans með liðið. „Það er alltaf auðvelt að gagnrýna en ef þú horfir á mótið þá eru þetta tveir tapaðir leikir. Svekkelsið er Ungverjarleikurinn þegar við erum með unnin leik í höndunum, fimm eða sex mörkum yfir þegar það eru átján mínútur eftir. Við missum það niður en getum ekki kennt þjálfaranum einum og sér um það. Þetta voru bara erfið lið sem við vorum að spila við og bara á heimsmælikvarða,“ sagði Guðmundur en hver er framtíð Guðmundar Guðmundssonar hjá HSÍ? Gerðu samning við Guðmund til 2024 „Við gerðum samning við hann til ársins 2024 til að koma okkur í allra fremstu röð. Það hefur ekkert breyst,“ sagði Guðmundur. Vísir/Vilhelm „Verða menn ekki að spyrja sig eftir mótið hvort hann sé rétti maðurinn í starfið,“ spurði Guðjón Guðmundsson. „Við spyrjum okkur alltaf gagnrýna spurninga eftir hvert mót. Við förum yfir það og sjáum hver framtíðin er. Þjálfaramálin eru ekkert sérstaklega til umræðu ein og sér, heldur bara mótið og liðið og umgjörðin í heild sinni,“ sagði Guðmundur. „Hann hefur ykkar tiltrú,“ spurði Guðjón. „Já hann hefur það. Við förum yfir þetta allt saman og við eigum eftir að ræða við hann líka. Sjá hans sýn á þetta og allt svoleiðis. Við erum bara nýlentir og það er öll umræða eftir,“ sagði Guðmundur. Guðmundur Guðmundsson með aðstoðarmanni sínum Gunnari Magnússyni.Vísir/Vilhelm Ekki rétt sérstaklega við leikmenn um þjálfarann Gaupi vildi fá að vita hvort að það hafi verið rætt við leikmennina sjálfa um þjálfarann. Leikmennina sem eru inn á gólfinu og þeirra skoðun á framtíð þjálfarans. „Ekki í sjálfu sér framtíð þjálfarans. Við höfum bara rætt við leikmennina og fengið sjónarmið leikmanna í þessu. Við tökum síðan okkar ákvarðanir,“ sagði Guðmundur. „Fimm ár eru langur tími. Þið ætlið að treysta honum þá fram yfir Evrópumeistaramótið,“ spurði Guðjón. „Í okkar sögu þá eru fimm ár langur tími en ef við horfum á þjálfara annarra liða. Þjálfararnir hjá Króatíu og Frökkunum voru mjög lengi og skiluðu frábærum árangri. Tíminn er svolítið afstæður í þessu og hvenær sé kominn endapunktur. Við erum bara enn á þessari vegferð sem við erum í núna,“ sagði Guðmundur. Guðjón spurði líka formanninn út í framtíð hans í formannsstólnum en hann var kosinn til ársins 2023.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira