Endurreisn félagslega húsnæðiskerfisins í þéttari Reykjavík Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 25. janúar 2023 07:30 Dreifing byggðar eykur umferð, veikir almenningsamgöngur og eykur tafatíma í umferðinni. Og síðast en ekki síst vinnur dreifing byggðar gegn árangri í loftslagsmálum en við stefnum einmitt á kolefnishlutlausa borg árið 2040. Þess vegna er algert forgangsatriði fyrir okkur sem búum í Austurborginni að ef áformum um uppbyggingu Borgarlínu verði flýtt, þá verði það á þeim svæðum þar sem fyrir býr fólk, ekki eingöngu á stöðum þar sem ný byggð rís. Tímamót Reykjavíkurborg stendur á tímamótum. Síðasta áratug og þann næsta verða mestar breytingar á borginni í hálfa öld. Þeim tíma sem byggðin breyttist úr bæ í borg, núna er breyting úr borg í framtíðarborgina. Saga byggðar er saga fólksins. Vegvísir framtíðarborgarinnar kom með samþykkt Aðalskipulags Reykjavíkur 2030 árið 2014 en vinnan við það hófst mun fyrr eða árið 2010 eða fyrir þrettán árum síðan. Skipulagsvinna tekur tíma. Vanda þarf til verka einmitt til að skapa borgarsamfélag sem mætir kröfum samtímans og vísar veginn til farsældar í framtíðinni. Öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir fjölbreyttar þarfir borgaranna er grunnur að lífi okkar allra - akkerið í hversdagsleikanum, stöðugleiki og festa fyrir börnin okkar. 6.600 hagkvæmar og félagslegar íbúðir tryggðar Á liðnum árum er búið að tryggja öruggt þak yfir höfuðið fyrir 5.000 Reykvíkinga en byggðar hafa verið um 2.500-3.000 leigu- og búseturéttaríbúðir, 600 íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur auk þess sem leigueiningum Félagsbústaða hefur fjölgað um 600. Húsnæðissáttmálinn sem undirritaður var á dögum er mikilvægt framhald á þeirri sýn og ramma sem Aðalskipulag Reykjavíkur 2040 leggur upp með, Græna planið og Samgöngusáttmálinn næstu tíu árin. Metnaðarfull markmið um bæta við 3.600 íbúðum við það sem fyrir er. Ég er stolt yfir því að sjá kosningamál okkar í Samfylkingunni komast til framkvæmda. Hér stendur meirihlutinn allur að verki með forgangsmál sitt sem hér er sett í skýran framkvæmdafarveg í góðu samstarfi við ríkisvaldið. Sýnin er skýr. Samfella sem mun ná yfir 23 ára tímabil og gefa af sér samtals 6.600 hagkvæmar og félagslegar íbúðir. Það er gott að hafa jafnaðarfólk samfellt við stjórn með sterka sameiginlega sýn enda hefur Samfylkingin síðustu þrjú kjörtímabil í góðu samstarfi við samstarfsflokka í meirihluta borgarstjórnar unnið markvisst á tímabilinu að því að tryggja fjölbreytt framboð húsnæðis fyrir alla hópa samfélagsins. Endurskoðun forsendna hlutdeildarlána er lykilmál Skýr framtíðarsýn í húsnæðisuppbyggingu skapar jafnvægi, skiptir miklu um afkomu fjölskyldna og er mikilvæg forsenda fyrir félagslegan jöfnuð. Það er ánægjulegt að sjá skýran vilja stjórnvalda í að tryggja þátttöku fleiri sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í uppbyggingunni framundan. Einna mikilvægast, að mínu mati er viljinn til að endurskoða forsendur hlutdeildarlána en þar hallaði verulega á höfuðborgarsvæðið vegna kvaða um lána einungis til nýrra íbúða en ekki eldri húsnæðis. Í gróinni borg er einmitt mikilvægt að hlutdeildarlánin geti nýst nýjum íbúðakaupendum samhliða því að þau nái til endurgerðar eldra atvinnuhúsnæðis sem breytt er í íbúðir. Hlutdeild óhagnaðardrifinna byggingafélaga aukin Með því að auka hlutdeild óhagnardrifinna byggingafélaga úr 25 prósent í 30 prósent og 5 prósent kauprétt Félagsbústaða sendir samkomulagið við ríkið skýr skilaboð um að meirihlutinn í Reykjavík leggur ríka áherslu á áframhaldandi uppbyggingu húsnæðis fyrir alla borgarbúa, á ólíkum aldri og í fjölbreyttu húsnæðisformi. Öruggt skjól fyrir nemendur, hagkvæmt húsnæði fyrir eldra fólk og fyrir félaga innan verkalýðshreyfingarinnar eins og hjá Bjargi og Búseta. Þess vegna er mikilvægt að hefjast handa á þeim svæðum sem nú þegar eru tilbúin, þeim svæðum þar sem deiliskipulagið er tilbúið. Þeim svæðum sem hægt er að byrja og byggja strax. Byggjum strax fyrri áfanga Nýja Skerjafjarðar Eitt af þeim svæðum er fyrri áfangi Nýja Skerjafjarðar með um 700 íbúðir, þar hafa óhagnaðardrifin félög fengið úthlutað 350 íbúðum, Félagsstofnun stúdenta, Bjarg og félag sem byggir húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Mikilvægt er að árétta að forgang í íbúðir stúdenta hafa nemendur utan af landi og fjölskyldufólk. Það er því mikið hagsmunamál fyrir nemendur af landsbyggðinni að uppbygging á íbúðum félagsstofnunar stúdenta haldi áfram í kringum háskólasvæði Háskóla Íslands og ekki verði frekari töf á því að verkefnið komist til framkvæmda. Rann¬sóknir verk¬fræði-stofunnar EFLU og niður¬stöður hollensku flug- og geim¬ferða¬stofnunarinnar (NRL), sem Isavia fékk í kjölfarið til að skoða nánar, hafa gefið sömu niðurstöðu: Vandi vinda-fars á flug¬vellinum er við¬ráðan¬legur. Þarna bíða þess að vera byggðar 350 íbúðir fyrir hópa í brýnni húsnæðisþörf. Tiltrú markaðar á uppbyggingu meðfram Borgarlínu Það þarf líka að tryggja samræmi að metnaðarfull áform ríkis og borgar í húsnæðismálum strandi ekki á skorti á fjármagni til fjárfestinga í húsnæðisverkefnum en byggingaaðilar hafa kvartað undan því að mörg fjármálafyrirtæki hafi skrúfað fyrir lánveitingar til uppbygginar vegna stýrivaxtahækkana Seðlabankans og krafa um aukna bindiskyldu fjármagns í viðskiptabönkunum. Hægri höndin og sú vinstri verða að toga í sömu átt í þessum efnum. Við jafnaðarfólk vitum að markaðsbrestir á húsnæðismarkaði eru til staðar. Þess vegna er mikilvægt að hið opinbera beiti sér og þessi samningur tryggir inngrip í uppbyggingu sem markaðurinn hefur ekki viljað feta. En þrátt fyrir takmarkanir markaðarins þá hefur hann trú á þróunarásum uppbyggingar samhliða Borgarlínu, sem er samvinnuverkefni Ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Samgöngusáttmálinn, Aðalskipulag Reykjavíkur 2040, Svæðaskipulag höfðuborgarsvæðisins og Framtíðarborgin tengjast í órofa heild þar sem lagður er grunnur að samfélagi sem byggir á fjölbreyttari samgöngumátum og fylgir ábyrgri stefnu í loftslagsmálum í anda Græna plansins. Með þessari sameignlegu sýn sér markaðurinn hvar er hægt að byggja, hann getur kortlagt tækifærin sem eykur fyrirsjáanleika og fjárfestingamöguleika til framtíðar. Undirritun húsnæðissáttmálans er mjög mikilvæg varða til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir fólk á ólíkum aldri í blandaðri borgarbyggð hinna sterku hverfa þar sem eftirsótt er að búa í, lífa í og eldast með reisn. Við erum á réttri leið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Samfylkingin Félagsmál Húsnæðismál Borgarstjórn Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Dreifing byggðar eykur umferð, veikir almenningsamgöngur og eykur tafatíma í umferðinni. Og síðast en ekki síst vinnur dreifing byggðar gegn árangri í loftslagsmálum en við stefnum einmitt á kolefnishlutlausa borg árið 2040. Þess vegna er algert forgangsatriði fyrir okkur sem búum í Austurborginni að ef áformum um uppbyggingu Borgarlínu verði flýtt, þá verði það á þeim svæðum þar sem fyrir býr fólk, ekki eingöngu á stöðum þar sem ný byggð rís. Tímamót Reykjavíkurborg stendur á tímamótum. Síðasta áratug og þann næsta verða mestar breytingar á borginni í hálfa öld. Þeim tíma sem byggðin breyttist úr bæ í borg, núna er breyting úr borg í framtíðarborgina. Saga byggðar er saga fólksins. Vegvísir framtíðarborgarinnar kom með samþykkt Aðalskipulags Reykjavíkur 2030 árið 2014 en vinnan við það hófst mun fyrr eða árið 2010 eða fyrir þrettán árum síðan. Skipulagsvinna tekur tíma. Vanda þarf til verka einmitt til að skapa borgarsamfélag sem mætir kröfum samtímans og vísar veginn til farsældar í framtíðinni. Öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir fjölbreyttar þarfir borgaranna er grunnur að lífi okkar allra - akkerið í hversdagsleikanum, stöðugleiki og festa fyrir börnin okkar. 6.600 hagkvæmar og félagslegar íbúðir tryggðar Á liðnum árum er búið að tryggja öruggt þak yfir höfuðið fyrir 5.000 Reykvíkinga en byggðar hafa verið um 2.500-3.000 leigu- og búseturéttaríbúðir, 600 íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur auk þess sem leigueiningum Félagsbústaða hefur fjölgað um 600. Húsnæðissáttmálinn sem undirritaður var á dögum er mikilvægt framhald á þeirri sýn og ramma sem Aðalskipulag Reykjavíkur 2040 leggur upp með, Græna planið og Samgöngusáttmálinn næstu tíu árin. Metnaðarfull markmið um bæta við 3.600 íbúðum við það sem fyrir er. Ég er stolt yfir því að sjá kosningamál okkar í Samfylkingunni komast til framkvæmda. Hér stendur meirihlutinn allur að verki með forgangsmál sitt sem hér er sett í skýran framkvæmdafarveg í góðu samstarfi við ríkisvaldið. Sýnin er skýr. Samfella sem mun ná yfir 23 ára tímabil og gefa af sér samtals 6.600 hagkvæmar og félagslegar íbúðir. Það er gott að hafa jafnaðarfólk samfellt við stjórn með sterka sameiginlega sýn enda hefur Samfylkingin síðustu þrjú kjörtímabil í góðu samstarfi við samstarfsflokka í meirihluta borgarstjórnar unnið markvisst á tímabilinu að því að tryggja fjölbreytt framboð húsnæðis fyrir alla hópa samfélagsins. Endurskoðun forsendna hlutdeildarlána er lykilmál Skýr framtíðarsýn í húsnæðisuppbyggingu skapar jafnvægi, skiptir miklu um afkomu fjölskyldna og er mikilvæg forsenda fyrir félagslegan jöfnuð. Það er ánægjulegt að sjá skýran vilja stjórnvalda í að tryggja þátttöku fleiri sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í uppbyggingunni framundan. Einna mikilvægast, að mínu mati er viljinn til að endurskoða forsendur hlutdeildarlána en þar hallaði verulega á höfuðborgarsvæðið vegna kvaða um lána einungis til nýrra íbúða en ekki eldri húsnæðis. Í gróinni borg er einmitt mikilvægt að hlutdeildarlánin geti nýst nýjum íbúðakaupendum samhliða því að þau nái til endurgerðar eldra atvinnuhúsnæðis sem breytt er í íbúðir. Hlutdeild óhagnaðardrifinna byggingafélaga aukin Með því að auka hlutdeild óhagnardrifinna byggingafélaga úr 25 prósent í 30 prósent og 5 prósent kauprétt Félagsbústaða sendir samkomulagið við ríkið skýr skilaboð um að meirihlutinn í Reykjavík leggur ríka áherslu á áframhaldandi uppbyggingu húsnæðis fyrir alla borgarbúa, á ólíkum aldri og í fjölbreyttu húsnæðisformi. Öruggt skjól fyrir nemendur, hagkvæmt húsnæði fyrir eldra fólk og fyrir félaga innan verkalýðshreyfingarinnar eins og hjá Bjargi og Búseta. Þess vegna er mikilvægt að hefjast handa á þeim svæðum sem nú þegar eru tilbúin, þeim svæðum þar sem deiliskipulagið er tilbúið. Þeim svæðum sem hægt er að byrja og byggja strax. Byggjum strax fyrri áfanga Nýja Skerjafjarðar Eitt af þeim svæðum er fyrri áfangi Nýja Skerjafjarðar með um 700 íbúðir, þar hafa óhagnaðardrifin félög fengið úthlutað 350 íbúðum, Félagsstofnun stúdenta, Bjarg og félag sem byggir húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Mikilvægt er að árétta að forgang í íbúðir stúdenta hafa nemendur utan af landi og fjölskyldufólk. Það er því mikið hagsmunamál fyrir nemendur af landsbyggðinni að uppbygging á íbúðum félagsstofnunar stúdenta haldi áfram í kringum háskólasvæði Háskóla Íslands og ekki verði frekari töf á því að verkefnið komist til framkvæmda. Rann¬sóknir verk¬fræði-stofunnar EFLU og niður¬stöður hollensku flug- og geim¬ferða¬stofnunarinnar (NRL), sem Isavia fékk í kjölfarið til að skoða nánar, hafa gefið sömu niðurstöðu: Vandi vinda-fars á flug¬vellinum er við¬ráðan¬legur. Þarna bíða þess að vera byggðar 350 íbúðir fyrir hópa í brýnni húsnæðisþörf. Tiltrú markaðar á uppbyggingu meðfram Borgarlínu Það þarf líka að tryggja samræmi að metnaðarfull áform ríkis og borgar í húsnæðismálum strandi ekki á skorti á fjármagni til fjárfestinga í húsnæðisverkefnum en byggingaaðilar hafa kvartað undan því að mörg fjármálafyrirtæki hafi skrúfað fyrir lánveitingar til uppbygginar vegna stýrivaxtahækkana Seðlabankans og krafa um aukna bindiskyldu fjármagns í viðskiptabönkunum. Hægri höndin og sú vinstri verða að toga í sömu átt í þessum efnum. Við jafnaðarfólk vitum að markaðsbrestir á húsnæðismarkaði eru til staðar. Þess vegna er mikilvægt að hið opinbera beiti sér og þessi samningur tryggir inngrip í uppbyggingu sem markaðurinn hefur ekki viljað feta. En þrátt fyrir takmarkanir markaðarins þá hefur hann trú á þróunarásum uppbyggingar samhliða Borgarlínu, sem er samvinnuverkefni Ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Samgöngusáttmálinn, Aðalskipulag Reykjavíkur 2040, Svæðaskipulag höfðuborgarsvæðisins og Framtíðarborgin tengjast í órofa heild þar sem lagður er grunnur að samfélagi sem byggir á fjölbreyttari samgöngumátum og fylgir ábyrgri stefnu í loftslagsmálum í anda Græna plansins. Með þessari sameignlegu sýn sér markaðurinn hvar er hægt að byggja, hann getur kortlagt tækifærin sem eykur fyrirsjáanleika og fjárfestingamöguleika til framtíðar. Undirritun húsnæðissáttmálans er mjög mikilvæg varða til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir fólk á ólíkum aldri í blandaðri borgarbyggð hinna sterku hverfa þar sem eftirsótt er að búa í, lífa í og eldast með reisn. Við erum á réttri leið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun