Augljóst að verið sé að hræða starfsfólkið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. janúar 2023 18:11 Formaður Eflingar segir reynt að hræða starfsfólk Íslandshótela frá því að fara í verkfall sem hún hafi fulla trú á að félagsmenn samþykki. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að afturvirkar launahækkanir standi starfsfólki Eflingar til boða þar til verkfall skelli á. Atkvæðagreiðsla hátt í þrjú hundruð starfsmanna Íslandshótela um boðaðar verkfallsaðgerðir hófst í gær. Atkvæðagreiðslunni lýkur á mánudaginn og þá verður ljóst hvort að félagsmenn vilji fara í verkfall. Stjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að styðja við Íslandshótel fjárhagslega ef til verkfalls kemur. „Það þýðir að vinnudeilusjóður Samtaka atvinnulífsins mun bæta Íslandshótelum upp það tjón sem hlýst af ef boðuð verkföll koma til framkvæmda,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir ljóst að Samtök atvinnulífsins séu tilbúin til að gera margt annað en að semja við Eflingu. Sjá má viðtalið við Sólveigu Önnu í heild sinni hér að neðan: „Það er auðvitað áhugavert fyrir okkur að sjá að menn eru bókstaflega tilbúnir til þess að gera hvað sem er annað en að semja við Eflingu á þeim forsendum sem að við förum fram á. Bókstaflega tilbúið til að gera allt annað en að viðurkenna að hér stritar fólk baki brotnu en nær samt aldrei endum saman en á þessum tímapunkti verð ég bara að segja að það er ekkert lengur sem að kemur okkur á óvart. Menn eru tilbúnir til þess að leggjast ansi lágt í stað þess að verða við bara sjálfsögðum og eðlilegum kröfum um örlítið meiri sanngirni.“ Framkvæmdastjóri Íslandshótela sagði í fréttum okkar í gær að Efling hafi dregið upp mjög einsleita mynd af stöðunni fyrir starfsfólkið og að hann búist ekki við því að verkfall verði samþykkt. „Við skynjum mikinn og raunverulegan vilja til þess að berjast fyrir betri kjörum. Það er alþekkt í baráttu sem snýst um það að brjóta niður verkalýðsbaráttu að grípa til ráða eins og þeir hafa gert að safna fólki saman, halda fundi sem fólk verður að mæta á á vinnutíma til þess að hræða það. Til þess að dæla í það einmitt röngum upplýsingum,“ segir Sólveig. Hún sé á því að forsvarsmenn Íslandshótela hafi verið að hræða starfsfólk sitt. „Ég held að það hljóti allir sem að eru færir um að lesa fréttir og fylgjast með þeim að geta komist að þeirri niðurstöðu það er augljóst.“ Sólveig á von á að samþykkt verði að fara í verkfall. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir afturvirkar launahækkanir enn í boði fyrir Eflingu. Sjá má viðtalið við Halldór Benjamín í heild sinni hér að neðan: „Afturvirkni fellur niður þegar að verkfall kemur til framkvæmda. Það er alveg skýrt,“ segir Halldór. Sólveig sér ekki fyrir sér að sest verði við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara á næstunni. „Embætti ríkissáttasemjara virðist ekki hafa nein tól til þess einmitt að leysa deilu sem að snýst um alvarleg stéttaátök og embætti ríkissáttasemjara ber einmitt ábyrgð á því að hafa einmitt látið það gerast að menn lokuðu sig inni á maraþonfundum og virðast á þeim maraþonfundum hafa komist að þeirri niðurstöðu að það væri þeirra að svipta Eflingu sjálfstæðu samningsumboði.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Atkvæðagreiðsla hátt í þrjú hundruð starfsmanna Íslandshótela um boðaðar verkfallsaðgerðir hófst í gær. Atkvæðagreiðslunni lýkur á mánudaginn og þá verður ljóst hvort að félagsmenn vilji fara í verkfall. Stjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að styðja við Íslandshótel fjárhagslega ef til verkfalls kemur. „Það þýðir að vinnudeilusjóður Samtaka atvinnulífsins mun bæta Íslandshótelum upp það tjón sem hlýst af ef boðuð verkföll koma til framkvæmda,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir ljóst að Samtök atvinnulífsins séu tilbúin til að gera margt annað en að semja við Eflingu. Sjá má viðtalið við Sólveigu Önnu í heild sinni hér að neðan: „Það er auðvitað áhugavert fyrir okkur að sjá að menn eru bókstaflega tilbúnir til þess að gera hvað sem er annað en að semja við Eflingu á þeim forsendum sem að við förum fram á. Bókstaflega tilbúið til að gera allt annað en að viðurkenna að hér stritar fólk baki brotnu en nær samt aldrei endum saman en á þessum tímapunkti verð ég bara að segja að það er ekkert lengur sem að kemur okkur á óvart. Menn eru tilbúnir til þess að leggjast ansi lágt í stað þess að verða við bara sjálfsögðum og eðlilegum kröfum um örlítið meiri sanngirni.“ Framkvæmdastjóri Íslandshótela sagði í fréttum okkar í gær að Efling hafi dregið upp mjög einsleita mynd af stöðunni fyrir starfsfólkið og að hann búist ekki við því að verkfall verði samþykkt. „Við skynjum mikinn og raunverulegan vilja til þess að berjast fyrir betri kjörum. Það er alþekkt í baráttu sem snýst um það að brjóta niður verkalýðsbaráttu að grípa til ráða eins og þeir hafa gert að safna fólki saman, halda fundi sem fólk verður að mæta á á vinnutíma til þess að hræða það. Til þess að dæla í það einmitt röngum upplýsingum,“ segir Sólveig. Hún sé á því að forsvarsmenn Íslandshótela hafi verið að hræða starfsfólk sitt. „Ég held að það hljóti allir sem að eru færir um að lesa fréttir og fylgjast með þeim að geta komist að þeirri niðurstöðu það er augljóst.“ Sólveig á von á að samþykkt verði að fara í verkfall. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir afturvirkar launahækkanir enn í boði fyrir Eflingu. Sjá má viðtalið við Halldór Benjamín í heild sinni hér að neðan: „Afturvirkni fellur niður þegar að verkfall kemur til framkvæmda. Það er alveg skýrt,“ segir Halldór. Sólveig sér ekki fyrir sér að sest verði við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara á næstunni. „Embætti ríkissáttasemjara virðist ekki hafa nein tól til þess einmitt að leysa deilu sem að snýst um alvarleg stéttaátök og embætti ríkissáttasemjara ber einmitt ábyrgð á því að hafa einmitt látið það gerast að menn lokuðu sig inni á maraþonfundum og virðast á þeim maraþonfundum hafa komist að þeirri niðurstöðu að það væri þeirra að svipta Eflingu sjálfstæðu samningsumboði.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Sjá meira